Fréttablaðið - 22.05.2021, Page 4
Þórunn Svein-
bjarnardóttir
leiðir framboðslista
Samfylkingarinnar í
Suðvesturkjördæmi
Þótt margt hafi
gengið betur á
Íslandi en annars staðar í barátt-
unni við veiruna skulum við ekki
gera lítið úr áhrifum sóttvarnaað-
gerða og samkomutakmarkana á
lífsgæði þeirra sem eru í framhalds-
og háskólanámi. Eðlilegt félagslíf
hefur ekki verið í boði og síðast liðið
ár hefur einkennst af fjarnámi og
félagslegri einangrun. n
Katrín
Atladóttir
borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins
Hvað veldur því að
stelpur hjóla síður
en strákar? Konur
25-44 ára eru helmingi ólíklegri
til að hjóla en karlar. Stelpur hafa
því síður fyrirmynd í mæðrum
sínum. Höfða hjólreiðar síður til
stelpna? Eru foreldrar síður að
hvetja þær til hjólreiða? Eru hjól
ætluð stelpum ekki eins þægileg
og góð og hjól sem eru ætluð
strákum? Eru þau þyngri eða með
færri gíra? Hafa þær áhyggjur af
því að hjálmurinn rugli hárinu á
þeim? n
Hlynur
Hallsson
safnstjóri
Listasafnsins
á Akureyri
Söfn eru einhver
öruggasti staður-
inn í miðjum heimsfaraldri, það
á helst ekki að snerta viðkvæma
hluti, auðvelt er í flestum tilfellum
að halda 2 metra regluna og sjaldan
er múgur og margmenni á söfnum.
Söfn eru vin í eyðimörkinni, rólegur
staður til að njóta menningar og
lista, sögu og fróðleiks, athvarf til
að slappa af og anda að sér fersku
lofti. n
n Tölur vikunnar
n Þetta sögðu þau
26.676
ferkílómetrar á Íslandi
eru friðlýstir.
13,6
milljónir króna er
samanlögð
upphæð sekta sem
lögreglan hefur
rukkað einstaklinga
og fyrirtæki um fyrir
sóttvarna-
brot.
70
prósenta samdráttur varð á
losun gróðurhúsalofttegunda
frá íslenskum flugrekendum
milli 2019 og 2020.
97
milljónir króna er áætlað
hæsta tap einstaklings á
Íslandi vegna netsvindls.
323
bílaleiguökutæki voru nýskráð í ár.
Þau voru aðeins 41 í fyrra.
BJÓÐUM UPP Á 37” - 40” BREYTINGAPAKKA
BREYTINGAVERKSTÆÐI ÍSBAND,
SMIÐSHÖFÐA 5, SÉRHÆFIR SIG Í
BREYTINGUM Á RAM PALLBIFREIÐUM.
ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI
RAM 3500
BÍLL Á MYND RAM 3500 LARAMIE SPORT MEGACAB MEÐ 35” BREYTINGU
VERÐ FRÁ 7.421.210 KR. ÁN VSK.
9.202.300 KR. M/VSK.
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
Lögmenn Mjólkursam-
sölunnar og Ólafs Magnúsar
Magnússonar, fyrrverandi
eiganda Mjólku, tókust á um
fyrningarfrest skaðabótakröfu
hins síðarnefnda í héraðsdómi
í gær. Málið kemur í kjölfar
staðfestingar Hæstaréttar á
nærri hálfs milljarðs króna
sekt Mjólkursamsölunnar
vegna samkeppnisbrota.
kristinnhaukur@frettabladid.is
DÓMSMÁL Mjólkursamsalan telur
skaðabótakröfu Ólafs Magnúsar
Magnússonar og félagsins M-500,
áður Mjólku, löngu fyrnda. Ólafur
telur bótagrundvöllinn hafa orðið
til eftir úrskurð dómstóla í stjórn-
valdsmáli Samkeppniseftirlitsins og
Mjólkursamsölunnar, sem lauk með
nærri hálfs milljarðs króna sekt.
„Ég trúi ekki öðru en að málið
fái efnismeðferð,“ sagði Ólafur við
Fréttablaðið í gær, þegar tekist var
á um frávísunarkröfu Mjólkur-
samsölunnar. Mál Ólafs og M-500
til viðurkenningar skaðabóta var
upprunalega höfðað í júlí árið 2020
en þinghaldi frestað á meðan niður-
staða kæmist í stjórnvaldsmálið
fyrir Hæstarétti.
Sú niðurstaða fékkst þann 4.
mars, þegar Hæstiréttur staðfesti
dóma héraðsdóms og Landsréttar.
Var Mjólkursamsalan sektuð um
440 milljónir fyrir brot á sam-
keppnislögum og um 40 milljónir
fyrir að leyna gögnum.
Ólafur segir helstu áskorunina að
fá skorið úr um gildissvið búvöru-
laga og samkeppnislaga og að
Hæstiréttur hafi tekið stjórnvalds-
málið inn til að skera úr um þetta
atriði. „Við urðum að fá fullvissu um
að þetta væri brot,“ segir hann.
Í þinghaldinu hélt Sigurður
Ágústsson, lögmaður Mjólkursam-
sölunnar, því fram að hvorki Ólafur
né M-500 hefðu hagsmuni af því að
fá bótaábyrgð viðurkennda, því að
óhjákvæmilega myndu koma pen-
ingakröfur í kjölfarið og þær væru
fyrndar. „Það hefur ekkert upp á sig
fyrir sækjendur að að sækja þessa
kröfu,“ sagði hann.
Sagði hann fyrningarfrestinn
hafa hafist þegar Ólafur fékk vitn-
eskju um mögulegt brot. Það er, fékk
senda kreditnótu fyrir hrámjólk
árið 2012 og sendi í kjölfarið bréf til
Samkeppniseftirlitsins í janúar árið
2013. En í bréfinu stóð að Mjólkur-
samsalan rukkaði Ólaf um 17 pró-
sentum hærra verð. Frestinum hefði
þá verið lokið fjórum árum síðar, í
janúar árið 2017.
Ef fresturinn hefði ekki hafist í
janúar 2013 þá hefði hann hafist í
mars 2014, þegar lögmaður Ólafs
greindi Samkeppniseftirlitinu frá
hundraða milljóna króna tjóni í
bréfi, eða við ákvörðun Samkeppn-
iseftirlitsins í september sama ár.
Hróbjartur Jónatansson, lögmað-
ur Ólafs, benti á það fyrir dómi að í
tvígang hefði áfrýjunarnefnd snúið
við úrskurðum Samkeppniseftir-
litsins og málið hefði dregist vegna
aðgerða Mjólkursamsölunnar, það
er, að leyna upplýsingum. Bóta-
grundvöllurinn hefði ekki verið til
staðar fyrr en með dómi héraðs-
dóms í maí árið 2018, og málshöfð-
unin því innan fyrningarfrests.
Aðspurður um sættir segir Ólafur
að þær hafi verið ræddar til mála-
mynda. „Við höfum verið tilbúin til
sátta en ég veit ekki með þá,“ segir
hann. „Ef ég þekki mína menn í
Mjólkursamsölunni rétt mun þetta
taka einhvern lengri tíma fyrir
dómstólum.“ n
Deilt um fyrningu á skaðabótakröfu
Ólafs á hendur Mjólkursamsölunni
Hæstiréttur staðfesti 480 milljóna króna sekt Mjólkursamsölunnar í mars. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Ef ég þekki mína menn
í Mjólkursamsölunni
rétt mun þetta taka
einhvern lengri tíma
fyrir dómstólum.
Ólafur Magnús Magnússon,
fyrrverandi eigandi Mjólku og
Mjólkurbúsins
4 Fréttir 22. maí 2021 LAUGARDAGUR