Fréttablaðið - 27.05.2021, Side 26

Fréttablaðið - 27.05.2021, Side 26
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@ frettabladid.is Íslensk fararstjórn Tenerife um jólin Frá 148.900 kr 22.des 14 nætur á mann www.aventura.is Sundagarðar 2 - 104 Reykjavík Sími: 556 2000 Fararstjórinn Þóra Valsteins­ dóttir upplifði sannan Grikk landsgaldur þegar hún varð ástfangin við fyrstu sýn. Hún hefur sýnt íslensk­ um ferðalöngum heiminn í þrjátíu ár og segir að fegurð Grikklands sé engri lík. „Íslendingar eru góðir gestir, hvert sem þeir fara, og þeir eru elskaðir í Grikklandi. Þeir kunna að njóta lífsins og þess að ferðast, vilja borða vel, fara út og fá sér vínglas eða kaffi og horfa á mannlífið, og þeim finnst gaman að fara í skoðunarferðir og læra um löndin sem þeir heimsækja. Þeir kaupa kort og bækur um löndin og vilja virkilega njóta þess sem landið hefur að bjóða. Þegar ég kem með rútu af Íslendingum er ég oftar en ekki spurð af eigendum gisti- og veitingastaða hvaða fólk þetta sé eiginlega, því þeir eru bit yfir elsku- legheitunum, lífsgleðinni og kurt- eisinni sem fylgir Íslendingum. Þá horfa þeir ekki heldur eins mikið í budduna og margt annað ferðafólk og skilja eftir gjaldeyri í ferða- landinu, sem er mikilvægt,“ segir Þóra Valsteinsdóttir fararstjóri, sem fylgt hefur Íslendingum um heimsbyggðina í hartnær þrjátíu ár og tók árum saman á móti íslensku ferðafólki á grísku eyjunni Krít. „Þegar Íslendingar hættu að koma með vikulegu leiguflugi til Krítar urðu Krítverjar hrein- lega sorgmæddir og miður sín. Þeir elskuðu Íslendinga, sem eru sannarlega góð meðmæli fyrir íslenska ferðalanga.“ Ást við fyrstu sýn Þóra fann ástina á götuhorni í Aþenu þegar hún var 21 árs. „Það var ást við fyrstu sýn og sú ást hefur lifað í fjörutíu ár. Ég kom til Grikklands með Aðalbjörgu, vinkonu minni, eftir stúdentspróf, en þá höfðum við lokið Interrail- lestarferð um Evrópu og ætluðum að fá okkur vinnu bara einhvers staðar, en um leið og Emilía Kofoed-Hansen, eiginkona íslenska ræðismannsins í Aþenu sá mig, sagði hún: „Þú verður hérna hjá mér sem au pair og passar krakk- ana mína,“ og vinkona mín með. Eftir yndislegt sumar á Grikklandi og ferð til Krítar og um grísku eyj- arnar fórum við Alla aftur heim til Íslands og unnum í þremur vinnum til að komast sem fyrst út aftur. Við stefndum á grískunám í háskólanum í Aþenu, en þegar Alla fór heim um jólin hafði ég kynnst Makis Tsoukalas, sem bauð mér umsvifalaust út þegar við sáum Fann ástina á götuhorni í Aþenu Monastiraki-torg og Akrópólis. Þóra með ástinni sinni til fjörutíu ára, Makis Tsoukalas, á grísku eyjunni Zakynthos. MYNDIR/AÐSENDAR hvort annað á götuhorni og við höfum verið saman síðan,“ segir Þóra, sem giftist Makis árið 1988 og árin 1990 og 1991 eignuðust þau strák og stelpu. „Mér hefur alltaf liðið vel á Grikklandi. Við búum í Varkiza, litlu strandþorpi sem tilheyrir Aþenu, og höfum unnið í ferða- bransanum alla okkar starfsævi. Dóttir mín er svolítið fræg íþrótta- kona, hefur spilað sundknattleik með gríska landsliðinu í sextán ár og er bæði heimsmeistari og þre- faldur Evrópumeistari, og sonur minn er einkaþjálfari. Þetta eru góðir krakkar sem tala íslensku reiprennandi og koma reglulega til Íslands,“ segir Þóra stolt. Íslending- ar eru elskaðir í Grikklandi og þegar þeir hættu að koma með leigu- flugi til Krítar urðu Krítverjar hreinlega sorg- mæddir og miður sín. Með vinkonum á Mamma Mia!-kirkjutröppum Skopelos. Ljúfir, hlýir og gjafmildir Þóra heldur úti Facebook-síðunni Grikklandsgaldur, sem sló strax í gegn hjá Íslendingum sem hyggja á ferðir til Grikklands. „Grikkir eru afskaplega ljúfir heim að sækja. Þeir eru hlýir og gjafmildir, alltaf með bros á vör, stoltir en með ríka þjónustulund og vilja allt fyrir mann gera. Þeir elska landið sitt og vilja að gestir þess njóti alls hins besta og vilji koma aftur. Það lýsir Grikkjum vel hversu áhugasamir þeir eru um gesti sína; þeir spyrja hvaðan þeir koma og vilja spjalla og ef maður spyr til vegar er ekki bent í rétta átt heldur er líklegra að manni sé fylgt alla leið,“ segir Þóra og brosir. Hún þekkir Grikkland eins og lófann á sér enda farið ófáar ferðir með landa sína um bæði megin- landið og grísku eyjarnar. „Nokkrir staðir eru í miklu dálæti hjá mér. Ég vann mörg sumur á Krít sem ég elska og finnst fallegasta eyja í heimi. Eyjan Naxos í Hringeyjaklasanum er líka í uppáhaldi. Þekktustu grísku eyjarnar eru Krít, Korfu, Mykonos, Rhodos og Santorini, en fáir vita að hægt er að heimsækja yfir 200 eyjar í gríska Eyjahafinu. Sumar eru litlar, kannski með tíu hús og tuttugu íbúa, en yndislega fagrar og sjarmerandi. Ég ráðlegg fólki að stunda eyjahopp þegar það kemur til Grikklands og fara á eyjur sem eru upprunalegar og lítt snortnar af túrisma. Til dæmis á Krít er norðurströndin mikill ferðamannastaður með tveimur dásamlegum feneyskum bæjum, en um leið og farið er á suður- ströndina kemst maður inn í gamla hugarfarið og gestrisnina sem einkennir Grikki og er yndisleg. Ég fer gjarnan með Íslendinga á staði sem fáir hafa heyrt um, eins og Pelion-skagann, sem er ósnortinn og undurfagur og til Meteora sem eru háir klettar sem standa upp úr sléttunni. Uppi á þeim eru klaust- ur, byggð á 11. til 14. öld, magnaður staður að koma á. Líka Lefkada, ein af sjö Jónísku eyjunum, og Mamma Mia!-eyjan Skopelos, ein fjögurra Skrefeyjanna, pínulítil og ekta grísk, græn við túrkísblátt hafið.“ Grikkir líkir Íslendingum Grikkland er fyrst og fremst upp- lifun, segir Þóra. Engri annarri lík. „Ég segi stundum að allir verði að sjá Akrópólis í Aþenu áður en þeir deyja. Akrópólis er vagga vestrænnar menningar og hefði hún ekki komið til sögunnar væri vestræn menning ekki til. Mér finnst líka allir þurfa að sjá Mete- ora og Delfí, þar sem véfréttin sat í þúsund ár. Þá verða ferðalangar til Grikklands að borða grískan mat, hann er svo ferskur og góður og margt sem kemur enn beint frá bónda. Mér finnst mikilvægt að upplifa sem mest það sem er hefðbundið og upprunalegt, og fara á staði þar sem maður finnur virkilega fyrir dásamlegri gestrisni Grikkja, sem er líka svo íslensk, en Íslendingar og Grikkir eiga ótal- margt sameiginlegt og eru ótrúlega líkir í mörgu,“ segir Þóra. Grikkland er líka mjög fjöl- breytt. „Í gegnum tíðina hafa svo margir reynt að ná Grikklandi undir sitt vald. Fyrst komu Rómverjar, svo Feneyjamenn, Tyrkir, Ítalir og Eng- lendingar, sem allir skildu eftir sig áhrif á land og lýð. Og þótt maður sé staddur í svipuðu landslagi blasa við ólíkar hefðir, byggingarstílar, matur og menning.“ Lifað í takt við heimamenn Þóra er nýkomin heim til Grikk- lands eftir þriggja vikna dvöl á Íslandi. „Ég fór heim til að kaupa mér íbúð og vera hjá pabba, sem orðinn er einn eftir að mamma dó í fyrra, og býr nú í þjónustuíbúð á vegum Hrafnistu. Mamma tók af mér loforð um að kaupa íbúð, því hún vildi ekki að tengslin við Ísland slitnuðu þegar þau pabbi væru farin og það gera þau ekki, því börnin elska líka að koma til Íslands og þar höfum við nú okkar samastað.“ Eftir fjörutíu ára búsetu á Grikk- landi finnur Þóra þó ekki fyrir heimþrá. „Mér þykir auðvitað alltaf vænst um ættjörðina og kem oft heim. Ég var heppin að þegar pabbi og mamma voru frísk komu þau árvisst til dvalar hjá okkur í þrjá mánuði og pössuðu krakkana. Þau elskuðu að vera hér og voru þolnari en ég í mesta hitanum, miklir sóldýrkendur og undu sér hvergi betur en með krökkunum á ströndinni,“ segir Þóra, sem sjálf stundar sjósund í grískum sjó. „Veðurfar í Grikklandi er þægi- legt, um 28-30 °C á sumrin, fyrir utan heitasta tímann frá miðjum júlí til miðs ágúst. Þá koma hita- bylgjur en standa stutt yfir, í tvo til þrjá daga, og þá heldur maður sig til hlés. Þess vegna eru síestur í sólarlöndum, vinnuhlé tekið frá klukkan 12 til 16 og svo byrjað aftur í eftirmiðdaginn. Hér er lifað í takt við hitann og ég segi oft við sólarþyrsta landa mína að heiman að njóta sólar að morgni en gera svo eins og heimamenn; fá sér eitt- hvað létt í gogginn og leggja sig eða taka því rólega, en fara aftur út síð- degis. Að njóta þess að lifa eins og heimamenn og finna þeirra rólega takt í dagsins önn.“ Í góðum félagsskap Grikkland opnaði landamærin fyrir ferðamönnum 15. maí. Vel gengur að bólusetja grísku þjóðina og er reiknað með hjarðónæmi í júní þegar sex milljónir af ellefu hafa verið bólusettar. „Ég mæli hiklaust með ferðalög- um til undurfagra Grikklands, enda kemur Grikkland vel út úr heims- faraldrinum og ríkisstjórnin hefur gert góða hluti,“ segir Þóra, sem fer með Íslendinga í spennandi Grikk- landsferðir á vegum Vita og Bænda- ferða í sumar og haust; eyjahopp, til Þessalóníku og Norður-Grikklands, sem er nýtt, og vitaskuld er ferða- síðan hennar Grikklandsgaldur á Facebook opin fyrir alla sem vilja upplifa grísk ævintýri. „Öllum er velkomið að hafa beint samband við mig í tölvu- pósti, th.bv@hotmail.com, eða skilaboðum á Facebook og ég bý til ferðir með fararstjóra ef vill, eða fyrir litla hópa sem vilja fara einir út á eyjarnar og bý þá til eyjapakka. Þetta hefur verið mjög vinsælt og óskaplega gaman af því, því Íslendingar eru einstaklega skemmtilegt ferðafólk sem kann að upplifa Grikklandsgaldur til hins ítrasta.“ n Þóra Valsteinsdóttir fararstjóri er með Grikklandsgaldur á Facebook. 6 kynningarblað 27. maí 2021 FIMMTUDAGURUTANLANDSFERÐIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.