Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.01.2021, Síða 14

Víkurfréttir - 13.01.2021, Síða 14
– Að öðru baráttumáli hjá þér. Þú hefur verið að fjalla um stafrænt kynferðislegt ofbeldi. Er þetta einhver sérstakur hópur sem verður fyrir þessu ofbeldi eða eru þetta aðallega ungar konur? „Já, rannsóknir sýna það almennt að þetta eru oftast konur, frekar en karlar, sem verða fyrir þessu. Það þýðir ekki að karlar verði ekki fyrir ofbeldi en það virðist vera sjaldnar þannig. Þetta er að miklu leyti kyn- bundið ofbeldi. Ég veit hins vegar að karlar eiga erfiðara með að stíga fram og segja frá ofbeldi út af karl- mennskupressu og meiri skömm í kringum það þegar þeir verða fyrir ofbeldi, sem við þurfum að taka utan um og breyta.“ – Hvað er það sem einkennir þetta stafræna ofbeldi? „Þetta eru alls konar skilaboð. Oft eru þetta óumbeðnar kynfæra- myndir, boð um vændiskaup, alls konar hótanir um kynferðisofbeldi, dreifingu nektarmynda. Einnig ýmis konar óviðeigandi kynferðislegur talsmáti á internetinu.“ – Heldur þú að með bók- inni náir þú að hafa áhrif á þetta hér á landi? „Ég vona það og ég held að Fávita- Instagramið hafi síðustu ár náð að varpa ljósi á það hversu algengt það er að fólk sé að tala svona á netinu. Þessi skilaboð og ofbeldi hafa fengið að þrífast í þögninni. Ef við vitum ekki að það er að gerast, hvernig eigum við þá að taka á vandanum og breyta því? Ég held fyrst og fremst að það skipti máli að koma þessu upp á yfirborðið og ég vona að ég hafi náð að gera það með Instagram- síðunni. Ég vona líka að bókin verði áfram til og verði til gagns. Það eru aðrir unglingar á næsta ári og næstu áratugina sem verða með svipaðar spurningar. Það er mikilvægt að við höldum áfram að svara þeim.“ Óvelkomnar typpamyndir – Ég heyrði umræðu um daginn um efni bókarinnar. Finnst strákum virkilega töff að senda myndir af typpinu á sér og trúa þeir því að það virki ef þeir eru skotnir í einhverri stelpu? „Ég á svo erfitt með að trúa því, eftir alla þessa umræðu um óumbeðnar typpamyndir og hvað þær eru óvel- komnar, að þetta sé ennþá byggt á einhverjum misskilningi. Ég held að þetta sé frekar eitthvað stjórntæki og markaleysi hjá þessum ungu en oft líka fullorðnu mönnum sem eru að gera þetta. Ég held að við séum búin að gefa það nokkuð skýrt út að þetta sé ekki í lagi.“ – Þú ert búin að gefa það út að Instagram-reikningur Fá- vita sé kominn á endastöð. Þú sért búin að gera þitt. „Já, ég nenni ekki meiru í bili. Þetta er verkefni sem varð bara til, ekki af því að mig dreymdi um að verða fyrirlesari eða baráttukona gegn kyn- ferðisofbeldi. Ég var að verða fyrir þessu sjálf á netinu og ég vildi gera eitthvað í því. Ég sá svo bara hvað þörfin var mikil eftir að ég fór að vinna í þessu. Í dag held ég að ég sé búin að segja það sem ég þarf að segja með fyrirlestrum mínum og með bókinni. Það er fullt af öðru fólki sem getur tekið við keflinu og haldið áfram að ræða þessa hluti en ég er komin með nóg í bili.“ Kaffærði tölvupóst menntamálaráðherra – Í framhaldi af baráttu þinni þá ertu skipuð formaður starfshóps af menntamála- ráðherra til að fara að vinna að kynfræðslumálum fyrir grunn- og framhaldsskóla. „Ég fór í smá átak á samfélags- miðlum. Inni á Fávita-Instagraminu var ég kominn með nokkuð stóran fylgjendahóp og þeir eru í dag yfir 30.000 manns. Ég vaknaði einn daginn og var komin með nóg af að- gerðarleysi varðandi þessi mál. Mér finnst ungt fólk vera búið að kalla eftir aukinni kynfræðslu í áratugi og ég vildi ná athygli stjórnmála- manna og fá þá til að hlusta á það sem almenningur var að biðja um. Ég hvatti fólk til að senda tölvupóst á menntamálaráðherra til að óska eftir aukinni kynfræðslu og útskýra hvers vegna. Ég held að ég hafi svolítið kaf- fært tölvupóstinn hennar Lilju Al- freðsdóttur, menntamálaráðherra. Það var alls konar fólk úr öllum stéttum samfélagsins að senda henni póst og óska eftir meiri kynfræðslu. Þetta fór alls ekki framhjá Lilju. Í kjölfarið óskaði hún eftir fundi sem ég og Sigga Dögg, kynfræðingur, mættum á og það endaði þannig að tveimur mánuðum síðar vorum við báðar skipaðar í starfshóp sem þarf að útlista hvernig kynfræðslu í skólakerfinu ætti að vera háttað. Innan þessa hóps eru einstaklingar úr öllum áttum samfélagsins. Þarna eru einstaklingar úr menntakerfinu, þarna eru kynfræðingar, einstakl- ingar sem aðstoða brotaþola kyn- ferðisofbeldis, þannig að fólk er að koma úr ólíkum áttum inn í þennan hóp. Við munum fara yfir það hvernig kynfræðslunni eigi að vera háttað að okkar mati, hvenær hún eigi að byrja, hvað eigi að vera kennt, hverjir kenna og ýmislegt svoleiðis. Við erum ekki búin að hittast ennþá en það fer að koma að því. Þetta er að fara á fullt og við eigum svo að skila lokaskýrslu í maí.“ – Var ekki skemmtilegt að fá þetta verkefni upp í hendurnar? „Þetta er bæði skemmtilegt og krefjandi. Ég hef aldrei starfað innan ráðuneytis og ég er ekki með háskólagráðu en ég er með annars konar menntun eftir starfsreynslu mína síðustu ár í þessu. Þetta verður krefjandi fyrir mig en ég fer inn í þessa vinnu tilbúin að leggja mig fram og einnig tilbúin að biðja um aðstoð þegar ég þarf á því að halda því ég veit ekki allt.“ – En þetta var gott skef hjá menntamálaráðherra að taka þessa ákvörðun. Það virkaði sem þú gerðir þó svo þú hafir kannski ekki beint verið að biðja um starfshóp. „Ég vildi eitthvað. Innan þingsins var nýlega samþykkt aðgerða- áætlun gegn kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni til næstu ára. Samkvæmt þeirri áætlun á náms- efni fyrir grunnskóla að vera tilbúið árið 2023. Í grunnskóla í dag eru krakkar sem græða ekkert á því að námsefnið verði tilbúið eftir tvö ár. Við þurfum því að finna leiðir til að fræða núna. Það skiptir máli að þau fari ekki bara úr grunnskólanum sínum og hafi aldrei fengið kennslu um þessa hluti eða afskaplega litla.“ Vinnur að plötu – Að öðru hjá Sólborgu. Í hverju er hún að vinna þessa dagana? „Ég er tónlistarkona og er að vinna í plötu sem ég næ vonandi að gefa út fyrir sumarið. Það er markmiðið en það er minn stærsti draumur að gefa út plötu. Svo er ég í lögfræðinámi og hef verið að reyna það samhliða öllu þessu og vonandi get ég gefið mér aðeins meiri tíma í það núna – en mér þykir vænt um tónlistina og hún veitir mér gleði og eitthvað gott inn í líf mitt og ég hef meira gaman af að fást við hana en að fræða um kyn- ferðisofbeldi.“ Nánar er rætt við Sólborgu Guðbrandsdóttur, mann ársins 2020 á Suðurnesjum, í Suðurnesjamagasíni á Hringbraut og vf.is á fimmtudagskvöld kl. 20:30. Maður ársins á Suðurnesjum frá 1990 til 2020 1990 - Dagbjartur Einarsson 1991 - Hjörtur Magni Jóhannsson 1992 - Guðmundur Rúnar Hallgrímsson 1993 - Guðjón Stefánsson 1994 - Júlíus Jónsson 1995 - Þorsteinn Erlingsson 1996 - Logi Þormóðsson 1997 - Steinþór Jónsson 1998 - Aðalheiður Héðinsdóttir 1999 - Sigfús Ingvason 2000 - Bláa lónið / Rúnar Júlíusson / Íþróttafélagið Nes 2001 - Freyja Sigurðardóttir / Norðuróp / Fræðasetrið í Sandgerði 2002 - Guðmundur Jens Knútsson 2003 - Áhöfnin á Happasæl KE fyrir björgunarafrek 2004 - Tómas J. Knútsson 2005 - Guðmundur Kristinn Jónsson / Kristín Kristjánsdóttir 2006 - Hjörleifur Már Jóhannsson / Bergþóra Ólöf Björnsdóttir 2007 - Erlingur Jónsson 2008 - Sigurður Wíum Árnason 2009 - Jóhann Rúnar Kristjánsson 2010 - Axel Jónsson 2011 - Guðmundur Stefán Gunnarsson 2012 - Nanna Bryndís Hilmarsdóttir / Brynjar Leifsson 2013 - Klemenz Sæmundsson 2014 - Fida Abu Libdeh 2015 - Sigvaldi Lárusson 2016 - Stopp hópurinn - hingað og ekki lengra 2017 - Elenora Rós Georgesdóttir 2018 - Guðmundur Ragnar Magnússon 2019 - Már Gunnarsson 2020 - Sólborg Guðbrandsdóttir 14 // vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.