Fréttablaðið - 27.05.2021, Síða 6
Drög að tillögu að matsáætlun um stækkun
Landeldis ehf. í Ölfusi verður til kynningar á
heimasíðu félagsins, landeldi.is, frá og með
27. maí 2021.
Athugasemdarfrestur er tvær vikur og óskast
athugasemdir sendar á info@landeldi.is
Landeldi ehf.
Drög að tillögu að matsáætlun
um stækkun Landeldis ehf. í Ölfusi
Tímapantanir á opticalstudio.is
og í síma 511 5800
SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK
Sjónmælingar
eru okkar fag
Dómaraskortur og tilfærslur
dómara milli embætta hafa
valdið töfum og kostnaði fyrir
málsaðila í skaðabótamáli
fyrrverandi þingmannshjóna
gegn Orkuveitu Húsavíkur.
Stjórnarformaður Orku-
veitunnar segir meðferðina
ekki boðlega en dómstjóri
segir skortinn skýrast af
veikindum.
kristinnhaukur@frettabladid.is
DÓMSMAL Sigurgeir Höskuldsson,
stjórnarformaður Orkuveitu Húsa-
víkur, segir meðferð Héraðsdóms
Norðurlands eystra í kröfumáli
gegn fyrirtækinu ekki boðlega.
Málið hefur tafist mikið, meðal
annars vegna dómaraskorts, og
fyrirtökurnar eru orðnar þrjár á
kostnað málsaðila. „Lögfræðingar
eru ekki ókeypis,“ segir Sigurgeir.
Í júní í fyrra stefndu hjónin Val-
gerður Gunnarsdóttir, fyrrverandi
þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og
Örlygur Hnefill Jónsson, fyrrver-
andi varaþingmaður Samfylkingar,
Orkuveitunni til greiðslu 24,7 millj-
óna króna. Telja þau að ekki hafi
verið heimilt að leggja veitulögn í
gegnum jörð þeirra, Stekkjarholt
í Reykjahverfi, þegar verið var að
tengja saman orkustöðina á Húsa-
vík og Hveravelli árið 1999.
„Við höfum ekki enn gert athuga-
semdir en okkur finnst þetta skrýt-
ið því að málið hefur nú verið tekið
þrisvar fyrir,“ segir Sigurgeir en tafir
málsins voru ræddar á stjórnar-
fundi Orkuveitunnar á fimmtudag.
Kom fram í fundargerð að upp-
haflega hafi málið tafist um hálft ár
vegna dómaraskorts. Þegar dómari
fékkst loks til að taka málið fyrir
hafi hann neitað að skila niður-
stöðunni þar sem hann hafði í
millitíðinni verið færður til í starfi.
Sá dómari sem tók við krafðist ann-
arrar fyrirtöku. Við þá fyrirtöku
var lögmanni hjónanna heimilað
að aðlaga málflutning sinn til sam-
ræmis við athugasemdir lögmanns
Orkuveitunnar í fyrri fyrirtöku
og málinu frestað svo lögmaður
Orkuveitunnar gæti aðlagað vörn
sína til samræmis við nýtt upplegg
stefnanda.
Sigrún Guðmundsdóttir, dóm-
stjóri Héraðsdóms Norðurlands
eystra, viðurkennir að vegna veik-
inda hafi verið dómaraskortur hjá
embættinu. Hún segir að sá dómari
sem upphaflega hafi tekið við mál-
inu hafi ekki verið færður til heldur
óskað eftir f lutningi í annað emb-
ætti. En hann hafi jafnframt verið
dómstjóri áður.
Sigrún segir að þeim dómara hafi
ekki tekist að klára úrskurð um frá-
vísunarkröfu og hún sjálf því tekið
við málinu þann 15. apríl og boðað
til nýs þinghalds 5. maí. „Lögmaður
stefnenda mætti til Akureyrar en
lögmaður Orkuveitunnar nýtti sér
Teams fjarfundabúnað með sam-
þykki dómara. Hann óskaði hins
vegar eftir frestun f lutningsins,“
segir Sigrún. Málinu hafi þá verið
frestað til 20. maí. „Ég reiknaði með
að málf lutningur yrði í gegnum
Teams fjarfundabúnaðinn en báðir
lögmenn mættu til Akureyrar. Mál-
f lutningur fór fram og málið var
tekið til úrskurðar.“
Aðspurð um málskostnaðinn
segir Sigrún að um hann sé fjallað
í lögum um meðferð einkamála.
„Engin lagaheimild er til staðar að
dómstóll greiði málskostnað,“ segir
hún. ■
Dómaraskortur á Akureyri
tafði mál um sex mánuði
Taka hefur þurft málið þrisvar fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra eftir að upphaflegi dómarinn flutti sig um set.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Lögfræðingar eru ekki
ókeypis.
Sigurgeir
Höskuldsson,
stjórnarformað-
ur Orkuveitu
Húsavíkur
thorgrimur@frettabladid.is
SÝRLAND Sýrlendingar gengu í kjör-
klefa í gær til að kjósa sér forseta.
Ólíklegt er þó að mörgum þeirra
hafi fundist kosningavakan spenn-
andi eða óútreiknanleg.
Bashar al-Assad, forseti landsins
frá árinu 2000, gaf kost á sér til síns
fjórða kjörtímabils og þykir svo
gott sem sjálfkjörinn svo lengi sem
hann fýsir að gegna embættinu.
Mótframbjóðendur Assads eru
tveir en hvorugur þeirra þykir
ýkja mikill bógur. Annar þeirra
er fyrrverandi aðstoðarráðherra
í ríkisstjórn landsins, Abdúlla
Sallum Abdúlla, en hinn er Mah-
múd Akmed Marei, leiðtogi lítils
stjórnarandstöðuflokks. Að Assad
undanskildum voru þeir hinir einu
úr hópi 51 umsækjanda sem hlutu
leyfi stjórnlagadómstóls til að gefa
kost á sér til forseta.
Þetta er engu að síður mesta sam-
keppni sem Assad hefur fengið um
forsetastólinn. Árið 2014 hlaut
hann eitt mótframboð og árin 2000
og 2007 var hann einn á kjörseðl-
inum. Í viðtali við kínverska ríkis-
fjölmiðilinn Xinhua sagðist Marei
stoltur af því að vera fyrsti raun-
verulegi stjórnarandstæðingurinn
til þess að keppa um forsetaemb-
ættið.
Ut a nr ík isr áðher r a r Ba nd a-
ríkjanna, Bretlands, Frakklands,
Ítalíu og Þýskalands fordæmdu
kosningarnar í sameiginlegri yfir-
lýsingu, kosningarnar væru hvorki
frjálsar né sanngjarnar. Gagnrýni
þeirra snerist meðal annars um að
kosningarnar væru ekki haldnar
innan rammafyrirkomulags sem
fallist var á í ályktun Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna árið 2015.
Þá var bent á að stór hluti lands-
manna geti ekki greitt atkvæði
þar sem hlutar Sýrlands eru enn
í höndum uppreisnarmanna sem
hafa haldið áfram vopnaðri baráttu
gegn stjórn Assads frá því að borg-
arastyrjöld hófst árið 2011.
„Án þess að þessara atriða sé
gætt geta þessar falskosningar ekki
stuðlað á nokkurn hátt að pólitískri
úrlausn,“ sögðu utanríkisráðherr-
arnir. ■
Assad eygir sjö ár í
viðbót á forsetastóli
Stuðningsfólk Assads kýs utan kjör-
fundar í Moskvu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
birnadrofn@frettabladidi.is
COVID-19 Aldrei hafa fleiri fyrirtæki
hér á landi haft í hyggju að fjölga
starfsfólki á næstu þremur mánuð-
um samkvæmt niðurstöðum nýrrar
könnunar Gallup sem gerð var fyrir
fjármála- og efnahagsráðuneytið.
Þetta kemur fram á vef Stjórnar-
ráðsins.
Fjórðungur þeirra sem svöruðu
könnuninni höfðu þurft að fækka
starfsfólki vegna Covid-19 en nú
hyggst þriðjungur svarenda fjölga
starfsfólki. Í ferðaþjónustu sjá 70 pró-
sent svarenda könnunarinnar fram á
að fjölga starfsfólki á næstu þremur
mánuðum.
Um sextíu prósent fyrirtækja eru
samkvæmt niðurstöðum könnunar-
innar ánægð með efnahagsaðgerðir
stjórnvalda vegna Covid-19 farald-
ursins og yfir helmingur þeirra telur
sig vel í stakk búinn fjárhagslega til
að takast á við næstu mánuði í kjöl-
far faraldursins.
Heldur færri fyrirtæki telja sig
standa frekar eða mjög illa fjár-
hagslega til að glíma við afleiðingar
faraldursins nú en fyrir rúmu ári
síðan. 12,6 prósent fyrirtækja segjast
standa frekar illa og tæp 30 prósent
telja sig hvorki standa vel né illa. Þá
telja 5,8 prósent fyrirtækja sig standa
mjög illa fjárhagslega.
Undanfarna mánuði hafa verið
greiddir út ríf lega 90 milljarðar
vegna úrræða ríkisstjórnarinnar
vegna faraldursins. Um 14,8 millj-
arðar hafa verið greiddir í tekjufalls-
og viðspyrnustyrki, sem ætlað er að
aðstoða rekstraraðila sem orðið hafa
fyrir tekjufalli vegna faraldursins.
Um tveir og hálfur milljarður hefur
verið greiddur í lokunarstyrki og
um 7,5 milljarðar hafa verið endur-
greiddir aukalega af virðisauka-
skatti, mest vegna nýbyggingar og
viðhalds húsnæðis. ■
Meirihluti fyrirtækja ánægður með aðgerðir stjórnvalda
Um 90 milljarðar hafa verið greiddir út vegna úrræða ríkisstjórnarinnar
vegna faraldursins síðustu mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
6 Fréttir 27. maí 2021 FIMMTUDAGUR