Fréttablaðið - 22.05.2021, Side 33

Fréttablaðið - 22.05.2021, Side 33
Skipulagsstofnun sinnir stefnumótun, stjórn sýslu og leiðbeiningum um skipulag og framkvæmdir með sjálfbæra nýtingu auðlinda og vandaða byggð að leiðarljósi. Stofnunin vinnur í víðtæku samráði við sveitarfélög, önnur stjórnvöld og hagsmunaaðila. Skipulagsstofnun starfar á grundvelli skipu lags ­ laga, laga um skipulag haf­ og strand svæða, laga um mat á umhverfis áhrifum og laga um umhverfismat áætlana og heyrir undir umhverfis­ og auðlinda ráðuneytið. Hjá stofnuninni ríkir góður starfsandi og í boði er góð starfsaðstaða. Nánari upplýsingar má finna á www.skipulag.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Skipulagsstofnun auglýsir eftir sérfræðingum til starfa við fjölbreytt og spennandi verkefni í skipulagsmálum og umhverfismati. Annarsvegar er um að ræða starf sérfræðings í teymi sem sinnir umhverfismati framkvæmda og hinsvegar sérfræðinga í teymi sem sinna skipulagsmálum sveitarfélaga. Leitað er að einstaklingum sem hafa áhuga á að takast á við fjölbreytt verkefni og getu til að leysa verk á eigin spýtur og í samstarfi við aðra. Helstu verkefni • Mat á umhverfisáhrifum. Vinna að ákvörðunum og álitum stofnunarinnar um umhverfismat framkvæmda ásamt leiðbeiningum og ráðgjöf um umhverfismat. • Skipulagsgerð sveitarfélaga. Vinna að leiðbeiningum og ráðgjöf um skipulagsgerð sveitarfélaga og afgreiðslu skipulagstillagna sveitarfélaga. • Ýmis verkefni við stefnumótun, leiðbeiningar og miðlun um skipulagsgerð og umhverfismat. Menntunar- og hæfniskröfur • Meistarapróf sem nýtist í starfi. • Þekking eða reynsla sem nýtist í starfi. • Þekking á opinberri stjórnsýslu. • Hæfni til að hagnýta þekkingu og reynslu í ólíkum verkefnum. • Frumkvæði, skapandi hugsun og metnaður til að ná árangri. • Færni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót. • Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum. • Gott vald á íslensku í ræðu og riti og góð enskukunnátta. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Umsóknarfrestur er til og með 1. júní nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.vinnvinn.is. Umsjón með ráðningarferlinu hafa Auður Bjarna dóttir (audur@vinnvinn.is) og Hildur Jóna Ragnarsdóttir (hildur@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn. Sérfræðingar í skipulagi og umhverfismati Umsjón með starfinu hafa Hilmar G. Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is) og Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn. Reir Verk ehf. er öflugt byggingarfélag sem vinnur að stórum jafnt sem smáum fasteignaverkefnum bæði á útboðsmarkaði sem og í eigin verkefnum. Fyrirtækið hefur á að skipa öflugum starfsmönnum, stjórnendum og tækjabúnaði og getur því tekist á við verkefni af hvaða stærðargráðu sem er. Vegna aukinna umsvifa og spennandi verkefna á höfuðborgarsvæðinu á komandi misserum leitar fyrirtækið af kraftmiklum einstaklingum sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi verkefni og skemmtilegar áskoranir. Vilt þú vera með okkur í krefjandi framkvæmda verkefnum? Nánari upplýsingar um störfin er að finna á: www.vinnvinn.is. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Umsóknarfrestur er til og með 31. maí nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.vinnvinn.is. Reir Verk ehf. leitar að öflugum verkefnastjóra til þess að stýra framkvæmdum. Verkefnastjóri Helstu verkefni: • Fagleg og fjárhagsleg ábyrgð með byggingaframkvæmdum. • Undirbúningur og stjórnun verkefna. • Hönnunarrýni og samræming. • Kostnaðareftirlit, áætlanagerð og eftirfylgni. • Umsjón, stjórnun og eftirlit framkvæmda. • Framkvæmd áfangaúttekta. • Skráning í gæðastjórnunarkerfi. • Samskipti við leyfisveitendur, eftirlitsaðila mannvirkis, hönnuði og iðnmeistara auk annara sem að verkinu koma. Reir Verk ehf. leitar að öflugum verkstjóra til þess að hafa umsjón með framkvæmdum. Verkstjóri Helstu verkefni: • Almenn verkstjórn verkefna. • Gerð og eftirfylgni kostnaðar-, hönnunar og verkáætlana. • Samningagerð við verkkaupa, birgja og undirverktaka. • Rekstur gæða- og öryggismála í verkefnum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.