Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2016, Side 32

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2016, Side 32
Iðnó, Vonarstræti 3, föstudaginn 5. ágúst kl. 17:00. Aðgangur ókeypis. Bókmenntaviðburður Hinsegin daga hefur fest rækilega í sessi sem einn skemmtilegasti viðburður ársins. Dagskráin er mjög metnaðarfull í ár og enginn, hinsegin eða þessegin, ætti að láta hana framhjá sér fara. Hljómsveitin Eva verður í hlutverki kynna og ómögulegt er að vita hverju þær taka upp á. Ákafir aðdáendur glæpasagna geta glaðst yfir því að Lilja Sigurðardóttir les í fyrsta sinn opinberlega úr væntanlegri skáldsögu sinni Netið. Anna Margrét Grétarsdóttir les upp úr bók sinni Hún er pabbi minn, ljóðskáldin Elías Knörr og Eva Rún Snorradóttir lesa upp úr verkum sínum auk þess sem valin hinsegin skáld stíga út úr ljóðaskápnum. Þar með er ekki allt upp talið en líkur eru á því að spennandi leynigestir láti ljós sitt skína. Reykjavik Pride invites you once again to enjoy a poetic Friday afternoon of Icelandic literary readings and performances. Among the artists that will perform are Lilja Sigurðardóttir, Elías Knörr and Eva Rún Snorradóttir, and the hosts are the amazing and entertaining girls in The Band Eva. The event is in Icelandic. Ljóða- sam- keppni HÝRIR HÚSLESTRAR QUEEREADS Ertu inni í ljóðaskápnum? Áttu örsögur í skúffunni sem þrá að verða sýnilegar? Núna er rétti tíminn til að opna sig því Hinsegin dagar efna til ljóðasamkeppni í samstarfi við Sirkústjaldið, vefrit um listir og menningu. Hinsegin skáld, jafnt óreynd sem reynsluboltar, eru hvött til að senda inn ljóð eða örsögur og taka þannig þátt í að efla og auka við hina blómlegu menningu okkar. Þátttakendur sendi texta í tölvupósti á netfangið sirkustjaldid@gmail.com fyrir 31. júlí. Dómnefnd skipuð þremur einstaklingum – fulltrúa Hinsegin daga, Sirkústjaldsins og einum óháðum aðila – fær textana nafnlausa í hendurnar og henni eru ekki veittar upplýsingar um höfunda fyrr en þrjú verðlaunaverk hafa verið valin. Úrslit verða tilkynnt á Hýrum húslestrum á Hinsegin dögum föstudaginn 5. ágúst þar sem verðlaunatextarnir verða enn fremur fluttir. Öll innsend verk verða birt á Sirkústjaldinu (www. sirkustjaldid.is) nema höfundar óski sérstaklega eftir öðru. VIÐBURÐUR / EVENT Iðnó, Vonarstræti 3, Friday 5 August at 5 p.m. Free admission. 32

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.