Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2016, Page 39
HREIN & BEIN
13 ÁRUM SÍÐAR
KVIKMYNDASÝNING OG
PALLBORÐSUMRÆÐUR
HREIN OG BEIN
DOCUMENTARY SCREENING
AND PANEL DISCUSSION
Iðnó, Vonarstræti 3,
fimmtudaginn 4. ágúst kl. 17:30.
Aðgangur ókeypis.
Iðnó, Vonarstræti 3,
Thursday 4 August at 5:30 p.m.
Free admission.
Í heimildarmyndinni Hrein og bein (2003) komu fram íslensk,
samkynhneigð ungmenni og sögðu frá reynslu sinni af því
að koma út úr skápnum. Myndin var notuð sem kennsluefni í
grunn- og framhaldsskólum landsins árum saman og er almennt
talin mikilvægt innlegg í fræðslu um samkynhneigð á Íslandi.
Margt hefur þó breyst á þeim þrettán árum sem liðin eru frá því
að myndin var gerð og umræða um samkynhneigð og hinsegin
málefni almennt hefur þróast í ýmsar áttir sem ekki var hægt að
sjá fyrir – auk þess sem ungmennin sem sögðu sögu sína eru nú
orðin fullorðið fólk.
Eftir sýningu myndarinnar fara fram pallborðsumræður um
meðal annars hlutverk hennar og áhrif, þá þróun og breytingar
sem orðið hafa síðan hún kom út og hvort þörf sé á nýrri
heimildarmynd af svipuðu tagi. Þátttakendur í umræðunum eru:
Þorvaldur Kristinsson og Hrafnhildur Gunnarsdóttir, höfundar
myndarinnar, Heiðar Reyr Ágústsson og Sigríður Birna Valsdóttir,
sem komu fram í myndinni, Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir,
jafningjafræðari hjá Samtökunum ‘78 og Alex Blær Tryggvi Freyr
Gíslason, meðlimur í Ungliðahreyfingu Samtakanna. Umræðum
stjórnar Svandís Anna Sigurðardóttir.
In the documentary Hrein og bein (2003), young gay Icelanders
stepped forward and told their coming-out stories. The film was
used as a part of educational programs in schools, but now,
thirteen years later, much has changed when it comes to gay rights
and general discussion about queer issues. After the screening, a
panel discussion will take place where the film, its influence and
educational value, the societal changes that have occurred in the
past 13 years, and the need for a new documentary are under
discussion. The event is in Icelandic.
VIÐBURÐUR / EVENT
TÓNLEIKAR
HINSEGIN KÓRSINS
REYKJAVÍK QUEER
CHOIR CONCERT
Fríkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 5.
ágúst kl. 19:00. Aðgangseyrir: 2.000 kr.
í forsölu. Við hurð: 2.500 kr. Pride-passi
veitir 500 kr. afslátt við hurð.
Fríkirkjan Church, Friday 5 August at 7:00
p.m. Pre-sale tickets: 2.000 ISK. Full price
tickets: 2.500 ISK. 500 ISK discount at the
door with Pride pass
Líkt og fyrri ár efnir Hinsegin
kórinn til tónleika í tilefni
Hinsegin daga. Kórinn hefur á
undanförnum árum getið sér
afar gott orð fyrir góðan söng
og skemmtilega framkomu
en kórinn syngur undir stjórn
tónlistarkonunnar Helgu
Margrétar Marzellíusardóttur.
Hinsegin kórinn hefur komið víða
fram, bæði hér heima og erlendis,
en kórinn hélt á vordögum
tónleika í Hofi á Akureyri og hefur
áður m.a. sungið í London og á
kóramóti hinsegin kóra í Dublin.
Efnisskrá tónleikanna að þessu
sinni er afar fjölbreytt og því
ættu allir að finna eitthvað við
sitt hæfi. Sérstakir gestir eru
félagar í Bartónum, Kallakór
Kaffibarsins. Forsala miða fer fram
hjá kórfélögum og í Kaupfélagi
Hinsegin daga.
The Reykjavík Queer Choir
performs in Fríkirkjan Church in
Reykjavík on Friday 5 August. The
choir has performed in London
and Dublin and recently at its
first concert in Akureyri. The
programme includes a great
variety of songs so everyone should
find something to their taste.
VIÐBURÐUR / EVENT
39