Fréttablaðið - 22.05.2021, Side 66
Okkar ástkæra
Ásta Garðarsdóttir
frá Fáskrúðsfirði,
lést á Grund fimmtudaginn 6. maí.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju,
föstudaginn 28. maí klukkan 13.00.
Jóhanna Jakobsdóttir Dennis Magditch
Björg Jakobsdóttir Ómar Eyfjörð Friðriksson
Hjörleifur Jakobsson Hjördís Ásberg
Herdís Jakobsdóttir Guðmundur Ingi Guðmundsson
Hjördís Þóra Hólm Þór Wium
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður, faðir,
tengdafaðir og afi okkar,
Einar Björgvin Kristinsson
Strikinu 2,
Garðabæ,
lést á Hjartadeild Landspítalans 11. maí sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna. Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug.
Steinunn Sigþórsdóttir
Auður Einarsdóttir Ásbjörn Gíslason
Einar Snær Ásbjörnsson Katrín Káradóttir
Andri Steinn Ásbjörnsson Viktor Orri Ásbjörnsson
Ásdís Eva Ásbjörnsdóttir
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir Einarsson Jóhanna Eiríksdóttir
síðan 1996
Símar allan sólarhringinn:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og
ræðum skipulag útfarar ef óskað er
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri
Guðmundur Baldvinsson útfararstjóri Jón G. Bjarnason útfararstjóri
Ástkær móðir okkar ,
tengdamóðir og amma,
Erla Hannesdóttir
Hofteigi 23,
lést laugardaginn 15. maí á
Landspítalanum. Útför fer fram frá
Laugarneskirkju 25. maí klukkan 13.
Útförinni verður streymt á vefslóðinni: bit.ly/ErlaH
Jarðsetning verður í Reykholti í Borgarfirði
miðvikudaginn 26. maí kl. 11.
Jóhannes Jóhannesson
Lárus Jóhannesson Glenda Jóhannesson
Hákon og Freya
Sveinn Óttar og Birta Rós
Jóhannes A. og Stefán C.
Okkar ástkæri
Arnþór Ingólfsson
fv. yfirlögregluþjónn
og kirkjuvörður,
lést á Hrafnistu,
Hraunvangi í Hafnarfirði, þann 16. maí.
Útför auglýst síðar.
Kristín Snæfells Arnþórsdóttir
Sigurgeir Arnþórsson Ásdís Gígja Halldórsdóttir
Friðbjörg Arnþórsdóttir Guðmundur Þór
Sigurbjörnsson
Margrét Arnþórsdóttir
Elín Inga Arnþórsdóttir
og fjölskyldur þeirra.
Í galleríinu Ramskram á Njáls-
götu 49 opnaði Einar Sebastian
ljósmyndari sýningu um liðna
helgi. Hann nefnir hana Images of
2 Lives. Hún snýst um tvær mis-
langar ævir.
gun@frettabladid.is
„Útgangspunktur sýningarinnar eru
tvær sjálfsmyndir og mynd af æsku-
vini mínum. Mín lína táknar lífið og
kraftinn af því ég er hér enn. Á móti
eru sorgin og endalokin – ef það eru
þá endalok,“ segir Einar Sebastian ljós-
myndari, þar sem hann stendur framan
við tvær myndaseríur á einum vegg í
galleríinu Ram skram við Njálsgötu 49.
Önnur serían tengist lífi hans sjálfs, en
hin alltof skammri ævi æskuvinarins
Björns Björnssonar sem lést úr alnæmi
í árslok 1994, skömmu áður en lyf við
sjúkdómnum kom á markað.
Einar kallar sýninguna Images of 2
Lives. Hann kveðst hafa tekið aðra sjálfs-
myndina stuttu eftir að Björn dó, með
það í huga að þeir gætu verið saman á
sýningu. „Nú er það orðið að veruleika,
27 árum síðar,“ bendir hann á. Fyrst
leiðir hann mig gegnum myndirnar
sem tengjast lífi Björns og hér stikla ég
á stóru. Skólavörðustígur blasir við, þar
var æskuheimili hans, Bjarg. „Rokkskór
með þykkum hælum frá unglingsár-
unum eru sterkir í minningunni, síðan
var hann einn af strákunum á Borginni,“
segir Einar. Umbúðir lyfsins sem kom
aðeins of seint til að bjarga lífi Björns eru
á einni myndinni og á annarri kirkju-
garður, sem merkir að hann er ekki
lengur á meðal vor.
Varð að eiga með kaffinu
Skólabrú 2 er í forgrunni á fyrstu mynd-
inni í seríu Einars. „Þetta er afa- og
ömmuhús,“ útskýrir hann og bætir við
brosandi: „Amma fékk alla þrjá syni sína
í kaffi tvisvar á dag, tveir þeirra unnu í
húsinu og sá þriðji á Alþingi, það var
pabbi!“
Sá heimur sem Einari hefur þótt
skemmtilegast að mynda, að eigin sögn,
er leikhúsið og ballettinn. Á sýningunni
er portrett af dansara í Skapanornunum
eftir Auði Bjarnadóttur. Hann kveðst líta
á það sem andlit Íslands og á sama hátt
tengir hann aðra stúlkumynd ásjónu
Asíu. Ein mynd er af f lugvelli, enda á
Einar sterka tengingu við flug og kveðst
víða hafa þvælst á eigin vél.
„Svo er það mín elskaða Búenos Aíres,“
segir hann og bendir á mynd af torgi,
umkringdu reisulegum byggingum.
„Ég bjó við þetta torg í heilt ár á hóteli
áður en ég keypti mér íbúð í nágrenn-
inu,“ segir hann og dylur ekki þrá sína
eftir borginni sem hann hefur búið í
árum saman. „Búenos Aíres kallar á
mig, gerði það sérstaklega í kuldanum
í vetur, veirunnar vegna er ég þó örugg-
ari hér. En þegar maður er orðinn vanur
stórborg finnst manni samt Reykjavík
ósköp lítil. Þær eru eins og stóra sviðið
og litla sviðið!“
Eina ljósmyndagalleríið
Einar kveðst afar ánægður með sýn-
ingarrýmið í Ramskram. „Þetta gall-
erí hennar Báru Kristinsdóttur er eina
galleríið á Íslandi sem fókuserar á ljós-
myndun og myndlist tengda henni. Það
er yndislegt,“ segir hann og tekur fram
að sýningin hans standi til 6. júní og sé
sölusýning. n
Eru loksins saman á sýningu
Til vinar
Götuljósin tindruðu
einmana í nóttinni.
Þú sem varst
fordæmdur og
kross þinn
barst.
Þeir biðu eftir
þér
á hæðinni
og negldu þig
upp.
Þú sagðir ekkert.
ES.
Einar Sebastian og myndirnar tvær sem eru útgangspunktur sýningar hans, Images of 2 Lives. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
TÍMAMÓT 22. maí 2021 LAUGARDAGUR