Fréttablaðið - 27.05.2021, Síða 35

Fréttablaðið - 27.05.2021, Síða 35
Hin fimmtán ára gamla Olivia Moultrie hafði betur fyrir dómstólum gegn banda- rísku NWSL-deildinni og fær undanþágu frá aldurstak- mörkum deildarinnar. Hún er ein af efnilegustu knatt- spyrnukonum heims en hefur verið föst í unglingaliðum. kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Olivia Moultrie sem er ekki nema fimmtán ára gömul heldur áfram að ryðja veginn fyrir komandi kynslóðir knattspyrnu- kvenna. Í vikunni tókst henni að fá reglum NWSL-deildarinnar, banda- rísku kvennadeildarinnar, um lág- marksaldur breytt, svo að hún gæti samið við félög í deildinni. Alríkis- dómstóll í Portland komst að þeirri niðurstöðu að reglan stæðist ekki jafnréttissjónarmið og skyldi felld niður til tveggja vikna á meðan framtíðarlausn væri fundin, enda væru félögin í deildinni tilbúin að afnema hana. „Ef ég væri frönsk, spænsk eða þýsk væri mér heimilt að leika knattspyrnu núna. Það eina sem ég vil er að fá sama tækifæri og knatt- spyrnumenn fá alls staðar í heimin- um, meðal annars í Bandaríkjunum, og sama tækifæri og knattspyrnu- konur fá alls staðar í heiminum, nema hér,“ sagði Moultrie þegar dómstólar tóku málið fyrir. Þrettán ára gömul tilkynnti Moultrie að hún hefði ákveðið að gerast atvinnukona og skrifaði undir langtímasamning við Nike. Stuttu seinna var hún komin í aka- demíu Portland Thorns og gat tekið þátt í æfingaleikjum með aðalliði félagsins en barátta hennar fyrir því að geta gerst atvinnumaður hefur staðið yfir í tvö ár. Samkvæmt stofnsamningi NWSL-deildarinnar þurfa leikmenn að hafa náð átján ára aldri til að fá leikheimild. Til saman- burðar er engin slík regla til staðar í MLS-deildinni, karladeildinni í Bandaríkjunum. Frægt var þegar Freddy Adu skrifaði undir samning fjórtán ára árið 2004. Þá var Alphonso Davies, leik- maður Bayern München, ekki orð- inn sextán ára gamall þegar hann lék fyrsta leik sinn fyrir Vancouver Whitecaps og á síðasta ári lék Erik Duenas fyrsta leik sinn í MLS rétt fyrir sextán ára afmælisdag sinn. Um leið gera reglur Alþjóða knatt- spyrnusambandsins hinni fimmtán ára gömlu Moultrie erfitt fyrir að semja við lið erlendis, enda er bann við slíkum skiptum undir átján ára aldri nema þau standist ákveðnar undanþágur frá reglunni. Hægt er að sækja um undanþágu frá regl- unni ef skiptin eiga sér stað innan Evrópusambandsins, ef foreldrar Táningsstúlka sem ryður veginn vestanhafs Moultrie í æfingaleik með Portland Thorns gegn OL Reign fyrr á þessu ári. Hún gæti fengið eldskírn sína í NWSL-deildinni á næstu vikum. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Olivia er ein af efni- legustu knattspyrnu- konum heims og um leið er hún ótrúlega metnaðargjörn. Dagný Brynj- arsdóttir viðkomandi eru að flytja til tilheyr- andi lands óháð skiptum leikmanns í knattspyrnu, eða ef um er að ræða nágrannaríki. Moultrie getur því ekki samið við lið erlendis og var því föst í unglingaliðum í Bandaríkj- unum en nú ætti hún að geta fengið eldskírn sína í deildinni á næstunni. „Fjölskyldan hennar flytur með henni til Portland þrettán ára gam- alli til þess að hún geti æft með Port- land Thorns og akademíunni hjá félaginu. Það vantaði aðeins upp á líkamlegan þroska í fyrstu, sem var eðlilegt, enda var hún bara þrettán ára en það sást alveg að tæknilega var hún mjög góð. Svo þegar líða tók á árið sá maður gríðarlegar framfarir hjá henni og hún er búin að vera að æfa með liðinu síðan þá,“ segir lands- liðskonan Dagný Brynjarsdóttir sem æfði með Oliviu hjá Portland Thorns. „Olivia er ein af efnilegustu knatt- spyrnukonum heims og um leið er hún ótrúlega metnaðargjörn. Hún er um leið að spila upp um tvo ald- ursflokka í ótrúlega sterkum yngri landsliðum Bandaríkjanna. Ég veit ekki hvort að hún færi endilega strax að spila í NWSL enda enn þá bara fimmtán ára, en það verður gaman að sjá hana taka þetta skref .“ n Arkitektar óskast til að hanna með okkur vinnustað framtíðarinnar Nýjar höfuðstöðvar Við leitum að arkitektum til að skapa með okkur vinnustað framtíðarinnar – vinnustað sem veitir innblástur og uppfyllir fjölbreyttar þarfir starfsfólks. Nýjar höfuðstöðvar okkar munu rísa á Flugvöllum 1 í Hafnarfirði og við stefnum á flutning fyrir lok árs 2023. Óskað er eftir frumhugmyndum og skissum sem skal skila eigi síðar en 21.júní nk. Hefur þú áhuga? Sendu tölvupóst á hq@icelandair.is og við sendum þér nánari upplýsingar. icelandair.is Íþróttir 19FIMMTUDAGUR 27. maí 2021

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.