Fréttablaðið - 22.05.2021, Page 44

Fréttablaðið - 22.05.2021, Page 44
Vegna aukinna verkefna viljum við fá fleira gott fólk til liðs við okkar öfluga hóp burðarvirkjahönnuða. Starfið felur í sér burðarvirkjahönnun í verkefnum tengdum margskonar mannvirkjum s.s. opinberum byggingum, skólabyggingum, íþróttahúsum, flugstöðvarbyggingum, virkjunum, samgöngu- mannvirkjum, iðnaðarhúsum og verslunum. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólapróf í byggingarverkfræði eða byggingar- tæknifræði með sérþekkingu í hönnun burðarvirkja • Reynsla af hönnun burðarvirkja • Þekking á BIM-aðferðafærðinni og notkun líkana við hönnun er kostur • Reynsla í notkun hönnunar- og teikniforrita, t.d. Revit og Tekla • Gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli • Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar, metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í starfi Nánari upplýsingar veita: Elín Greta Stefánsdóttir mannauðsstjóri, egs@verkis.is Áslaug Ósk Alfreðsdóttir, sérfræðingur í mannauðs- málum, aoa@verkis.is Umsóknarfrestur er til og með 31. maí. Sótt er um á umsokn.verkis.is Hjá Verkís starfa yfir 300 manns að fjölbreyttum verkefnum á Íslandi og erlendis. Starfsfólkið hjá Verkís myndar sterka liðsheild sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu og getur tekist á við krefjandi verkefni. Við leggjum okkur fram við að tryggja starfsfólki okkar góðan og eftirsóknarverðan vinnustað þar sem hver og einn nær að nýta hæfileika sína og þekkingu sem best. VIÐ ERUM STERK LIÐSHEILD Burðarvirkjahönnuður Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra í fullt starf. Framkvæmdastjóri sinnir margvíslegum verkefnum í umboði forstöðumanns, m.a. annast hann daglegan rekstur Tilraunastöðvarinnar, sér um aðföng, skrifstofu- og starfsmannahald, vinnur að gerð fjárlagatillagna og framkvæmd fjárhagsáætlana og hefur eftirlit með fjárreiðum stofnunarinnar. Einnig hefur hann umsjón með viðhaldsverkefnum og öðrum framkvæmdum. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er háskólastofnun sem tengist læknadeild en hefur sérstaka stjórn og sjálfstæðan fjárhag. Starfsemin er fjölþætt og aðferðum margra fræðigreina er beitt í rannsóknum og þjónustu. Upplýsingar um hlutverk og starfsemi Keldna er að finna á www.keldur.is. Hlutverkið er tilgreint með lögum nr. 67/1990 og lögum nr. 50/1986. Umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2021. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Ingvarsson – siguring@hi.is – 585 5123. Sótt er um starfið á starfatorg.is. Hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Reynsla af fjármálaverkefnum og rekstri, þar á meðal áætlanagerð • Leiðtogahæfni og stjórnunarreynsla, reynsla í stefnumótun og framfylgd stefnu • Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði. Þekking á fjárhags- og mannauðsupplýsingakerfum er kostur • Geta til að tjá sig í ræðu og riti bæði á íslensku og ensku • Reynsla af störfum í akademísku- og rannsóknamiðuðu umhverfi er æskileg • Reynsla af verklegum framkvæmdum er kostur • Góð samstarfshæfni og rík þjónustulund FRAMKVÆMDASTJÓRI AÐ KELDUM Mennta- og menningarmálaráðuneyti leitar hér með eftir tilnefningum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka um fulltrúa í Æskulýðsráð fyrir tímabilið 1. júlí 2021 - 31. desember 2022 sbr. reglugerð nr. 1088/2007 um skipan fulltrúa í Æskulýðsráð. Tilnefna skal konu og karl til setu í Æskulýðsráði til tveggja ára. Í tilnefningunni skal koma fram vilji tilnefndra einstaklinga til að taka að sér setu í Æskulýðsráði. Með tilnefningu skal fylgja yfirlit yfir reynslu og þekkingu tilnefndra á starfi æskulýðsfélaga eða æskulýðssamtaka og yfirlýsing um að viðkomandi uppfylli ákvæði 10. gr. æskulýðslaga nr. 70/2007. Tilnefningar þurfa að berast mennta- og menningarmálaráðuneyti Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík, í síðasta lagi 14. júní 2021 á netfangið mrn@mrn.is Tilnefning í Æskulýðsráð 14 ATVINNUBLAÐIÐ 22. maí 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.