Fréttablaðið - 27.05.2021, Side 14

Fréttablaðið - 27.05.2021, Side 14
Skæruliða- deildin hefur stundað ljótan leik en einnig opinberað ótrúlega vitleysis- legan hugs- unarhátt. ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is n Halldór n Frá degi til dags Afleiðingin af þeim hungur- mörkum sem hjúkr- unarheim- ilum er haldið við er í senn augljós og óhjá- kvæmileg.SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS ÍSLENSK HÖNNUN Útskriftar- tilboð SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS ÍSLENSK HÖNNUN Útskriftar- tilboð Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is Húsbóndahollusta getur tekið á sig ýmsar myndir, ekki alltaf fallegar. Þetta opin­berast skýrt í framgöngu svonefndrar skæruliðadeildar Samherja. Þar hefur verið unnið af ákafa og ástríðu í þeim tilgangi að grafa undan þeim sem hafa vakið athygli á hugsanlegum brotum fyrirtækisins. Markmiðið er ekki einungis að gera þessa einstaklinga marklausa, heldur er einnig reynt að lama sjálfstraust þeirra og jafnvel vekja hjá þeim ótta og kvíða. Furðuleg mynd­ bönd sem beinst hafa gegn fréttamanninum Helga Seljan eru dæmi um þetta. Þar verður ekki annað séð en að um beinar ofsóknir sé að ræða. Þótt skæruliðadeildin hafi í störfum sínum haft að meginreglu að tilgangurinn helgi meðalið þá hefur hún ekki náð þeim árangri sem vonir hennar hafa ef laust staðið til. Helgi Seljan hefur aldrei notið meiri virðingar sem fréttamaður en einmitt nú. Sá einstaklingur sem verst hefur farið út úr þessum dómsdagslátum Samherjamanna er einn af þeirra eigin mönnum. Samherjaráðherrann Kristján Þór Júlíusson hrökklast nú úr stjórnmálum, gjörsamlega rúinn trausti, einfaldlega vegna þess að almenn­ ingur hefur sett samasemmerki milli hans og hins illa þokkaða fyrirtækis Samherja. Vissulega dapur­ legur endir á stjórnmálaferli, en sennilega óhjá­ kvæmilegur. Skæruliðadeild Samherja hefur unnið af ákafa en virðist um leið hafa vikið frá sér öllum hugsunum um hvað sé siðlegt, rétt og sanngjarnt. Það er alls ekki góð leið til að lifa lífinu, jafnvel þótt feitur launatékki bíði manns um hver mánaðamót. Sumt er einfaldlega siðlaust og engin laun, hversu há sem þau eru, fá því breytt. Auk þess er alls ekkert merki­ legt að eiga mikla peninga. Um það mætti reyndar skrifa langt mál – en verður ekki gert hér. Skæruliðadeildin hefur stundað ljótan leik en einnig opinberað ótrúlega vitleysislegan hugs­ unarhátt. Dæmi um það eru hugmyndir um að hafa afskipti af formannskosningu í Blaðamanna­ félagi Íslands með því að hafa samband við ritstjóra einkarekinna fjölmiðla og fá þá til að vara sitt fólk við að kjósa starfsmann RÚV. Þessi hugmynd lýsir fullkomnu skilningsleysi á fjölmiðlum og starfi þeirra. Ritstjóri sem færi að tilkynna blaðamönnum sínum hvern þeir ættu að kjósa í kosningu myndi samstundis gjaldfella sjálfan sig svo illilega að þeir myndu aldrei geta metið hann nokkurs eftir það. Ekki var mikið gáfulegra hjá skæruliðadeildinni að hafa fyrir því að f letta upp í pappírum til að athuga hvort verðlaunarithöfundur hér í bæ ætti ekki örugglega dýran bíl svo hægt væri að nota það gegn honum og skammast um leið yfir því að hann hefði svo lengi sem elstu menn muna verið á listamanna­ launum. Því miður fyrir skæruliðadeildina kom í ljós að rithöfundurinn er ekki gefinn fyrir íburð. Það hefðu ýmsir getað sagt skæruliðunum, hefðu þeir haft vit á að spyrja. Sumu þarf ekki að f letta upp. Lítið sem ekkert hefur heyrst frá hinni vinnusömu skæruliðadeild síðustu daga. Stundum þegir fólk vegna þess að það skammast sín. Ekki eru nokkrar líkur á að það eigi við hér. n Skæruliðadeildin Því miður hafa stjórnvöld árum saman hlaðið upp mikilli skuld við rekstur hjúkrunarheimilanna. Lög­ bundinn stuðningur þeirra úr almannatryggingum landsmanna hefur lengi verið skorinn við nögl og að auki er langt í frá að hann hafi fylgt þróun verðlags. Nýlegar launahækkanir og stytting vinnuvikunnar hafa endanlega sett reksturinn út af. Vandann afhjúpaði nýlega birt skýrsla sem verk­ efnisstjórn undir forystu Gylfa Magnússonar vann fyrir heilbrigðisráðuneytið. Daggjöldin sem greidd eru fyrir hvern heimilismann hafa lengi verið of lág – og ekki síst með hliðsjón af því að hjúkrunarheimilin líkjast stöðugt meira héraðssjúkrahúsum eða jafnvel líknardeildum, með tilheyrandi aukningu í þjónustu­ þörf og kostnaði. Krafa stjórnvalda um aðgang að húsnæði margra hjúkrunarheimila – en ekki allra – án eðlilegrar húsaleigu er ótrúleg tímaskekkja. Reikni­ kúnstir að baki hækkunum eða lækkunum á dag­ gjöldum með tilliti til hjúkrunarþyngdar fara á skjön við alla skynsemi og sanngirni. Afleiðingin af þeim hungurmörkum sem hjúkr­ unarheimilum er haldið við er í senn augljós og óhjá­ kvæmileg. Viðhald húsnæðis mætir afgangi, fagleg mönnun er undir viðmiðunum, þjónustustig er undir markmiðum stjórnvalda og áfram mætti lengi telja. Á hverjum degi er gengið á rétt þeirra sem síst skyldi; aldraðra og heilsutæpra heimilismanna sem bágt eiga með að bera hönd fyrir höfuð sér eða standa á rétti sínum. Uppsafnaður vandi er orðinn að stóru fjalli. Í senn þarf að leiðrétta skekkjuna aftur á bak og setja áfram­ haldandi rekstri eðlilegar forsendur. Til síðarnefnda þáttarins þarf að minnsta kosti fjóra milljarða króna á ári – og tvöfalda þá upphæð ef komið verður til móts við allar gæðaviðmiðanir. Sá veruleiki verður ræddur á málþingi Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu í dag klukkan 13.30 sem streymt er á samtok.is. Á meðal þeirra sem taka til máls eru heilbrigðisráð­ herra, varaformaður fjárlaganefndar og formaður vel­ ferðarnefndar. Fróðlegt verður að sjá og heyra hvort stjórnvöld skilji alvöru málsins og geri sér grein fyrir hættunni sem er rétt handan við hornið. n Hættuleg hungurmörk Gísli Páll Pálsson formaður samtaka fyrirtækja í vel- ferðarþjónustu toti@frettabladid.is Litla-Namibía Eins og Namibía leynast gárungarnir víða, meðal annars á Selfossi þar sem þeir hafa sumir búið alla sína tíð. Þeir eru sín á milli byrjaðir að kalla nýja miðbæinn í hjarta Selfoss Litlu­Namibíu. Brandarinn er mátulega gegnsær þeim sem átta sig á að Kristján Vilhelms­ son, útgerðarmaður í Sam­ herja, er meðal stærstu eigenda félaga sem eiga drjúgan hluta fasteigna og lóða sem mynda hinn nýrisna miðbæ í stærsta bæjarkjarna sveitarfélagsins Árborgar. Ekki meðal annars Frelsisflokkurinn ætlar að gefa sér tvo mánuði til þess að kanna, í lokuðum Facebook­hópi, hvort hann telji sig hafa „afl og nægjanlegan hljómgrunn til þess að bjóða fram í kosningun­ um í haust“, eins og formaðurinn Gunnlaugur Ingvarsson orðaði það á Facebook­vegg flokksins um leið og hann minnti á nýja heimasíðu flokksins Frelsisflokkurinn.is. Líklega er á brattann að sækja þar sem flokkurinn fékk 142 atkvæði í borgarstjórnarkosningunum 2018 og var skilinn út undan í netkönnun Bylgjunnar á fylgi flokkanna í liðinni viku, ólíkt Sósíalistum, Frjálslyndum lýð­ ræðisflokki Guðmundar Frank­ líns og svarmöguleikunum Annað og Skila auðu. n SKOÐUN 27. maí 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.