Víkurfréttir - 13.01.2021, Blaðsíða 7
Nánari upplýsingar og skráning á mss.is
Þekking í þína þágu
Tækifæri til náms
á þínum forsendum!
– Sveigjanlegir kennsluhættir og tengsl við atvinnulífið
Skrifstofuskólinn
Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og starfsfærni.
Námsaðferðir eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum sem auðvelt er að yfirfæra
á almenn skrifstofustörf. Kennt er á bókhaldsforritið DK.
Samfélagstúlkun
Nám fyrir þá sem vilja starfa við túlkun. Forkröfur eru að hafa gott vald á íslensku og því tungu-
máli sem á að túlka. Frábært nám og góðir starfsmöguleikar að námi loknu.
Grunnmenntaskólinn
Viltu verða kennari, hársnyrtir, viðskiptafræðingur eða rafvirki? En það er langt síðan þú varst
á skólabekk og þú vilt læra að læra aftur - Þá er Grunnmenntaskólinn möguleika eitthvað fyrir þig.
Grunnmenntaskólinn er tilvalinn fyrir þá sem hafa ekki lokið grunnskólaprófi að fullu eða langar
að byrja aftur í námi eftir langa pásu.
MSS býður margvíslegt nám sem hefur það að markmiði að skapa þér ný
tækifæri og efla færni þína á vinnumarkaði. Viltu skipta um starfsvettvang eða
verða eftirsóttari starfskraftur?
Ágúst Pedersen, leiðsögunemi
„Skrifstofuskólinn hjálpaði mér að taka ákvarðanir varðandi það sem
mig langar að hafast að í framtíðinni. Eftir langt hlé frá námi hjálpaði
þetta nám mér að læra uppá nýtt og er ég nú kominn í leiðsögunám
hjá Leiðsöguskólanum í Kópavogi. Skrifstofuskólinn opnaði augu mín
varðandi framtíðina“
Herdís Ósk Sveinbjörnsdóttir, lögfræðinemi
við Háskólann í Reykjavík
„Grunnmenntaskólinn kenndi mér að læra upp á nýtt.
Ég öðlaðist líka sjálfstraust í námi í Grunnmenntaskólanum sem
ég hafði aldrei upplifað áður. Ég ákvað þarna að ég ætlaði mér
ekki að hætta námi heldur halda áfram“ “
Med Haythem Akari, túlkur hjá Alþjóðasetri
„Námið var mjög vel skipulagt og kennararnir eru mjög hæfir í að miðla
til nemenda. Það er mikill stuðningur við nemendur og undirstaðan
byggð á góðri kennslufræði. Persónulega hafði ég mikinn ávinning af
námskeiðinu. Ég fékk mörg tækifæri til að fá vinnu og góð samskipti
við fólk, bæði í skólanum og í opinberri stjórnsýslu“