Fréttablaðið - 27.05.2021, Side 22
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654,
Það er vinsælt hjá
Íslendingum að
taka bílinn og jafnvel
hjólhýsið með til Dan-
merkur og ferðast þaðan
um Evrópu. Siglingin
tekur tvær nætur yfir
sumartímann og eins og
flestir vita bíður Evrópa
upp á endalausa mögu-
leika.
WWW.SMYRILLINE.IS
norræna.indd 1 19.4.2021 11:06:51
2 kynningarblað 27. maí 2021 FIMMTUDAGURUTANLANDSFERÐIR
Linda Björk Jóhannsdóttir, sölu- og
markaðsráðgjafi farþegadeildar
Smyril Line, segir aðalstarfsemi
fyrirtækisins vera farþega- og
fraktflutninga í Norður-Atlants-
hafi.
„Fyrirtækið var stofnað árið
1982 með það að markmiði að
hefja farþegasiglingar milli Dan-
merkur, Færeyja og Íslands. Félagið
hefur vaxið hratt og í dag starfa
um 600 manns hjá félaginu. Því
auk þess að sigla með farþega og
frakt í Norrænu á fyrirtækið fimm
vöruflutningaskip og tvö hótel,“
segir hún.
„Félagið hóf að sigla með far-
þega til Íslands 1983 og hefur
óslitið síðan flutt farþega til og
frá landinu. Fyrst einungis yfir
hásumartímann en í dag er hægt
að sigla með skipinu allt árið.“
Stórkostlegt útsýni
Linda Björk segir skipið aldrei
hafa verið í betra standi eða með
fleiri afþreyingarvalmöguleika.
„Núverandi Norræna byrjaði að
sigla árið 2003 en í lok árs 2020
voru miklar endurbætur gerðar
á skipinu og í dag er skipið orðið
enn betra skemmtiferðaskip með
miklum afþreyingarmöguleikum.
Að sigla er mikil upplifun og það er
þess vegna sem við segjum að fríið
byrji um borð.“
Ljóst er að úr nógu er að velja.
„Tíminn líður hratt um borð því
auk þess að njóta siglingarinnar
er hægt að nota tímann í að fara í
bíó, skella sér í heita sjóbaðspotta, í
sund, í ræktina eða skoða úrvalið í
flottu tax free-versluninni okkar.“
Gestir geta valið á milli ólíkra
tegunda klefa auk þess sem í
boði er svefnpokapláss fyrir þau
sem kjósa ódýrari ferðamáta. „Í
Norrænu eru 366 herbergi og í
heildina geta 1.580 farþegar siglt
með skipinu. Öll herbergin eru vel
útbúin en einnig er boðið upp á
lúxusherbergi og svítur til að gera
ferðina enn meira spennandi.“
Þá er einnig hægt að velja á milli
nokkurra veitingastaða. „Um borð
eru þrír veitingastaðir og tvö kaffi-
hús. Það er gaman að geta þess að
veitingastaðurinn Munkastovan er
talinn einn af betri veitingastöðum
í danska konungsríkinu. Á efstu
hæð er nýtt veitingahús sem heitir
Laterna Magica og þar er hægt
að njóta lífsins með stórkostlegu
útsýni.“
Vinsælir áfangastaðir
Linda Björk segir Færeyjar njóta
sérstakra vinsælda meðal farþega.
„Við bjóðum upp á skemmtilegar
ferðir til Færeyja sem er okkar
Farþegasiglingar með núverandi Norrænu, eins og hún er gjarnan kölluð, hófust árið 2003. MYND/AÐSEND
Munkastovan er einn þriggja veitingastaða sem gestir geta valið úr um borð í Norrænu.
Það er ógleymanleg upplifun að
gista í Nordic Deluxe klefunum.
vinsælasti áfangastaður þessa
dagana, enda tekur einungis 17
tíma að skella sér til frænda okkar.
Þar getum við, auk lúxussiglingar,
boðið upp á gistingu á hótelunum
okkar, Hótel Brandan og Hótel
Hafnia, en bæði hótelin eru vel
staðsett í Tórshavn,“ segir hún.
„Við bjóðum líka upp á skipu-
lagningu ferða fyrir hópa þar sem
við getum bætt við flottum skoð-
unarferðum og Smyril Line hefur
einnig, í samstarfi við færeyska
flugfélagið Atlantic Airways, boðið
upp á flug og hótelpakka og þar er
ýmislegt spennandi í boði.“
Þá nýta margir landsmenn Nor-
rænu til að ferðast um meginland-
ið. „Það er vinsælt hjá Íslendingum
að taka bílinn og jafnvel hjólhýsið
með til Danmerkur og ferðast
þaðan um Evrópu. Siglingin tekur
tvær nætur yfir sumartímann og
eins og flestir vita býður Evrópa
upp á endalausa möguleika. Í boði
er að aðstoða við gistingar í sumar-
húsum í Danmörku sem er mjög
vinsælt og sérstaklega þá fyrir
fjölskyldur.“
Linda Björk segir sumarið
leggjast ágætlega í starfsfólk fyrir-
tækisins. „Við sjáum mikla aukn-
ingu á bókunum þegar líða tekur
á sumarið. Nú þegar er fjölgun far-
þega til landsins sem eru bólusettir
og svo sjáum við fjöldann allan af
Íslendingum sem nota tækifærið
til að heimsækja færeysku eyjarnar
18 og njóta gífurlegrar gestrisni
frænda okkar.“ n