Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2016, Qupperneq 55

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2016, Qupperneq 55
„Strákarnir á Borginni hittast öll laugardagskvöld á barnum inni í Gyllta sal,“ söng Bubbi Morthens á plötunni Ný spor árið 1984. Söngurinn varð fljótt sígild perla í safni Bubba, sannkallað tímanna tákn – hispurslaus og einlægur. Enda fjölgaði þeim mjög á þessum árum, hommum og lesbíum sem voru sýnileg í íslensku samfélagi og heimtuðu sitt rými án þess að biðjast afsökunar á neinu eins og segir í öðrum söng. Þegar íslenskir hommar minnast liðinna daga ber barinn á Borginni oft á góma, enda var hann helsti samkomustaður þeirra í Reykjavík í aldarfjórðung. Á Hótel Borg var á árum áður boðið upp á bestu gistingu í Reykjavík. Þar átti metnaðarfull þjónusta við ferðamenn sína miðstöð og þar gisti flest það fólk sem kom til Reykjavíkur með farþegaskipum og flugvélum, enda hafði öll flugumferð frá Íslandi til meginlands Evrópu áður fyrr aðsetur sitt á Reykjavíkurflugvelli. Þegar bandarískt herlið tók land á Keflavíkurflugvelli árið 1951 samkvæmt varnarsamningi ríkjanna fóru hermenn í bæjarleyfi brátt að venja komur sínar á Borgina. Þeir Reykvíkingar sem sóttu út á lífið í leit að kynnum við ferðalanga og óvænt ævintýri rötuðu þangað líka, og að sjálfsögðu létu hommar bæjarins sig ekki vanta á staðinn. Þar áttu þeir friðland árum saman, einkum þó á sjöunda og áttunda áratug aldarinnar, og gátu gengið að því vísu að finna þar sína líka á föstudags- og laugardagskvöldum. 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.