Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2016, Page 50

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2016, Page 50
SAMTÖKIN '78 BJÓÐA UPP Á FRÆÐSLU, RÁÐGJÖF OG FÉLAGSLÍF. ÞAU BERJAST FYRIR VÍÐSÝNI SAMFÉLAGSINS OG FORDÓMALEYSI Í GARÐ HINSEGIN FÓLKS. Trans Ísland, Intersex Ísland og Samtökin ‘78 Hagsmunaaðild Trans Íslands (2007) og Intersex Íslands (2015) að Samtökunum ‘78 var mikilvægur hluti af því að tryggja að Samtökin ‘78 hefðu forsendur til þess að vera félag hinsegin fólks á Íslandi. Hinsegin samfélagið hefur þróast mikið á undanförnum áratugum hérlendis sem víðar og fjölbreyttir jaðarsettir hópar taka nú höndum saman og berjast gegn óréttlæti og jaðarsetningu. Þessir hópar tengjast á margvíslegan hátt þrátt fyrir að vera ólíkir innbyrðis. Allir hóparnir glíma við sterk samfélagsleg kerfi sem ganga út frá því að eingöngu séu til tvö kyn, því sé ætíð úthlutað rétt við fæðingu og að þessi tvö kyn laðist undantekningalaust að hvort öðru og eignist börn og buru. Trans Ísland og Intersex Ísland hafa því ekki einungis notið góðs af þeirri reynslu sem Samtökin ‘78 búa yfir þegar kemur að mannréttindamálum heldur hafa Samtökin ‘78 einnig notið góðs af fjölbreyttum sjónarmiðum og mismunandi upplifun og hinsegin samfélagið hefur blómstrað í öllum sínum fjölbreytileika. Á Íslandi er hinsegin samfélagið ekki ýkja stórt og því er mikilvægt að við tökum höndum saman og sýnum samstöðu en töpum okkur ekki í aðgreiningu og tölum ekki hvert úr sínu horninu. Við þurfum að tala saman og umræðan þarf að taka mið af ólíkum sjónarhornum. Við erum sterkari saman en sundruð og öll mannréttindabarátta er okkur viðkomandi enda er hinsegin fólk af öllum stærðum og gerðum. Fyrsta gleðiganga Intersex Íslands árið 2014. 50

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.