Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2016, Síða 22

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2016, Síða 22
SJÁLFBOÐALIÐAR FRÍÐA AGNARSDÓTTIR Hvenær og hvers vegna gerðist þú fyrst sjálfboðaliði hjá Hinsegin dögum? Árið 2006, ef ég man rétt, byrjaði ég mitt fyrsta sjálfboðaliðastarf á verkstæðinu sem þá var við lýði. Þátttakendur komu þangað til að vinna í pöllunum sínum. Af hverju? Líklega vegna mikils áhuga á hinsegin málefnum, félagsstarfi og löngun til að gera eitthvað skemmtilegt. Við hvaða verkefni hefurðu unnið? Ég hef unnið á verkstæðinu, sem göngustjóri ásamt því að byrja með sjoppu S’78 á Hinsegin dögum sem ég sá að stórum hluta um í byrjun. Svo hef ég hlaupið í hitt og þetta eftir þörfum. Hver er uppáhaldsminningin þín frá Hinsegin dögum? Mín uppáhaldsminning er líklega þegar ég tók fyrst þátt í atriði. Dansaði niður Laugaveginn í atriði sem Eva María meðal annarra hélt utan um. Ég var í skræpóttum leggings, bleiku prjónavesti og máluð í 80‘s stíl, hrikalega gaman! Miðborg Reykjavíkur, en hvar? þriðjudaginn 2. ágúst klukkan 12:00. MÁLUM GLEÐIRENDUR Á síðasta ári sló opnunarviðburður Hinsegin daga í gegn þegar Skólavörðustígurinn var málaður með regnbogaröndum. Í ár verður sami háttur á þegar formaður Hinsegin daga, Eva María Þórarinsdóttir Lange, og borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, opna hátíðina með málningarrúllu í hönd. Stóra spurningin er: hvar verður regnbogamálunin í ár? Staðsetning verður kynnt mánudaginn 1. ágúst. Fylgist með á samfélagsmiðlum og vefsíðu hátíðarinnar. Götumálunin er unnin í samstarfi við Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og er hluti af verkefninu „Torg í biðstöðu” í miðborg Reykjavíkur. Last year’s opening event was a big hit when a prominent street in downtown Reykjavik was painted in rainbow colors during the Pride festivities. This year will be no different. The president of Reykjavik Pride, Eva María Þórarinsdóttir Lange, and the mayor of Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, will open the Pride festival with a paint brush in their hand. A new location will be painted, but the big question is “where?” Stay updated on the festival’s webpage and social media Monday 1 August for the big reveal. The event is organized in cooperation with Reykjavík City’s “Meanwhile projects”. VIÐBURÐUR / EVENT ÁST ER ÁST Bankastræti, frá þriðjudeginum 2. ágúst. Aðgangur ókeypis Á þessari ljósmyndasýningu má sjá falleg augnablik frá stærstu stundum þeirra hinsegin para sem ljósmyndarinn, Kristín María, hefur fengið að mynda í íslenskri náttúru á undanförnum árum. Tilgangurinn með sýningunni er að sýna að alls konar ást, hvort sem hún er svona eða hinsegin, er alltaf jafn falleg. Pörin eiga það öll sameiginlegt að hafa komið til Íslands til að gifta sig og með því að sýna myndirnar á Hinsegin dögum vill ljósmyndarinn dreifa gleðinni sem ríkti á þeim stundum með gestum og gangandi. This photo exhibition displays some of photographer Kristín María’s favourite moments from her work with queer couples from all around the world. All the couples came to Iceland to experience one of the biggest moments of their lives: to get married. The point of the exhibition is to share with everyone the pure joy of these events and to make all kinds of love more visual to the public eye. VIÐBURÐUR / EVENT Bankastræti, from Tuesday 2 August. Free admission. Downtown Reykjavik, but where? Tuesday 2 August at 12 p.m. LET’S PAINT A RAINBOW LOVE IS LOVE 22

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.