Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.01.2021, Page 5

Víkurfréttir - 13.01.2021, Page 5
S TA R F S S T Ö Ð : K E F L AV Í K U M S Ó K N I R : I S AV I A . I S/AT V I N N A U M S Ó K N A R F R E S T U R : 2 4 . J A N Ú A R Hópstjóri óskast í viðhaldsþjónustu. Viðkomandi ber ábyrgð á verkstjórn, daglegri umsjón og skipulagningu viðhaldsþjónustu og hefur það hlutverk að stuðla að aukinni framþróun innan viðhaldsstjórnunar. Hópstjóri sér um rekstur varahlutalagers og tekur þátt í vali á búnaði, uppbyggingu á gæða- og öryggisstjórnun fyrir deildina og veitir tæknilega aðstoð. Frekari upplýsingar veitir Jón Haraldsson deildarstjóri, jon.haraldsson@isavia.is Hæfniskröfur • Sveinspróf í raf- eða vélvirkjun • Framhaldsmenntun innan vél-, iðn- eða tæknifræði er kostur • Reynsla af verkstýringu er skilyrði • Þekking á iðnstýringu er kostur • Góð tölvukunnátta sem og íslensku- og enskukunnátta er skilyrði Verkefnastjóri óskast í stýringu verkefna og samræmingu hönnuða og hagaðila verkefna. Viðkomandi ber ábyrgð á utanumhaldi fjárfestingaverkefna á hönnunarstigi, afhendingu þeirra til framkvæmda og að fylgja eftir samskiptum við hönnuði í gegnum líftíma verkefna samkvæmt ferlum Isavia um fjárfestingaverkefni. Nánari upplýsingar veitir Jón Kolbeinn Guðjónsson deildarstjóri, jon.gudjonsson@isavia.is Hæfniskröfur • Háskólamenntun á sviði verk- eða tæknifræði • Reynsla af verkefnastjórn er skilyrði • Reynsla af hönnunarstjórn, hönnun og BIM er kostur • Þekking á flugvallahönnun eða á sambærilegu flækjustigi er kostur • Framsýni og sjálfstæð vinnubrögð Við óskum eftir að ráða verkefna- stjóra til að stýra, samræma og þróa verkefni tengd flugbrautum og flughlöðum, akbrautum og vegagerð. Verkefnastjóri ber ábyrgð á hönnun og innkaupum, ásamt afhendingu verkefna til framkvæmda og eftirfylgni þeirra. Auk þess ber hann ábyrgð á að hönnun sé í samræmi við kröfur hverju sinni. Nánari upplýsingar veitir Jón Kolbeinn Guðjónsson deildarstjóri, jon.gudjonsson@isavia.is Hæfniskröfur • Háskólamenntun í byggingarverk- fræði eða byggingartæknifræði • Reynsla af verkefnastjórn er skilyrði • Reynsla og þekking á malbiki, steypu eða hönnun vega er kostur • Reynsla af flugvallahönnun eða af sambærilegu flækjustigi er kostur • Framsýni og sjálfstæð vinnubrögð Sérfræðingur óskast í aðgerða- greiningu. Helstu verkefni eru öflun, úrvinnsla og framsetning gagna sem og þátttaka í umbóta- og framkvæmdaverkefnum sem miða að því að auka afköst Keflavíkurflugvallar. Isavia vinnur markvisst að því að bæta ákvarðanatöku með nýtingu gagna og er sérfræðingur í aðgerðargreiningu lykilþátttakandi í þeirri vinnu. Frekari upplýsingar veitir Guðmundur Karl Gautason, forstöðumaður, gudmundur.gautason@isavia.is Hæfniskröfur • Háskólamenntun í verkfræði eða sambærilegri grein • Mjög góð þekking á tölfræði og úrvinnslu gagna • Hæfni í Python/R er kostur • Þekking á Power-Bi eða sambæri- legum BI lausnum er kostur • Framsýni og sjálfstæð vinnubrögð V I L T Þ Ú V E R Ð A H L U T I A F G Ó Ð U F E R Ð A L A G I ? H Ó P S T J Ó R I V I Ð H A L D S Þ J Ó N U S T U V É L B Ú N A Ð A R V E R K E F N A S T J Ó R I H Ö N N U N A R V E R K E F N A S T J Ó R I F L U G B R A U T A K E R F I S - O G V E G AV E R K E F N A S É R F R Æ Ð I N G U R Í A Ð G E R Ð A G R E I N I N G U Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli fyrirtækisins og íslenska flugstjórnarsvæðið.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.