Fréttablaðið - 27.05.2021, Síða 1

Fréttablaðið - 27.05.2021, Síða 1
20ÁRA1 0 3 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 2 7 . M A Í 2 0 2 1 f r e t t a b l a d i d . i sf r e t t a b l a d i d . i s bestar núna! Mmm ... Melónur Krónanmælir með! Mikill munur er fjölda grein- inga hjá íslenskum börnum miðað við 30 Evrópulönd. Nemendum með sérþarfir fjölgar ár frá ári. Heilsu fram- haldsskólanema hrakar ört. benediktboas@frettabladid.is SKÓLAMÁL Alls eru 16,3 prósent grunnskólanemenda á Íslandi með formlegar greiningar í samanburði við aðeins 4,44 prósent að meðaltali í 30 Evrópulöndum. Þetta kemur fram í svari Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráð- herra við fyrirspurn frá Ólafi Ísleifssyni, þingmanni Miðflokks, um námsárangur pilta og stúlkna í skólakerfinu. Nemendum með sérþarfir, hvort sem það er í leik- eða grunnskóla, hefur fjölgað mikið samkvæmt svari ráðherra. Árið 2010 voru um 1.200 börn í leikskóla sem nutu sér- staks stuðnings en þau voru yfir tvö þúsund árið 2019. Haraldur F. Gíslason,  formaður Félags leikskólakennara, hefur ekki skýringar á fjölguninni á reiðum höndum, en segir að hún sé sjálfsagt víðtæk og hafi marga anga. Í grunnskóla er fjölgunin einnig mikil. Fór úr tæpum fimm þúsund nemum í sjö þúsund á rúmum áratug. Stuðningur við nemendur byggist á athugunum, greiningu og ráðgjöf starfsfólks skóla og skóla- þjónustu sveitarfélaga og annarra fagaðila sem koma að málefnum viðkomandi nemenda. Lilja tiltekur fjölmargar rann- sóknir í svarinu. Meðal annars kemur fram að íslenskum grunn- skólanemum líði almennt vel í skól- anum. Þó séu bæði þau sem eru ger- endur og þolendur í eineltismálum sem helst hugsa um að svipta sig lífi. Þeir sem leggja aðra í einelti hugsa einnig meira um að fremja sjálfsvíg heldur en fórnarlömb þeirra, sam- kvæmt alþjóðlegri könnun HBSC um heilsu og lífskjör grunnskóla- nemenda. Rannsóknin Ungt fólk 2020, sem fjallaði um hagi og líðan framhalds- skólanema, sýnir að andlegri líðan nemenda í framhaldsskólum hefur hrakað verulega á liðnum árum, einkum líðan stúlkna. Árin 2004–2010 töldu 76 til 78 prósent nemenda í framhaldsskóla andlega heilsu sína góða, en aðeins voru 46 prósent sem töldu slíkt hið sama á síðasta ári. Fyrir Alþingi liggur nú þings- ályktunartillaga um menntastefnu til ársins 2030. Í svari Lilju segir að í henni sé lögð áhersla á snemm- bæran stuðning og forvarnir sem fela í sér að gripið sé til aðgerða annaðhvort snemma í lífi barns eða um leið og upp koma aðstæður þar sem ljóst er að nemandi þarfnast stuðnings af einhverju tagi. Stuðn- ingurinn getur beinst að nemand- anum sjálfum eða umhverfi hans. n Grunnskólabörn hér fjórfalt oftar með greiningar Ár Alls Drengir Stúlkur 2010 1232 834 398 2015 1979 1304 675 2019 2011 1309 702 Ár Alls Drengir Stúlkur 2010 -2011 5378 3291 2087 2015 - 2016 5461 3418 2043 2018 - 2019 6917 4205 2712 ✿ Börn í leikskólum sem nutu sérstaks stuðnings 2010–2019 ✿ Grunnskólanemendur sem nutu sérkennslu eða stuðnings 2010–2019 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Það ríkti mikil gleði í Hörpu í gær þegar brautskráning nemenda ú Tækniskólanum fór þar fram. Vegna gildandi sótt- varnareglna voru haldnar tvær athafnir, önnur klukkan 14 og hin klukkan 17 . Hver nemandi fékk að bjóða með sér tveimur gestum á athöfnina. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR adalheiður@frettabladid.is DÓMSMÁL Tryggingafélagið Sjóvá- Almennar ber bótaskyldu vegna tjóns á tveimur lögreglubílum í aðgerðum lögreglu í júní 2018. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykja- víkur. R ík islögreglustjóri telur að tryggingafélög eigi að bæta tjón á lögreglubílum, vegna eftirfarar og stöðvunar ökumanna sem ekki hlýða fyrirmælum lögreglu, úr ábyrgðartryggingu ökumanns sem eltur er. Tryggingafélög hafa hafnað bótaábyrgð, því að lögreglan hafi valdið tjóni af ásetningi. Tjónið á lögreglubílunum í umræddu máli  varð er lögreglan freistaði þess að stöðva för öku- manns sem ók á allt að 140 kíló- metra hraða og var sekur um fjölda annarra umferðarlagabrota. Bílnum sem veitt var eftirför var ekið beint inn í hliðina á lögreglubíl sem lagt hafði verið á veginn. n SJÁ SÍÐU 4 Bæti tjón eftir eftirför

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.