Fréttablaðið - 22.05.2021, Page 30
Vefurinn sundlaugar.com
hefur það markmið að hjálpa
landsmönnum að uppgötva
allar fallegu sundlaugar
landsins. Þar er hægt með
einföldum hætti að halda
utan um allar heimsóknir.
Heiða Harðardóttir og kærasti
hennar, Finnur Magnússon, hafa
í sameiningu sett upp vefinn
sundlaugar.com. Þar er hægt, með
einföldum hætti, að halda utan um
heimsóknir í sundlaugar landsins
og sjá um leið hvaða sundlaugar er
eftir að heimsækja. Hugmyndin er
þó ekki ný af nálinni, heldur um
fjögurra ára hugmynd sem hefur
dúkkað reglulega upp að sögn
Heiðu. „Ég hef alltaf haft mikinn
áhuga á sundlaugum. Því minni
og skrítnari, því betra. Þegar við
Finnur vorum að kynnast fórum
við í ferðalag um Vestfirði með
vinafólki og einn daginn náði ég að
heimsækja þrjár sundlaugar. Upp
frá því fórum við að pæla í hversu
margar sundlaugar væru á landinu
og hvað það tæki langan tíma að
fara í þær allar.“
Árangursrík samvinna
Finnur, sem er tölvunarfræðingur,
hóf að skoða hvernig leysa mætti
tæknilegu hliðina, á meðan Heiða
vann meira með hugmyndina
sjálfa og listaði upp sundlaugar.
Hugmyndin fór svo á flug þegar
heimsfaraldurinn skall á og þau
höfðu aðeins of mikinn tíma
saman, að hennar sögn. „Það tók
ekki nema viku frá því að við
keyptum lénið sundlaugar.com þar
til fyrsta útgáfan var komin í loftið.
Finnur sér um tæknina og ég sé um
efnistökin. Svo höfum við verið
að grípa í þetta oftar eftir því sem
áhuginn vex, til dæmis að sjá til
þess að upplýsingarnar séu réttar
og bæta við virkni á vefinn. Það er
merkilega lítið rifist á reglulegum
stöðu fundum við eldhúsborðið.“
Margra ára verkefni
Hún segir vefinn vera eins og
margar góðar hugmyndir, fyrst og
fremst framkvæmdar til að leysa
eigin vandamál, sem í þeirra tilfelli
var að halda utan um markmiðið
að heimsækja allar sundlaugar á
landinu. „Það er bara frábært ef
fleiri koma með og setja sér svipuð
markmið. Þetta verður margra
ára verkefni svo það er nauðsyn-
legt að hafa gott bókhald meðan
við vinnum okkur í gegnum allar
laugarnar.“
Hún segir þau vera að skilgreina
reglurnar fyrir sig sjálf og þar með
alla aðra notendur vefsins. „Fljót-
lega ákváðum við að skrá eingöngu
sundlaugar þar sem hægt er að
borga sig inn og skola af sér. Við
viljum leyfa náttúrulaugunum
að vera svolítið dularfullar áfram
og finnst það ekki vera okkar að
auglýsa þær. Svo eru þær flestar
á einkajörðum sem flækir málið
enn meira. Þannig að markmiðið
er eiginlega bara að hjálpa fólki að
uppgötva allar fallegu sundlaug-
arnar okkar hringinn í kringum
landið og hvetja það til að heim-
sækja sem flestar.“
Mikill áhugi á vefnum
Stutt er síðan vefurinn fór í loftið
og hefur hann helst verið aug-
lýstur meðal vina og ættingja. „Ef
við skoðum skráða notendur í dag
sýnist mér meðaltalið fyrir fjölda
sundlauga vera nálægt þrjátíu svo
þau sem hafa skráð sig hingað til
eru líklega fólk sem er jafn galið
og við. Það er samt áhugavert að
segja frá því að það eru bara sex-
tán aðilar sem hafa farið í f leiri en
fimmtíu laugar. Metið er 91 laug!“
Hún segist skynja mikinn áhuga
á vefnum og að fjölskyldur hafi til
dæmis sameinast í að merkja við
sínar laugar og ætla sér stóra hluti
í sumar. „Svo vitum við af allavega
einum saumaklúbbi sem ætlar í
metnaðarfulla keppni. Skömmu
eftir að við fórum í loftið fréttum
við líka af vinnustaðakeppni sem
hefur verið haldin árlega þar sem
starfsfólk verkfræðistofu keppir
í sundlaugaferðum. Við fengum
sent afrit af excel-skjali þeirra sem
sjá um keppnina og erum að klóra
okkur í hausnum yfir því hvernig
við gætum hugsanlega sett upp eitt-
hvað í líkingu við það. Við viljum
endilega hvetja fólk áfram með því
að hafa þetta svolítið keppnis.“
Sjálf fer Heiða oftast í Vestur-
bæjarlaug og í Laugardalslaugina,
sérstaklega ef hún ætla að synda.
„En ætli uppáhaldslaugin mín sé
ekki laugin í Heydal fyrir vestan og
laugin í Selárdal er svo í öðru sæti.“
Sundlaugar landsins munu skipa
stóran sess í lífi þeirra í sumar. „Nú
er kerfið að verða tilbúið svo mark-
miðið að klára allar sundlaugar
landsins er rækilega komið á
kortið. Við hvetjum fólk bara til að
koma með okkur í þetta ferðalag
og skrá sig á sundlaugar.com. Svo
er líka hægt að fylgjast með okkur
á Facebook (Sundlaugarnar) og
Instagram (@sundlaugar_com).“ ■
Heimsækja allar sundlaugar landsins
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á sundlaugum. Því minni og skrítnari, því
betra,“ segir Heiða Harðardóttir, annar stofnenda sundlaugar.com.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Sundlaug við
Reykjafjörð
í Arnarfirði.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Þetta kom fram í forsíðu-
viðtali við rapparann í
bandaríska tímaritinu GQ
þar sem hann ræddi nýju
plötuna, sem fylgir í kjölfar
TESTING, sem kom út árið
2018. Platan er ekki komin
með útgáfudag enn þá, en í
viðtalinu sagði Rocky, sem
heitir réttu nafni Rakim
Mayers, að hún væri 90%
tilbúin.
oddurfreyr@frettabladid.is
Samstarfið við Morrissey, sem var
áður söngvari sveitarinnar The
Smiths, kemur mörgum á óvart,
en Rocky sagði að Morrissey
hefði verið að semja, framleiða og
syngja fyrir plötuna og hvað sem
hann þurfi að fá Morrissey til að
gera, þá mæti hann og geri það.
Morrissey er umdeildur, en
hann hefur látið hafa eftir sér
ýmis óvinsæl ummæli á opin-
berum vettvangi og lýst yfir
stuðningi við öfgahægrif lokk í
Bretlandi.
Rihanna er stóra ástin
Í viðtalinu staðfesti Rocky einnig
ástarsamband sitt við söngkonuna
Rihönnu og kallaði hana stóru
ástina í lífi sínu. Orðrómur um
samband þeirra fór af stað árið 2013
en þau hafa ekki gefið upp mikið af
smáatriðum varðandi sambandið.
Enn þann dag í dag reyna þau að
láta ekki ná sér saman á mynd,
samkvæmt GQ og í greininni er sagt
frá því hvernig þau reyna að forðast
blaðaljósmyndara með því að
mæta hvort í sínu lagi á viðburði.
Rapparinn sagðist mjög ánægð-
ur í sambandinu. „Ég held að þegar
þú vitir það, vitirðu það. Hún er
sú eina rétta,“ sagði hann. Parið er
víst líka opið fyrir barneignum og
Rocky sagðist viss um að hann yrði
æðislegur pabbi.
Rocky sagði einnig að stór hluti
af nýju plötunni hefði verið sam-
inn og framleiddur á meðan hann
keyrði þvert yfir Bandaríkin með
Rihönnu.
„Að geta keyrt og ferðast um án
þess að það sé einhver kvöð eða
vinna, mér finnst það einstök upp-
lifun,“ sagði hann.
Ekki hefur verið staðfest hvort
Rihanna kemur fram á plötunni,
en Rocky segir hana hafa haft
mikil áhrif á verkefnið og sagði
mikilvægt að geta rætt skapandi
hugmyndir við einhvern annan til
að fá annað sjónarhorn.
Rocky sagði að nýja platan væri
ástarsaga úr fátækrahverfi og mun
þroskaðri en fyrra efni hans.
Ekki illa við Svíþjóð
Rapparinn ræddi einnig hand-
töku sína og fangelsisvist í Svíþjóð
árið 2019, sem átti sér stað eftir
að hann lenti hann í átökum við
aðdáendur. Þar þurfti hann að
dúsa í einangrun í mánuð og sagði
að það væri líklega það leiðinleg-
asta sem væri hægt að hugsa sér.
Hann sagði samt að hann hefði
heimsótt landið síðan og að hann
ætli sér að gera það aftur.
Málið vakti athygli Donalds
Trump, þáverandi Bandaríkja-
forseta, en Rocky sagði að það
væri misskilningur að Trump hafi
hjálpað til við að frelsa hann.
„Hann hjálpaði ekki. Hann
reyndi og hann vildi að ég kæmist
heim, en hann frelsaði mig ekki,“
sagði rapparinn. ■
A$AP Rocky vinnur með Morrissey
A$AP Rocky er að vinna með Morris-
sey fyrir nýju plötuna sína.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
Áhugasamir auglýsendur geta haft samband við:
Jóhann Waage Markaðsfulltúi Fréttablaðsins
johannwaage@frettabladid.is eða 550-5656
FERÐALÖG INNANLANDS
Föstud ginn 4. júní gefur Fréttablaðið út stórt og f ott Ferðaþema.
Nú er það undir okkur komið að halda hjólum ferðaþjónustunnar gangandi
og vera dugleg að ferðast innanlands í sumar og væntanlega fram á haust.
Og þá er það ferðaþjónustunnar að vera dugleg að auglýsa hvað er í boði
fyrir hinn almenna ferðamann, tilboð á gistingu, afþreyingu og veitingum.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna da blaði landsins.
4 kynningarblað A L LT 22. maí 2021 LAUGARDAGUR