Fréttablaðið - 27.05.2021, Síða 24

Fréttablaðið - 27.05.2021, Síða 24
Gísli Jafetsson er fararstjóri og skipuleggjandi ferða fyrir eldri borgara. MYND/AÐSEND Þórshöfn í Færeyjum. Íbúar eru höfðingjar heim að sækja, segir Gísli. Ferðaskrifstofa eldri borgara hefur skipulagt sérhann­ aðar ferðir fyrir fólk 60+. Ferðirnar eru til Færeyja, Grænlands og aðventuferðir til Kaupmannahafnar, sem hafa verið mjög vinsælar. Ferðaskrifstofa eldri borgara starf- ar undir hatti Niko ehf. Markmiðið er að bjóða upp á áhugaverðar ferðir á spennandi áfangastaði sem henta vel eldra fólki. Meðal þeirra áfangastaða sem boðið er upp á eru Færeyjar en ein slík ferð var farin í byrjun maí með Norrænu. Mikil ánægja var með ferðina, að sögn Gísla Jafetssonar fararstjóra, en þetta var fyrsta hópferðin á Covid- tímum. „Í ferðinni var farin hring- ferð um Ísland ásamt því að aka um Færeyjar. Ekið var frá Reykjavík norðurleiðina til Seyðisfjarðar þar sem stigið var um borð í Norrænu. Í Þórshöfn var gist á nýju hóteli, Brandan, og var tveggja rétta kvöldverður og skoðunarferðir innifalið í verðinu. Í bakaleiðinni var ekið suðurleiðina til Reykja- víkur. Færeyingar eru höfðingjar heim að sækja,“ segir hann. Næsta ferð verður farin um mánaðamót júní/júlí en í þeirri ferð verður flogið út með Atlantic Airways. Eins og í fyrri ferðinni er næstum allt innifalið og gist verður á sama hótelinu. Þetta verður fimm daga ferð og verður önnur eins ferð farin í ágúst. Mikill áhugi er á þessum ferðum,“ segir Gísli og bætir við að ferðaskrifstofan reyni að sérhæfa þessar ferðir að áhuga, þörfum, ánægju og getu fólks á þessum aldri. Gísli er fólki innan handar alla ferðina sem fararstjóri. Þriðja ferðin verður farin í ágúst og síðan verður önnur ferð með Norrænu í október. „Við gistum alltaf á sama hótelinu en síðan er farið í dags- ferðir. Ef áhuginn verður mikill getum við fjölgað ferðum,“ segir hann. Ferðaskrifstofa eldri borgara býður jafnframt upp á ferðir til Grænlands en mikill áhugi hefur verið á þeim ferðum. Uppselt er í fyrstu ferðina en önnur ferð verður farin í september. „Þetta eru fjögurra daga ferðir sem eru mjög spennandi og greinileg eftirspurn eftir,“ segir Gísli. Loks má nefna hinar geysi- vinsælu aðventuferðir til Kaup- mannahafnar sem margir þekkja enda verið farnar í mörg ár. „Fjórar Færeyjar fyrir eldri borgara aðventuferðir verða farnar að þessu sinni í nóvember og desember. Við erum með á döfinni ferðir til Pét- ursborgar en það er enn óvissa með þær vegna Covid,“ segir Gísli. n Til að nálgast frekari upplýsingar um ferðirnar er hægt að fara inn á heimasíðuna: ferdaskrifstofaeldri- borgara.is. Ferðaskrifstofa eldri borga er með Facebook-síðu. Sömuleiðis er hægt að senda póst á hotel@ hotelbokanir.is eða hringja í síma 783 9300. Bergþór Skúlason, tölvunar­ fræðingur hjá Fjársýslu ríkisins fór með fjölskyld­ unni í ógleymanlega ferð til Alhambra á Suður­Spáni fyrir tuttugu árum. Alla tíð síðan hefur höllin og allt það sem hún stendur fyrir verið Bergþóri ofarlega í huga. johannamaria@frettabladid.is Alhambra er glæsileg höll og virki í Granada í Andalúsíuhéraði á Spáni. Byggingin er þekkt fyrir að vera síðasta valdasetur múslímskrar menningar á Spáni. Upphaflega var um að ræða virki sem var byggt af Rómverjum árið 889. Á 13. öld reis upp úr rústum þess músl- ímsk höll byggð af Mohammed ben Al-Ahmar, af Nasrid Granada furstadæminu. Árið 1333 var höll- inni breytt í konungshöll af Yusuf I., soldáni Granada. Eftir að kristnir menn tóku yfir svæðið 1492 urðu hýbýlin að konunglegum vistar- verum Ferdinands og Ísabellu og var höllunum breytt að hluta til í endurreisnarstíl. Karl I. af Spáni lét svo árið 1526 byggja við höllina nýja endurreisnarhöll í fullkominni andstöðu við andalúsískan Nasrid- arkitektúr. „Ég vinn við rekstur tölvu- kerfa en þar fyrir utan er ég mikill áhugamaður um heimspeki og pólitík. Uppáhaldið mitt er að lesa hugmyndasögu þar sem heimspeki, stjórnmál og vísindi mætast. Það er svo áhugavert að velta fyrir sér hvernig fólkið upplifði veröldina í gamla daga. Hvað var fólk að fást við? Hvernig urðu nútímavísindi til? Saga Alhambra tengist sam- einingu Spánar, landafundunum og gríðarlegum umbrotatímum sem áttu sér stað í sögu Spánar. Ég sá þetta allt fyrir mér þegar ég gekk um þessar fallegu hallir og líka núna þegar ég hugsa til baka, hvernig þetta mætist allt í sögu svæðisins, arkitektúrnum, fólkinu og öllum þessum smáatriðum,“ segir Bergþór. Dagsferð sem enginn sá eftir Fjölskyldan var stödd í sumarfríi í húsi á Torrevieja-svæðinu fyrir tuttugu árum. „Við fórum í dagsferð til Alhambra. Ég kannaðist aðeins við staðinn enda er þetta einn af frægustu stöðum á Spáni. Foreldrar mínir heimsóttu höllina á sínum tíma og voru mjög hrifin. Einnig er ég mikill tónlistaráhugamaður og það er til gullfallegt gítarverk sem nefnist Minningar frá Alhambra. Svo þegar internetið kom gat maður farið að sjá myndir frá staðnum. Frá Torrevieja er um 3-4 klukku- stunda akstur til Alhambra, sem er náttúrulega frekar langt fyrir dags- ferð, en við lögðum þetta á okkur.“ Fjölskyldan sá þó síður en svo eftir þessum langa akstri enda er um að ræða eitt glæsilegasta og einstæð- asta dæmi um íslamska byggingar- list og afríska menningu sem finnst í hinum vestræna heimi. Auðir fletir spegla tóma huga „Fyrir mína parta, það sem ég upplifði þegar ég skoðaði höllina, var ástríðan. Það sem slær mann fyrst eru öll þessi smáatriði, það eru engir auðir fletir í þessum íslamska kúltúr. Við Vesturlandabúar, með okkar mínímalisma og tómu fleti, sem endurspegla fátt annað en tóma huga og dauðar sálir, erum eins og andstæðan við þennan íslamska kúltúr. Þarna eru ótrúlega fín mynstur skorin og hoggin út í veggina. Það er þessi gríðarlega virðing fyrir smáat- riðum. Fegurðin er í smáatriðum en ekki stærðinni. Hallirnar og salirnir í Alhambra eru ekki stór. Þarna er allt lítið og elegant. En þegar við förum aftur í kristna, vestræna menningu þá er ekkert nema risa- stórir salir og geymar. Hönnunin í Alhambra, eins og ég upplifði hana, var að þetta væru vistarverur hannaðar fyrir fólk, það hefur farið vel um fólkið sem bjó þarna. Svo má ekki gleyma samspilinu við nátt- úruna. Það er allt svo opið gagnvart náttúrunni, en náttúran þarna er bæði aðgengileg og þægileg enda hlýtt í veðri og landslagið fallegt,“ segir Bergþór. Miðalda-Trump Alhambra-höllin stendur í miðju þorpi. „Þegar kalífaveldið fer að hrynja á Suður-Spáni og kristna liðið kemur frá Norður-Spáni, kristnir barbarar af verstu gerð; hvað gera þeir þegar þeir ná yfir- höndinni? Jú, þeir byggja hund ljóta höll í miðju þorpinu, eins og til að undirstrika að nú séu komnir nýir yfirmenn. Þetta er rosalega Trump-leg og groddaraleg aðferðafræði. Þarna mætast hinn kristni hroki og músl ímski elegansinn á svo sláandi máta. Þetta er ekki bara ný hugmyndafræði að taka yfir, heldur sýnir þetta svo mikinn hroka, frekju og yfirgang. Músl- ímsk menning hafði verið ráðandi á Suður-Spáni í 800 ár, og kom með márískum þjóðflokkum frá Afríku. Kristnin hefur ekki verið ráðandi á svæðinu nema í 500 ár. Afrísku áhrifin eru sem betur fer ekki alveg horfin af svæðinu því ef vel er að gáð má greina þau víða í menn- ingunni og matnum á svæðinu. Sums staðar hefur þetta blandast afar undarlega og annars staðar aðeins betur. Það má samt ekki gleyma því þegar gengið er um þessar hallir í Alhambra og maður dáist að öllu þessu handverki og lúxus, hvað það hefur farið vel um fólkið, að ástæðan fyrir því að þetta er allt saman til er sú að þetta var allt smíðað og skorið út af þrælum, líkt og nánast allar frægustu byggingar sögunnar. Þegar maður kemur inn á svona staði þá finnur maður bókstaflega fyrir pólitíkinni, bæði þeirri sem var og þeirri sem er í dag og hugur- inn reikar frjáls yfir í listir og jafnvel tilgang lífsins. Það helsta sem við getum kannski lært af þessu er hve mannvænar þessar byggingar eru. Hvernig stendur á því að við á Íslandi sem eigum glás af peningum framleiðum svona ljótar byggingar og persónuleikalausan arkitektúr?“ spyr Bergþór. Töfrar Suður-Spánar „Suður-Spánn er líka gífurlega skemmtilegt svæði og Sierra Nevada-fjallgarðurinn er ótrú- lega fallegt svæði sem gaman er að ferðast um. Þarna er fullt af litlum, heillandi þorpum, og þarna er hægt að drekka lókal vín og borða iberico-skinku í morgunmat, hádegismat og kvöldmat fyrir slikk. Spænsk menning er stór- kostleg og það sem ég ráðlegg fólki sem ætlar til Spánar er að borða fiskinn þeirra. Spánverjar eru nátt- úrulega snillingar í að framreiða saltfisk og ferskan þorsk, en þeir borða líka alls konar fisktegundir sem við á Íslandi þekkjum ekki á okkar matseðlum. Matreiðslan er svo gífurlega skemmtileg og fiskurinn er ótrúlega breytilegur á milli menningarsvæða. Persónu- lega finnst mér að það ætti að banna fólki sem vill bara nautakjöt með bernaisesósu að ferðast,“ segir Bergþór og kímir. n Undir álögum Alhambra Bergþór Skúlason hefur gaman af því að ferðast. Hér er hann staddur í Porto í Portúgal. MYND/AÐSEND. Sagan hreinlega seytlar í gegnum fínlega útskorna blúnduveggina á þessum töfrandi stað. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Hallirnar eru engin risasmíð en smáatriðin eru þeim mun meiri. Hver flötur er fagur- lega skreyttur mynstri, flísum og útskurði og fólki hefur greinilega liðið vel í þessum fallegu vistar- verum. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY 4 kynningarblað 27. maí 2021 FIMMTUDAGURUTANLANDSFERÐIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.