Fréttablaðið - 27.05.2021, Side 2
Gulir dagar í Reykjavík
Mazdack Rassi og Mark Burnett við Vogafjós í Mývatnssveit. MYND/INSTAGRAM
Söngvari Dimmu og leiðsögu-
maðurinn Stefán Jakobsson
fór með hóp af stórstjörnum
ofan í Lofthelli í Mývatns-
sveit. Á morgun stígur Stefán
loks aftur á svið í Bæjarbíói og
segist varla geta beðið.
benediktboas@frettabladid.is
FERÐAÞJÓNUSTA „Ég kann betur við
að fara á bíl upp í helli því þá getur
maður kynnst hópnum betur áður
en maður fer ofan í hellinn. Það er
lítið hægt að ræða saman um borð
í þyrlu,“ segir Stefán Jakobsson,
söngvari þungarokkshljómsveitar-
innar Dimmu og leiðsögumaður í
Mývatnssveit.
Stefán fór með hóp af stórstjörn-
um ofan í Lofthelli. Þar voru á ferð
Orlando Bloom, sem lék meðal ann-
ars Legolas í Hringadróttinssögu,
Mark Burnett, sem er hugmynda-
smiður að flestum bestu sjónvarps-
þáttum síðari ára, Mazdack Rassi,
eigandi Milk Studios, og snjóbretta-
kappinn Trevor Jacob.
Lofthellir er 3.500 ára hraun-
hellir í óbyggðum Mývatnssveitar.
Fór hópurinn þangað með þyrlu frá
Vogafjósi. Samkvæmt Instagram-
reikningi stjarnanna skemmtu þeir
sér vel.
Stefán hefur verið leiðsögu-
maður lengi og farið með margar
stórstjörnur ofan í Lofthelli, sem er
ísilagður allt árið um kring. Daginn
eftir að Hollywood-stjörnurnar
kvöddu fór hann með 10. bekk Odd-
eyrarskóla ofan í hellinn.
„Ég er öllu vanur í þessu. Einu
sinni var ég að hita upp fyrir Slash
með fulla Laugardalshöll að kyrja
með mér í söng en daginn eftir var
ég að spila á jólakökuhlaðborði eldri
borgara í Þingeyjarsveit. Þetta eru
öðruvísi verkefni en bæði skemmti-
leg,“ segir Stefán.
Talandi um þungarokk þá mun
Stefán stíga loks aftur á svið með
Dimmu á morgun og halda tónleika
í Bæjarbíói. Dimma gaf út plötuna
Þögn fyrir skömmu og blæs loks í
rokklúðurinn fyrir áhorfendur.
„Þetta er skrýtin tilfinning sem
kraumar í maganum. Það er eigin-
lega eins og ég sé að fara að gera eitt-
hvað ólöglegt,“ segir Stefán og hlær.
Söngvarinn hefur nýtt Covid-tím-
ann til að gera upp bílskúrinn sinn
í Mývatnssveit og hugmynd fæddist
þegar Menningarfélag Akureyrar
var í óvissuferð um sveitina.
„Þau voru að fara í Jarðböðin en
vantaði smá uppfyllingu þannig
að ég blés í tónleika heima í skúr
sem heppnuðust vel. Svo vel að
ég er byrjaður að vinna að því að
hafa tónleika þar einu sinni í viku
í sumar.
Ef fólk er á ferðalagi hér í sveitinni
og vill kíkja á tónleika, þá er það í
boði, enda er þá afskaplega stutt í
vinnuna,“ segir Stefán. ■
Sýndi Hollywood-stjörnum
ofan í undraheim Lofthellis
Þetta er skrýtin tilfinn-
ing sem kraumar í
maganum. Það er
eiginlega eins og ég sé
að fara að gera eitthvað
ólöglegt.
Stefán Jakobs-
son, söngvari
Dimmu og leið-
sögumaður.
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
verður haldinn í húsnæði félagsins að Háaleitisbraut
13, fimmtudaginn 3. júní kl. 17,00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
í samræmi við 4. gr. í skipulagsskrá
Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.
Stjórnin
Sólin skín glatt þessa dagana á landsmenn og því kannski viðeigandi að í Austurstræti voru vaskir kappar að hengja línu með gulum veifum yfir götuna. Þótt
áfram verði sólríkt í dag mun sú gula hverfa sjónum á suðvesturhorninu á morgun og vætutíð taka við um helgina – ef marka má Veðurstofu Íslands.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
gar@frettabladid.is
SKIPULAGSMÁL Bæjarstjórn Kópa-
vogs hefur samþykkt að breyta
skipulagi fyrir miðbæjarsvæði
Hamraborgar.
Fram kemur í fundargerð bæjar-
stjórnar að gert sé ráð fyrir niðurrifi
þriggja bygginga fyrir atvinnuhús-
næði sem alls sé 5.300 fermetrar á
mest fjórum hæðum og byggja í
staðinn nýtt húsnæði á allt að tólf
hæðum. Á svæðinu verði allt að 270 íbúðir
ásamt verslun og þjónustu. Áætlað
sé að byggingarnar verði alls 18
þúsund fermetrar.
Margir hafa barist hart gegn
breytingunni, meðal annars á
Facebook-síðunni Vinir Hamra-
borgar. „Verktakamenning Kópa-
vogs hefur enn og aftur lagt íbúa
þessa bæjar að velli,“ segir á síðunni
um nýja skipulagið. ■
Umdeilt miðbæjarskipulag samþykkt
Í Fannborg. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Gert er ráð fyrir allt að
270 nýjum íbúðum í
miðbæ Kópavogs.
gar@frettabladid.is
KALIFORNÍA Að minnsta kosti átta
létust í árás byssumanns við létt-
lestarstöð í San Jose í Kaliforníu í
gær. Haft var eftir lögreglu að byssu-
maðurinn hefði stytt sér aldur eftir
ódæðið. Margir eru sagðir særðir.
Fram kom í fjölmiðlum vestan
hafs að árásarmaðurinn hafi verið
57 ára starfsmaður samgönguyfir-
valda í Santa Clara dal. Hann lét til
skarar skríða er verið var að opna
léttlestakerfið að morgni dags.
Ráðamenn í Bandaríkjunum,
þar á meðal Joe Biden forseti, voru
í gær upplýstir um atburðarásina í
San Jose. „Heimavarnaráðuneytið
stendur á hverjum degi frammi fyrir
alvarlegum og öflugum ógnunum
við öryggi þjóðarinnar,“ sagði Alej-
andro Mayorkas heimavarnaráð-
herra á blaðamannafundi.
„Þetta er hryllilegur dagur fyrir
borgina okkar,“ sagði Sam Licc-
ardo, borgarstjóri San Joseid. Sagði
hann alla finna til með fjölskyldum
og vinnufélögum þeirra sem létu
lífið. ■
Skaut átta til bana
í Kaliforníu í gær
Sorg ríkir í San Jose. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
2 Fréttir 27. maí 2021 FIMMTUDAGUR