Fréttablaðið - 22.05.2021, Side 20
María Heba Þorkelsdóttir
kynntist eiginmanni sínum
aðeins tvítug. Hún segir
reynslu þeirra af barnsmissi
hafa styrkt samband þeirra
en María missti barn í móður-
kviði árið 2006. Hún segir
hjartað slá í leikhúsinu en
nýtur þess þó einnig að leika í
sjónvarpi.
María Heba Þorkelsdóttir Eddu-
verðlaunaleikkona fer með stórt
hlutverk í sjónvarpsþáttunum
Systraböndum sem nýlega voru
sýndir í Sjónvarpi Símans. Sagan
segir frá því þegar ung stúlka hverf-
ur á tíunda áratug síðustu aldar og
því hvernig þrjár æskuvinkonur
þurfa að horfast í augu við fortíðina
þegar mannabein finnast á æsku-
slóðum þeirra.
María Heba leikur á áhrifamikinn
hátt Rut, móður horfnu stúlkunnar,
og segist hún ekki hafa þurft að
hugsa sig lengi um áður en hún þáði
hlutverkið. „Ég vissi f ljótt að þetta
væri hlutverk sem ég vildi taka að
mér,“ segir María Heba. „Það felst í
því stór áskorun sem manni býðst
kannski ekki á hverjum degi,“ bætir
hún við og vísar til þess að sagan í
Systraböndum gerist á tveimur
tímabilum.
„Það er mjög spennandi að fá að
leika sömu manneskjuna á mis-
munandi aldri. Svo var ég mjög
áhugasöm um að vinna með Silju
aftur en ég er búin að þekkja hana
í mörg ár,“ segir María Heba. Silja
Hauksdóttir er leikstjóri og einn
handritshöfundur þáttanna.
„Systrabönd eru mikið kvenna-
verk og ég hef í gegnum tíðina unnið
mikið með konum og í verkefnum
tengdum konum,“ segir María Heba
sem lærði bæði bókmennta- og
kynjafræði í Háskóla Íslands áður
en hún hóf nám í leiklist árið 1999.
Hún lagði mikla áherslu á femínsk-
ar bókmenntir í náminu og segir
margt hafa breyst síðan þá.
Mikilvægar breytingar
„Í öllu samtali um femínisma
megum við ekki gleyma því hvað
þetta er gamalt kerfi sem við erum
að brjóta niður, þetta er árþúsunda
gamalt og breytingarnar eru að
gerast mjög hratt þó okkur finn-
ist þær stundum standa í stað,“
útskýrir María Heba. ,,Það að vera
með unga konu sem dómsmálaráð-
herra á tímum sem þessum er til
dæmis mjög mikilvægt því sjónar-
mið kvenna þurfa alltaf að vera
inni á borðinu alls staðar og í allri
ákvarðanatöku,“ bætir hún við.
„Svo sannarlega er ýmislegt sem
er ekki í lagi enn þá en við sjáum
muninn til að mynda í Systra-
böndum þegar við berum saman
tvö mismunandi tímabil,“ segir
María Heba. En karakter hennar í
þáttunum opnar sig um kynferðis-
of beldi við lögregluna sem gefur
því gaum í rauntíma en ekki þegar
ofbeldið á sér stað, á tíunda áratug
síðustu aldar.
„Hvað varðar svona lögreglumál
og skýrslutökur yfir konum sem
hafa orðið fyrir ofbeldi eru þessar
breytingar gríðarlega mikilvægar. Í
Systraböndum finnum við þennan
mun þarna á milli, það eru áratugir
búnir að líða og það er komin ný
dögun og það er nýtt „setup“ á því
hvernig við ætlum að tækla hlutina
og hvernig við ætlum að koma fram
við konu sem er þolandi ofbeldis.“
Barnsmissirinn mikið áfall
Í Systraböndum leikur María Heba
móður sem missir barnið sitt. Hún
segir hlutverkið hafa verið krefjandi
á ýmsan hátt en María Heba deilir
þeirri upplifun með karakter sínum
að hafa misst barn.
„Við Kristófer misstum dóttur í
móðurkviði í október árið 2006,“
segir María Heba. „Hún var annað
barnið okkar en þarna var elsti
strákurinn okkar eins og hálfs árs,
hún var andvana fædd og ég var
gengin rúmar 32 vikur,“ bætir hún
við.
Ég er ekki bara konan
sem missti barnið sitt
María Heba fer með hlutverk Rutar í Systraböndum sem nýlega voru sýnd í Sjónvarpi Símans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Birna Dröfn
Jónasdóttir
birnadrofn
@frettabladid.is
María Heba var í hefðbundinni
mæðraskoðun þegar í ljós kom
að dóttir hennar og eiginmanns
hennar, Kristófers Dignus leikstjóra,
var látin. „Þetta var náttúrlega bara
skelfilegt áfall að verða fyrir og eitt-
hvað sem markerar mann á ein-
hvern hátt,“ segir María Heba.
Dóttir þeirra Kristófers fæddist
andvana 9. október og á því sama
afmælisdag og John Lennon. „Það
var sérstaklega dýrmætt fyrir
okkur að á eins árs afmælisdaginn
hennar var friðarsúlan tendruð í
fyrsta skipti. Við fórum litla fjöl-
skyldan með strákinn okkar dúð-
aðan í kuldagalla niður á Sæbraut
og horfðum á það þegar súlan var
tendruð,“ segir María Heba sem
þykir alltaf vænt um þessa stund.
„Mér þykir líka alltaf vænt um
að þetta fallega ljós skíni upp til
englanna á afmælisdaginn henn-
ar,“ segir hún en Friðarsúlan sem
stendur í Viðey er tendruð þennan
dag ár hvert.
Spurð að því hvort reynsla hennar
af barnsmissi hafi nýst henni við
hlutverk hennar í Systraböndum
segir María Heba alla reynslu
stækka hana sem listamann en
að sem leikkona gráti hún ekki
sinn eigin sársauka þegar hún er í
vinnunni. „Sem leikari get ég ekki
farið og sótt beint í mína reynslu eða
minn sársauka þegar ég er að leika.
Við Rut deilum þessari reynslu á
einhvern hátt en hún er að gráta
annað en ég, mín tár á dóttir mín og
þau eru alveg heilög,“ útskýrir hún.
María Heba segir hlutverkið ekki
hafa ýft upp sorg hennar því að í
lok dagsins sé leiklist plat. „Þetta
er auðvitað ekki eins og hver önnur
vinna en samt alltaf plat. Ef ég væri
að vinna við að sópa stétt, þá bara
sópa ég og geng svo frá kústinum og
fer heim. En sem leikari tala ég með
minni röddu og nota minn líkama
en það er samt plat,“ segir hún.
„Þó að mín reynsla kannski hjálpi
mér að skilja sorg Rutar þá er það
ekki þannig að ég hugsi til dóttur
minnar og gráti sem Rut,“ bætir
hún við.
Tabú að tala um sorg
Eftir barnsmissinn upplifði María
Heba það að margir ættu erfitt
með að tala um sorg og dauðann.
Fólk sem hún þekkti vel tók jafnvel
sveig þegar það sá hana úti á götu
eða vissi ekki hvað það átti að segja
þegar það hitti hana. „Öll verðum
við fyrir sorg einhvern tímann á
lífsleiðinni því það kemst enginn í
gegnum lífið án þess að verða bitinn
af því og því er í raun alveg merki-
legt hvað fólk á erfitt með að tala um
sorg,“ segir hún.
„Ég get alveg speglað mig í því
þegar fólk veit ekki hvað það á að
segja við einhvern sem er í sorg af
því maður verður svo vanmáttugur.
Fólk hræðist það til dæmis að sá sem
syrgir fari að gráta eins og það sé
það versta sem gæti gerst."
Margt hefur breyst varðandi and-
vana fæðingar frá því að María Heba
og Kristófer misstu dóttur sína. Til
að mynda hefur félagið Gleym mér
ei verið starfandi frá árinu 2013 en
tilgangur þess er að vera til staðar
fyrir þau sem missa á meðgöngu eða
stuttu eftir fæðingu og veita stuðn-
ing og fræðslu. Þá eiga foreldrar sem
upplifa fósturlát eftir átján vikna
meðgöngu eða andvanafæðingu
eftir 22 vikna meðgöngu rétt til
fæðingarorlofs.
María Heba segir að eftir að hún
missti dóttur sína hafi hana vantað
staðfestingu á því að dóttir hennar
hefði í raun verið lifandi. „Ég heyrði
út undan mér að þetta hefði ekki
verið raunverulegt og að þetta hefði
ekki verið barnsmissir af því hún
fæddist ekki lifandi,“ útskýrir hún.
„En við setjum ekki sorg einnar
manneskju á einhvern mælikvarða
við sorg annarrar manneskju því
við berum ekki saman sorg. Dóttir
mín var sannarlega lifandi og hún
var sannarlega barnið okkar,“ segir
María Heba.
Hún segir sorgina hafa styrkt
samband þeirra Kristófers sem
hafa nú eignast tvö börn til við-
bótar. Eftir missinn var María Heba
hrædd við að verða ófrísk á ný en
sonur hennar beið að hennar sögn
við dyrakarminn, svo spenntur var
hann að fá að vera með í þessu lífi.
„Ég var í leikferðalagi og við Krist-
ófer höfðum ákveðið að byrja að
reyna aftur þegar ég kæmi heim, svo
bara reyndum við einu sinni og ég
sagði honum að ég væri ekki tilbúin.
Það þýddi þó ekkert því ég var orðin
ólétt,“ segir María Heba og hlær.
Með sálufélaganum í 27 ár
Kristófer og María Heba hafa verið
saman síðan hún var tvítug, eða
í tæp þrjátíu ár. Hún kallar hann
sálufélaga sinn og segist hafa áttað
sig á því f ljótt eftir að leiðir þeirra
lágu saman að hann væri maðurinn
hennar. „Ung var ég Njáli gefin,“
segir María Heba glettin.
Þau Kristófer vinna í sama bransa
og hafa unnið saman að mörgum
verkefnum. María Heba segir það
skapa mikinn skilning þeirra á milli.
„Í því felst líka mikill stuðningur
varðandi vinnuna sem er frábært í
hjónabandi,“ segir María Heba.
„Ég hef oft leikið fyrir hann en ég
hef líka sagt nei við hann ef ég tel
mig ekki rétta manneskju í hlut-
verkið,“ segir María Heba en þau
unnu meðal annars saman að sjón-
varpsþáttunum Fólkið í blokkinni
og Áramótaskaupunum árin 2013
og 2015. Þau vinna nú saman að
framhaldi þáttanna Jarðarförin
mín, þáttum sem nefnast Brúð-
kaupið mitt. Þættirnir verða teknir
upp í sumar og fer María Heba með
hlutverk í þáttunum og Kristófer
leikstýrir.
Hún segir þau hjónin ekki verða
þreytt hvort á öðru þó að þau bæði
vinni saman og búi saman. ,,Hann
er besti vinur minn og sálufélagi og
við höfum alveg gengið í gegnum
okkar brekkur á þessum 27 árum
sem við höfum verið saman en það
er svo langt síðan ég tók ákvörðun
um að ég ætlaði að vera með honum
að það hefur lítil áhrif á okkar sam-
band,“ útskýrir María.
„Ég held nefnilega að ástin sé líka
ákvörðun. Maður verður yfir sig
ástfanginn af einhverjum og það
er mikil hrifning en það er ekkert
Við Rut
deilum
þessari
reynslu á
einhvern
hátt en
hún er að
gráta
annað en
ég, mín tár
á dóttir
mín og þau
eru alveg
heilög.
20 Helgin 22. maí 2021 LAUGARDAGUR