Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.05.2021, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 22.05.2021, Qupperneq 26
Teikningar Lóu Hjálmtýs- dóttur hafa sannarlega notið vinsælda og vakið athygli undanfarin misseri en árið 2020 setti hún sér það mark- mið að teikna eina teikningu hvern dag. Það var áður en hún vissi að það yrði árið sem flest annað yrði bannað, eða að um hlaupár væri að ræða, svo teikningarnar urðu á endanum 366 talsins og eru nú orðnar að bók. Um leið og sest er niður með Lóu Hjálmtýsdóttur kemur í ljós að þar fer manneskja sem á auðvelt með að tjá sig. „Ég er auðvitað búin að vera í 16 ár í hljómsveit með sex körlum og við erum bara búin með öll eðli- leg umræðuefni,“ segir söngkona sveitarinnar FM Belfast. „Ég hef ekki lengur skilning á því hvað er eðlilegt að tala um enda hef ég verið föst í bíl með þeim vikum saman á tónleikaferðalagi. Ef ég fer á frumsýningu eða opnun eða slíkt þarf ég að hugsa mig virkilega vel um hvað megi tala um,“ segir hún í léttum tón. Talandi um tónleikaferðalög í rútu með sex körlum; Lóa segir áskoranirnar fáar í þeim efnum, samstarfið og á tíðum sambúðin sé góð, ekki einu sinni lykt sé til trafala á slíkum ferðum. „Nei, þetta eru frábærir, hreinir menn, allir í bandinu eru mjög snyrtilegir, það kom mér á óvart,“ segir hún og skellir upp úr. Aðspurð segir hún þau löngu búin að ræða tilfinningaskalann og fara á alla heimsins trúnó. „Það er ekkert voða mikið drama eða neitt þann- ig. Eina dramað í mínu lífi er þegar ég held að einhver sé í skemmtilegri spjallgrúppu en ég er í,“ segir Lóa og hlær og í ljós kemur að hún er í ótal spjallgrúppum á Messenger sem tengjast hinum og þessum öngum lífs hennar. Nýjasta grúppan er brennó grúppa en hún segist hafa tilleiðst í brennóhópinn til að hafa ástæðu til að koma sér út úr húsi enda sé allt sósíallíf komið úr sinki eins og hjá fleirum á tímum heims- faraldurs. Hlerar fólkið í kringum sig Undir lok árs 2019 ákvað Lóa að setja sér það markmið að teikna eina mynd á dag allt árið 2020. Ein mynd á dag hljómar kannski sem auðvelt verkefni en ef þú þekkir myndirnar hennar Lóu veistu að hver mynd er í raun heil saga. „Ég geri mikið af því að hlera fólkið í kringum mig,“ segir Lóa sem hefur töluvert stúderað bandarísk- an teiknara að nafni Lynda Barry, sem beinlínis hvetur til þess. „Þetta snýst ekki um að setjast niður og rembast við að fá hugmynd enda svo auðvelt að mistakast ef maður ætlar að vera rosalega djúpur.“ Lóa segist taka hugmyndir úr umhverfi sínu og já, með því að hlera fólk, en svo snúist þetta líka oft um samsetningu. „Eins og um daginn þá fórum við maðurinn minn út og strákurinn okkar var í næturpössun. Allt í einu kom yfir mig einhver galsi og ég fann að ég hafði einhverja þörf fyrir að hegða mér illa,“ segir hún og hlær. „Allt í einu heyrði ég í hausnum á mér kveðjuna: „Bless, elskan, mamma og pabbi þurfa að fara út og hegða sér eins og villisvín,“ og úr varð slík mynd. Þetta er svo fyndið því maður er bæði ábyrg manneskja og villisvín. Þetta er dæmi um eitthvað sem raðast upp en er ekki skipulögð vinna,“ útskýrir Lóa. „Hitt er rosa góð aðferð til að geta búið til mikið efni og mér finnst þægilegra að búa til mikið efni en að sitja og ofhugsa, því þá geri ég ekki neitt.“ Lóa viðurkennir að stundum hafi hún skuldað nokkrar teikningar og þá þurft að teikna nokkrar á einum Búin með öll eðlileg umræðuefni Lóa hér á vinnustofu sinni sem skyndilega breyttist líka í innrömmunarverkstæði enda myndir hennar orðnar vinsælar á heimilum Íslendinga. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lóa fann leið til að koma listanum sem flestar mæður eru með fastan í huganum í eina mynd í tilefni mæðradagsins í fyrra og sló í gegn. Þessari hugmynd laust niður í huga Lóu þegar sonurinn var kominn í næt- urpössun og hún segist hafa fundið þörf hjá sér til að hegða sér illa. Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is degi. „Hugmyndin að bókinni kom svo upp í samtali við bókaútgáfuna Sölku.“ Bjargað af skipulögðu fólki Heimsfaraldur breytti starfi Lóu að mörgu leyti en hún hafði ekki verið mikið í því að selja myndirnar sínar til einstaklinga. „Fólk var mikið heima hjá sér í fyrra að horfa á veggina og sá að það vantaði eitthvað á þá. Fólk fór að panta myndir og skyndilega var ég komin með lítið innrömmunar- verkstæði á vinnustofunni, vefbúð og skjal fyrir pantanir,“ segir Lóa og virðist enn hissa. „Sandra vinkona mín er ógeðs- lega skipulögð og horfði á óskipu- lagða miðamonsterið sem skrif- borðið mitt var orðið og sá svo mig ógeðslega stressaða enda var ég að svara hverri og einni manneskju á Instagram og Facebook og skrifa á miða um allt.“ Vinkonan sá að þetta gæti ekki gengið mikið lengur og útbjó skipu- lagt skjal fyrir pantanir og Lóa gerði skiptidíl við hönnuð sem hafði tekið eftir því að hún væri ekki með vef- verslun, og útbjó slíka fyrir hana. „Nú lít ég út fyrir að vera ógeðs- lega fagleg á meðan ég er það ekki en var bjargað af skipulögðu fólki. Maðurinn minn er líka svona skipu- lagður og minnir mig reglulega á að ég skuldi myndasögu og svo fram- vegis, það hefur bjargað mér. Ég vill- ist alltaf af leið,“ segir Lóa. Milljón lítil skref Lóa býr með Árna Hlöðverssyni en þau hafa verið saman jafn lengi og þau hafa verið saman í hljómsveit, eða sextán ár, og eiga þau saman einn son. Upphafið að hljómsveitar- ferlinum var þó tilviljanakennt en Lóa segir tilviljanir einkenna sitt líf. „Það var einhver sem mætti ekki á hljómsveitaræfingu og ég bara rúllaði út af Sirkus og hef verið með síðan. Þannig er ótrúlega margt sem ég geri, ég er bara til í eitthvað og það vindur svo upp á sig. Ég veit að það eru mjög skringileg trúarbrögð en mér líður eins og ef eitthvað gengur vel þá sé það rétt. Ég fylgi straumi sem verður til og mæti og vinn og sé hvert það fer.“ Lóa segist yfirleitt ekki sækja um störf eða verkefni, þannig lagað virki yfirleitt ekki fyrir hana. „Ég myndi ekki bjóða mig fram sem forseta þó að það hljómi eins og vel borgað og gott gigg, af því að ég get ekki ímyndað mér að það myndi ganga upp hjá mér.“ Aðspurð hvers vegna hún efist um að forsetafram- boð myndi henta henni, svarar Lóa: „Ég veit það ekki, ætli ég myndi ekki móðga einhvern í einhverju matar- boði.“ Hún segir milljón lítil skref hafa leitt hana þangað sem hún er, en ákvarðanirnar sem hún þurfi að taka varði frekar hvenær hún eigi að koma sér út úr einhverju. Teikningar Lóu endurspegla ansi oft hugarheim kvenna og gerir hún óspart grín að þeirri pressu sem konur verða fyrir. „Þú þarft að vera heilt fyrirtæki en mátt hvorki eldast né vera feit. Það eru svona skrilljón reglur sem maður veit um,“ segir Lóa um press- una. Lóa segist hafa gengist mjög upp í því á unglingsárunum að vera ekki kvenleg í útliti. „Mér fannst það bara óspennandi en samt vissi ég skrítna hluti sem ég sogaði úr umhverfinu, eins og að maður ætti ekki að fara í augabrúnaplokkun daginn fyrir brúðkaup. Eins og þetta væru upp- lýsingar sem gott væri að búa að?“ segir hún furðu lostin. Þolir ekki afskiptasemi „Það er pressa úr öllum áttum. Sonur okkar er að verða níu ára og ég var spurð í fyrra hvort ég ætlaði ekki að eignast annað barn. Ég er 41 árs – hvenær hætta þessar spurning- ar? Ég skil þetta ekki, ég þori varla að spyrja fólk við hvað það vinnur, mér finnst það svo hnýsið. Þegar við vorum að túra á meðan strákurinn okkar var lítill, hvort sem hann var með eða ekki, var alltaf talað við mig eins og ég væri einhver barnamorðingi. Ekki var talað þannig við Árna við hlið mér sem átti þetta barn alveg jafn mikið og ég. Beisiklí var bara verið að segja við mig: Farðu heim til þín!“ segir Lóa og hristir hausinn og bendir á að flestir hljómsveitarmeðlimir eigi börn en hún ein hafi fengið svona athugasemdir, enda eina konan. „Ég þoli ekki svona afskiptasemi. Ég er með mjög djúpt „authority vandamál“ og þoli ekki reglur sem er ekki fótur fyrir. Eins og ég skil enn ekki af hverju má ekki hanga á línunni í sundi – slitnar hún eða?“ ■ Ég myndi ekki bjóða mig fram sem forseta þó að það hljómi eins og vel borgað og gott gigg, af því að ég get ekki ímyndað mér að það myndi ganga upp hjá mér. Þú þarft að vera heilt fyrirtæki en mátt hvorki eldast né vera feit. 26 Helgin 22. maí 2021 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.