Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2016, Síða 57

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2016, Síða 57
ekki sofið í sumarbirtunni. Sumir af yngri strákunum í hópi íslensku fastagestanna komu stöku sinnum með stúlkur á staðinn og kynntu þær sem kærustur sínar. Við létum kyrrt liggja það kvöldið og um næstu helgi voru kærusturnar úr sögunni. Ekkert man ég samt eftir gömlu klíkunni sem hafði setið á Laugavegi 11 nokkrum árum áður, en aðrir minnast hennar þarna. Því er heldur ekki að leyna að þarna var gerður mannamunur þótt fínt væri í það farið. Það þótti til dæmis afskaplega merkilegt að vinna í banka og þeir voru einir fjórir sem höfðu þann status í hópnum.“ Þeir sem ekki státuðu af starfi í banka leituðu annarra leiða til að finna sína fjöl á staðnum. Við barinn sögðu menn sögur af sjálfum sér, sumpart til að skemmta næsta manni, sumpart til að lyfta sér yfir hversdagsleikann. „Þarna man ég ágætan mann utan af landi,“ segir Jón, „sem stundað hafði staðinn í átta ár þegar við hittumst fyrst. Ekki var nú allt satt sem hann sagði, til dæmis það að hann ætti barn heima í plássinu sínu. Hann hafði sína þörf fyrir að krydda fortíðina og það hafði ég svo sem líka. Það mátti heyra ýmsar skáldsögur við barinn.“ Af vörum meistaranna Íslensk sagnamenning blómstraði með öðrum orðum á Borginni. Veturliði Guðnason rifjar upp kvöld eitt laust fyrir miðjan áttunda áratuginn þegar þeir „Gulli rakari og Ragnar Michelsen sátu á bekk undir sjófuglunum, tveir hugrakkir sem hvorki gátu né vildu fela hverjir þeir voru. Allt í einu birtist ungur og sætur strákur á barnum, Guðmundur Grímsson, síðar læknir í New York. Hann hafði nokkrum árum áður unnið til vetrarvistar í bandarískum high school í ritgerðasamkeppni Reader’s Digest og kynnst gay lífinu fyrir vestan. Nú var hann kominn á Borgina í fyrsta sinn. Hann skiptist á orðum við þá Gulla og Ragnar sem færðust báðir í aukana við þessa fallegu sjón. Krýpur þá Guðmundur ekki allt í einu á gólfið fyrir framan meistarana eins og til að drekka hvert orð af vörum þeirra. Gagntekinn af því að hafa loksins fundið sín öfugu ættmenni á Íslandi, hafði satt að segja ekki grunað að þá væri hér að finna.“ Hvernig var svo andrúmsloftið á barnum um helgar? „Það vefst fyrir mér að lýsa því,“ segir Jón Þorsteinsson, „því maður var svo upptekinn af sjálfum sér, eigin kynhvöt og eigin draumum. Ég kom alltaf allsgáður á staðinn, oftast á eigin bíl og fannst erfitt að mæta þessari stífu drykkju þarna. Drykkjuskapurinn var ógæfa okkar og þarna man ég marga sem þá áttu skammt eftir ólifað af þeim sökum. En lífið var hart, fæstir höfðu gert hreint fyrir sínum dyrum við nánustu ættingja og við vorum reglulega minntir á stöðu okkar í lífinu. Blöðin voru iðin við að senda okkur útsmognar svívirðingar og aldrei var neinn til andsvara. Ég reyndi að velja mér viðmælendur á staðnum, forðaðist þá sem drukku stífast og óttaðist lætin í þeim sumum. Ef ærslin gengu úr hófi fram komu dyraverðirnir og fjarlægðu menn kurteislega. Það þurfti ekki til kossa og kelerí, þeim nægðu bara óhljóð og kerlingarlæti. Ekki var þó drykkjunni alltaf um að kenna, minn góði vinur rakarinn gat verið alveg ferlegur þegar sá gállinn var á honum. Fyrir þetta vorum við svo látnir gjalda næstu helgi, þá mætti maður á staðinn, sá að fátt var um kunnugleg andlit á barnum og lét sig hverfa. Hommarnir höfðu þá ekki fengið inngöngu vegna einhvers sem farið hafði úr böndunum helgina áður.“ Okkar leið til að vera manneskjur Og Jón heldur áfram: „Allt þetta fjör var auðvitað tilraun til að breiða yfir aðrar tilfinningar, óttinn var alltaf til staðar og þegar ég rifja þetta upp sé ég hann svífa þarna yfir barnum. En einmitt þess vegna var kynlífið svo mikilvægt, það var okkar leið til að létta á spennunni, kvíðanum, og komast undan vondum tilfinningum. Okkar leið til að fá að vera manneskjur. Menn mega kalla það kjötmarkað, en barinn á Borginni var „the liberation place of my sexuality“ eins og þar stendur og fyrir það er ég þakklátur. Svo má ekki gleyma því að það var þarna við barborðið sem mér opnaðist leið út úr þeim lokaða heimi sem Ísland var á þessum árum. Ég hitti þar einu sinni mann sem bauð mér að búa hjá sér og konu sinni í Ósló á meðan ég leitaði mér að vinnu á sjúkrahúsi þar í borginni. Þangað var ég svo kominn árið 1973 og skömmu síðar í söngnám. Ekki 57

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.