Fréttablaðið - 27.05.2021, Síða 20

Fréttablaðið - 27.05.2021, Síða 20
Sjöfn Þórðardóttir sjofn@ frettabladid.is Kristín Stefáns, sem er alla jafna þekkt undir nafninu Kristín í NoName, hefur ávallt vakið athygli fyrir fatastíl sinn og útgeislun. Hún hefur verið öðrum konum góð fyrirmynd þegar kemur að klæðaburði og förðun. Kristín hugsar út fyrir boxið og horfir á heildarmyndina þegar hún tekur sig til og finnst ómissandi að vera með fylgihluti, eins og frum- legar töskur og falleg hálsmen. Kristín er snyrti- og förðunarmeist- ari að mennt og rekur dekurversl- un á Garðatorgi sem ber heitið NN Studio og selur NoName-snyrti- vörur ásamt fatnaði og gjafavöru. „Ég er ekkert ólík mörgum konum að því leyti að ég hef alltaf haft gaman af fötum og alla tíð hef ég verið dugleg við að endur- nýja fataskápinn reglulega,“ segir Kristín. Þegar við spyrjum hana út í nafnið á dekurverslun hennar, NN Studio, svarar hún að NoName hafi fest við hana síðan hún var með förðunarskólann og vörurnar forðum. „Ég held það verði sett á legsteininn þegar tíminn kemur en mér fannst upplagt að halda í NoName áfram þegar ég ákvað að opna verslunina enda skírskotun í snyrtivörumerkið mitt og fyrir hvað ég stend.“ Hrifin af stórum og víðum fötum Kristín hefur ávallt haft skoðun á því hvernig fötum hún vill klæðast. „Það er engu tauti við mig komið þegar ég vel minn stíl hverju sinni, en ég breyti oft um stíl eftir árstíð- um. Ég er hálfgerð alæta á klæðnað og segi oft að við eigum að klæðast því sem okkur líður vel í, ekki því sem öðrum finnst við flottar í eða hvernig tískan er hverju sinni. Ég er til að mynda voða hrifin af stórum fötum, víðum og þægilegum gollum sem hægt er að borða nóg í án þess að þurfa að vera á innsog- inu og þurfa að hneppa frá, til þess finnst mér alltof gott að borða.“ Hvernig myndir þú lýsa fatastíl Dásamlegt að klæðast fallegu og litríku silki Kristín í einum af uppáhalds- kjólunum sín- um. Hún segist geta notað hann bæði fínt og einnig með gallajakka, enda elskar hún víðar og rúmar flíkur. Taskan, ein af hennar nýjustu, er öll handunnin úr leðri og engar tvær eins hjá hönnuði, ótrú- lega flott, stór og rúmgóð. Kristín á nokkra Angelle Milan kjóla, bæði ein- lita og munstr- aða, þettur eru mjög klæðilegir kjólar sem er hægt að klæða upp eða niður. Kristín er í galla- jakka sem hún elskar og notar hann við allt. „Silki er mitt uppáhald,“ segir Kristín sem elskar silki í litum, björtum og skærum litum. „Svo eina merkjataskan mín frá Marck Jacobs úr leðri, hliðartaska sem ég hef oft í stóru töskunum mínum, tek svo upp þegar ég fer í verslun og vil ekki burðast með ferða- töskuna, mjög hentugt.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI þínum? „Litríkum, þægilegum og mjög fjölbreyttum, er eiginlega alæta á fatnað.“ Ekkert fallegra og dásamlegra en að klæðast silki Þegar kemur að vali á sniðum, er eitthvað sem heillar þig frekar en annað? „Ég elska allar gollur og er veik fyrir kímonó. Bæði síðum, stuttum og helst mjög skrautlegum sem ég nota yfir allt þetta svarta sem ég á í skápnum. Einnig er ég forfallinn aðdáandi silkis og þá í sterkum litum, ekkert er fallegra og svo dásamlegt að klæðast silki. Svo dett ég inn í aðsniðna kjóla af og til, sem sagt alæta á fatnað. Ég er mikil jakkakona, elska bleisera, stutta jakka, síða og jakkapeysur sem hægt er að para saman við allt.“ Áttu þér þína uppáhaldsf lík? „Erfið spurning, en ég held galla- jakkinn minn sem er svo klæði- legur með öllu og leðurjakki sem ég keypti fyrir 20 árum og á enn þá.“ Korsett-toppurinn í rókókóstíl hefði orðið minjagripur Áttu þinn uppáhaldshönnuð? „Engan í dag en í þá gömlu góðu um 1990 var Vivienne Westwood mitt goð. Ég gleymi ekki korsett- toppnum mínum sem var í rókókó- stíl en ég keypti hann í verslun í London og vakti mikla lukku hvert sinn sem ég klæddist honum, sé svo eftir að hafa gefið þá flík, væri minjagripur í dag.“ Það tískuvöru- merki sem heillar Kristínu mest í dag er Angelle Milan. „Angelle Milan er merki sem við flytjum inn og er með eindæmum klæðilegt fyrir konur á öllum aldri, klassískt og klæðilegt.“ Elskar alla liti og finnst litirnir létta lundina Þegar kemur að litavali, fylgir þú tískustraumunum hverju sinni eða áttu þér þína uppáhaldsliti sem þér finnst klæða þig best? „Ég fylgi aldrei persónulega tísku- straumum, er með minn eigin stíl sem er svolítið út um allt og litapall- etta á sterum. Ég elska alla liti, gula, rauða, bláa og að sjálfsögðu íslenska þjóðlitinn, svartan. Það sem litir gera er að létta lundina, við eigum alltaf að fara í eitthvað bjart og litskrúðugt ef við eigum til dæmis slæman dag, viti menn, allt gengur mikið betur.“ Kristín er á því að sumartískan verði fjölbreytt í ár. „Hún er mjög fjölbreytt, sumartískan í ár, mikið um blómamunstur, púfferma- blússur og kjóla. Sjiffon-fatnaður og litríkar buxur sem hægt er að blanda saman við einlita toppa er líklegur til vinsælda.“ Ómissandi að eiga flotta tösku og hálsmen Hvernig myndir þú lýsa skótískunni sem þú heillast helst af? „Þægilega fyrst og fremst, ég elska stígvél og uppáhaldsmerkið mitt er Timberland. Ég er búin að eiga eina í að verða yfir 16 ár, er orðin svolítið leið á gæðunum, langar svo í nýja, en þeir eru bara ennþá eins og nýir.“ Þegar þú velur þér fylgihluti, hvað finnst þér vera ómissandi að eiga í dag? „Flotta tösku, ég hef mikið dálæti á töskum, öðruvísi töskum sem ekki eru fjöldaframleiddar. Ég er ekki mikið fyrir merkjavöru en ef ég myndi fjárfesta í einni, þá yrði það að vera ekta, ekki eftir- líking. Svo fallegt hálsmen, núna á hug minn allan Krákan eftir Láru Björnsdóttur, íslensk hönnun þar sem engin tvö eru eins og allt handgert með ást og alúð, en þær fást eingöngu hjá okkur í NN Studio.“ n Einnig er ég for- fallinn aðdáandi silkis og þá í sterkum litum, ekkert er fallegra og svo dásamlegt að klæðast silki. Svo dett ég inn í aðsniðna kjóla af og til, sem sagt alæta á fatnað. Kristín Stefánsdóttir 4 kynningarblað A L LT 27. maí 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.