Fréttablaðið - 22.05.2021, Síða 84
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is,
Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson
jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056:
Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
n Lífið í
vikunni
16.05.21
22.05.21
Vondar fréttir
Daði Freyr, Gagnamagnið og
þjóðin öll fengu vondar fréttir
snemma á miðvikudag þegar
Jóhann Sigurður Jóhannsson
greindist með Covid-19 og ljóst
varð að hópurinn gæti ekki flutt 10
years á sviðinu í Rotterdam.
Öll fyrir einn
Í kjölfar smitfregnarinnar voru þau
boð látin út ganga að í keppninni
yrði notast við upptöku af seinni
æfingu hópsins. Þá kom fram að
Gagnamagnið hefði einungis viljað
koma fram allt saman og alls ekki
viljað skilja neinn eftir utan sviðs.
Pressan heillast
Þótt Gagnamagnið hafi eiginlega
ekki komið á dómararennslið á
miðvikudagskvöld má segja að
þeim hafi þó tekist að sjá og sigra,
þar sem blaðamenn sem fylgdust
með rennslinu töldu þau vera best.
Ísland hlaut 68 stig hjá pressunni.
Einn kátur í höllinni
Á fimmtudaginn upplýsti glað-
hlakkalegur Gísli Marteinn á
Instagram að hann yrði í stuði og
myndi lýsa keppninni beint frá
Ahoy-höllinni en ekki hótelher-
bergi, enda laus úr sóttkví eftir að
hafa staðist Covid-próf í Hollandi.
Laufey Helga, ritari FÁSES,
telur alls ekki útilokað að
Daði og Gagnamagnið geti
haft sigur í Eurovision með
myndbandsupptöku og er
alveg örugg um að Ísland
verði meðal þeirra fimm
efstu. Hún segir stuðið í
keppninni ekki hafa verið
jafn mikið síðan hún var
haldin í Bakú 2012.
thorarinn@frettabladid.is
„Það kom ekkert á óvart og við
vorum alveg örugg með það,“ segir
Laufey Helga Guðmundsdóttir, rit-
ari Félags áhugafólks um Söngva-
keppni evrópskra sjónvarpsstöðva,
FÁSES, sem efaðist aldrei um að
Daði og Gagnamagnið myndu kom-
ast áfram í aðalkeppnina í kvöld.
Hún er ekki síður bjartsýn fyrir
keppnina í kvöld enda hafi reynsl-
an af fimmtudagskvöldinu sýnt og
sannað að það muni ekki standa
Gagnamagninu fyrir þrifum að geta
ekki f lutt lagið 10 years í beinni af
sviðinu í Rotterdam.
Þurfum engin samúðarstig
„Ég held alls ekki að við töpum á
þessu. Mér fannst upptakan koma
rosalega vel út á fimmtudaginn.
Sérstaklega vegna þess að hinir
almennu sjónvarpsáhorfendur,
þessar 200 milljónir, munu aldrei
taka eftir því að Daði og Gagna-
magnið eru ekki á staðnum.“
Laufey segist þó að sjálfsögðu
finna til með Gagnamagninu sem
er búið að vinna hart að því, af öllu
hjarta, í tvö ár, að komast á sviðið en
missa nú af því að „fá þessa ást og
finna þennan kærleik“ sem streymi
frá áhorfendum þegar lögin eru flutt
uppi á sviðinu.
„En ég held að þetta komi ekki að
sök í keppninni. Einhverjir eru að
tala um að við fáum einhver samúð-
arstig og ég segi bara: Heyrðu vinur,
við þurfum þau bara ekki rassgat.“
Daða faktorinn
Laufey segist aðspurð hafa raun-
verulega trú á því að Daði og Gagna-
magnið geti staðið uppi sem sigur-
vegarar. „Ég trúi því innst í hjarta
mínu að við eigum séns af því að við
eigum alltaf séns. Miði er möguleiki
og við erum í úrslitum núna.
En spámiðillinn í mér myndi
kannski segja að það væri raun-
hæfara að við verðum í topp fimm.
Við erum með alveg frábært lag sem
sker sig mjög mikið úr og á sam-
félagsmiðlum er fólk mjög mikið að
tala um þennan óútskýrða x-faktor
sem Daði og Gagnamagnið hafa.
The Daði factor. Bara: Je ne sais quoi,
sko. Þarna er bara einhver gríðar-
legur Eurovision-sjarmi.“
Grenjaði í viku
Laufey er löngu orðin vön því að
taka sér í það minnsta tveggja vikna
frí í maí og elta fulltrúa Íslands á
keppnisstaði en þetta er annað árið
í röð sem hún fer hvorki lönd né
strönd vegna heimsfaraldursins.
„Þetta er orðið bara mjög þreytt,
skal ég segja þér. Eurovision brást
náttúrlega bara í fyrra þegar
keppninni var af lýst. Ég held ég
hafi grenjað samfleytt í heila viku,
ég skal bara viðurkenna það,“ segir
Laufey, sem hefur þangað til núna
ekki misst úr keppni frá 2012.
„Maður saknar aðallega erlendu
Eurovision-fjölskyldunnar og bara
andrúmsloftsins sem er alltaf í þeim
borgum sem halda Eurovision. Það
er alltaf stuð og stemning. Bara
alltaf.
Það er mjög skrítið að vera heima
á Íslandi þegar það er Eurovision
en við erum bara búin að vera að
gera það besta úr þessu,“ segir hún
um Eurovision-gleðina sem hún og
félagar hennar í FÁSES hafa haldið
gangandi alla vikuna á Kex.
„Við erum búin að standa fyrir
heljarinnar mikilli dagskrá á Kex
og erum bara að reyna að gera það
sem við getum til þess að þessi Euro-
vision-tími verði svona sem eðli-
legastur.“
Gleðin í hámarki
Laufey segir tæra Eurovision-
gleðina vera við völd, þrátt fyrir
áföll, stór og smá, og að hún sé
föst í Reykjavík þegar keppnin er í
Rotter dam. „Að sjálfsögðu. Gleðin
er sko alveg í hámarki, trúðu mér.
Og maður er auðvitað voða glaður
yfir því að við munum þó hafa lög
til að kjósa um í kvöld og við fáum
sigurvegara og það verður geggjað.
Þetta verður alveg frábær keppni
í kvöld. Maður hefur ekki séð svona
mikla stuðkeppni bara síðan 2012 í
Bakú,“ segir Laufey um keppnina í
Aserbaísjan þar sem Gréta Salóme
og Jónsi sungu Never Forget fyrir
Íslands hönd og Loreen skilaði
Svíum sigrinum með Euphoria.
„Þeirrar keppni er minnst sem
mikillar stuðkeppni enda mikið af
hressum lögum, margt „over the
top“ og mikið að gerast á sviðinu.
Þetta er þannig keppni og það er
varla pissupásu að finna í þessari
rásröð í kvöld.“ n
Mesta stuðið síðan 2012
„Klukkan 19
verða allir
tilbúnir með
sín stigablöð
og það verður
svaka fjör,” segir
Laufey Helga
um kvöldið í
kvöld, þegar
spennan hjá
hennar fólki
nær hámarki
eftir stanslaust
stuð á Kex alla
vikuna.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Einhverjir eru að tala
um að við fáum ein-
hver samúðarstig og ég
segi bara: Heyrðu
vinur, við þurfum þau
bara ekki rassgat.
Laufey Helga
Guðmunds-
dóttir.
48 Lífið 22. maí 2021 LAUGARDAGUR