Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2016, Page 11

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2016, Page 11
mikil hystería þegar trans manneskja var tekin í yfirheyrslu og alsaklaus grunuð um að vera Lasermaðurinn. Þetta kom í blöðunum og allt varð vitlaust, málið snerist við og trans fólk fór að verða fyrir aðkasti frá þeldökkum. Þá áttum við von á að eitthvað heyrðist frá stjórn Benjamins en það kom ekki orð. Þau voru þvert á móti fyrst til að hlaupa í felur. Þetta gerði að verkum að á næsta aðalfund, vorið 1994, mætti bara ein manneskja úr stjórn með þau skilaboð að stjórnin segði af sér. Á endanum var ég kosin formaður og þar sem ég hafði gagnrýnt fráfarandi stjórn svo mikið fyrir feluleikinn var auðvitað eitt af því fyrsta sem ég varð að gera að koma út úr skápnum. Andlit trans fólks í Svíþjóð Þú hefur sem sagt farið út til að fara í leiðréttingarferli en lendir svo í því að verða talskona trans fólks í Svíþjóð. Það hefur varla verið planið í upphafi? Nei, alls ekki. Þetta varð til þess að ég varð hálfgert andlit trans fólks í Svíþjóð á þessum tíma. Það birtust mörg viðtöl við mig bæði í blöðum og sjónvarpi. En félagið Benjamin efldist mjög og félögum fjölgaði úr 49 í 130 á þeim tveimur árum sem ég var formaður. Við vorum með reglulega fundi í hverjum mánuði og fórum líka út fyrir Stokkhólm og vorum með viðburði í öðrum borgum. Við héldum líka stífa fundi með heilbrigðisyfirvöldum og tókst að ná mjög vel utan um þau mál. En svo sagði ég af mér áður en ég flutti heim árið 1996. Leyndarhjúpurinn á Íslandi Hvernig var að koma heim; búin með leiðréttingarferlið og með alla þessa reynslu á bakinu? Viðhorfið gagnvart trans fólki var mjög neikvætt. Ég mældi göturnar atvinnulaus í sex vikur; fólk vildi bara ekki vita af mér. Óþægilegast var samt þegar fólk sneri sér við á götu og starði á eftir mér. Ég hafði verið í umræðunni hér heima líka, eins og í Svíþjóð, og um leið og það fréttist að ég væri flutt heim voru allir duglegir við að fylgjast með mér og glápa. Eftir þessar sex vikur fékk ég afleysingapláss á skipum Hraðfrystihúss Eskifjarðar en fékk svo starf hjá Hitaveitu Reykjavíkur seint um haustið og vinn enn hjá Veitum, arftaka gömlu Hitaveitunnar. Hér heima var sama staða og í Svíþjóð; fólki var sagt að þegja ef það ætlaði að ná árangri í nýju kynhlutverki og leyndarhjúpurinn var algjör. Ég var eina trans manneskjan sem hafði komið fram opinberlega undir nafni á Íslandi en ég vissi um nokkrar í felum. Á árunum 1997–2003 fóru þrjár manneskjur í leiðréttingaraðgerð hér heima og svo var hópur af fólki sem hafði farið í aðgerðir erlendis. En þeim var öllum sagt að halda þessu fyrir sig. Ung trans manneskja fékk á þessum tíma aðstoð hjá íslenskum lækni en hann setti henni skilyrði og sagði að daginn sem hún tjáði sig opinberlega væri samstarfi þeirra lokið – hún mætti ekki verða eins og þessi Anna. Viðkomandi fór auðvitað beint í felur. Auk þessa ber að nefna Ómel sem vissulega er trans og var opin um sín mál en hún var bara ekki tekin alvarlega af samfélaginu á þeim tíma. Eina trans manneskjan í þorpinu Í heilan áratug, frá 1996 til 2006, var ég nánast ein í sviðsljósinu. Ég þurfti ein að standa í öllu, því allir hinir voru í felum, og þola neikvæðni og jafnvel minni háttar barsmíðar þegar enginn sá til. Svo breyttist það þegar Anna Jonna [Ármannsdóttir] kom heim frá Færeyjum. Ég notaði tækifærið þegar fjölmiðlar sóttust eftir viðtölum í tengslum við fyrirlestur Susan Stryker í Reykjavík í mars 2006 og fékk Önnu Jonnu til að fara í viðtal í stað mín. Þar með var ég ekki lengur „the only trans in the village“. Eftir þetta fóru hjólin að snúast, Samtökin ‘78 voru að opnast fyrir trans fólki og í febrúar 2007 var haldinn fyrsti undirbúningsfundurinn fyrir stofnun félagsins Trans Ísland. Þangað mættu um 15 manns. Formlegur stofnfundur var svo haldinn í apríl en þá var ég á kafi í vinnu með Transgender Europe svo ég tók þá afstöðu að standa utan við stjórn Trans Íslands. Það var eiginlega ætlast til þess að ég yrði formaður en ég afþakkaði það og Anna Jonna varð fyrsti formaðurinn. Í stjórn Transgender Europe Geturðu sagt okkur meira frá Transgender Europe og starfi þínu þar? Ég fór ásamt Ástu Ósk Hlöðversdóttur á stofnfund samtakanna í Vínarborg haustið 2005 og sat í stjórn fyrstu árin. Til að byrja með voru haldnir fjórir til fimm fundir á ári en það voru engir peningar til svo við þurftum að borga ferðir og annað úr eigin vasa. Fyrir annað þingið vorið 2008 tilkynnti ég úrsögn mína Mynd tekin á spítalanum nokkrum mínútum áður en Anna fór í aðgerðina 24. apríl 1995. Forsíða Exxet hjá Expressen 29. október 1995. Í blaðinu birtist löng grein um Önnu og aðgerðarferlið eftir Char- lotte von Proschwitz og Tommy Pedersen ljósmyndara. Í HEILAN ÁRATUG, FRÁ 1996 TIL 2006, VAR ÉG NÁNAST EIN Í SVIÐSLJÓSINU. ÉG ÞURFTI EIN AÐ STANDA Í ÖLLU, ÞVÍ ALLIR HINIR VORU Í FELUM, OG ÞOLA NEIKVÆÐNI OG JAFNVEL MINNI HÁTTAR BARSMÍÐAR ÞEGAR ENGINN SÁ TIL. 11

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.