Víkurfréttir - 13.01.2021, Blaðsíða 18
Tíu milljónir í
hleðslustöðvar
í Grindavík
Orkusjóður hefur samþykkt að
veita tíu milljónum króna til
uppbyggingar hleðslustöðva í
Grindavík og drög að samningi
voru lögð fyrir bæjarráð Grinda-
víkur á dögunum. Bæjarráð sam-
þykkti samninginn og hefur falið
sviðsstjóra skipulags- og umhverf-
issviðs að vinna málið áfram.
Á dögunum birtist grein í breska dagblaðinu The
Guardian þar sem fjallað er um græna orku á Ís-
landi. Fyrirtæki á Reykjanesi koma sérstaklega
mikið við sögu í umfjölluninni þar sem m.a. er
fjallað um endurnýtanlega orku, fiskeldi, og há-
tækni gróðurhús.
Fjallað er um Carbon Recycling í Svartsengi
þar sem metanól er framleitt með endurvinnslu
á koltrísýringsútblæstri og raforku. Nær Grindavík
er gróðurhús Bioeffect þar sem vísindamenn
hafa þróað prótín úr byggi. Þannig hafa orðið til
húðvörur í hæsta gæðaflokki sem seldar eru um
allan heim. Allt saman keyrt á grænni orku úr ná-
grenninu.
Fiskeldi Matorku við Grindavík er einnig meðal
efnis í greininni en jarðhiti frá Reykjanesi er nýttur
við starfsemina. Líftæknifyrirtækið Algalíf á
Ásbrú ræktar örþörunga sem nýttir eru í fæðu-
bótarefni. Í umfjöllun breska blaðsins er ítarlega
greint frá framleiðsluferlinu sem er einkar áhuga-
vert.
Hið einstaka Bláa lón er að sjálfsögðu nefnt
til sögunnar enda brautryðjandi í grænni ferða-
mennsku á heimsvísu, segir á visitreykjanes.is
Markmiðið að
auka við menn-
ingarflóruna í
Grindavík með
nýju hlaðvarpi
Í lok síðasta árs fór Rödd unga
fólksins af stað með nýtt hlað-
varp, fyrsti þátturinn fór í loftið
í desember en áður hafði birst
kynningarþáttur. Þættirnir eru að-
gengilegir bæði á Apple Podcast og
Spotify. Inga Fanney Rúnarsdóttir
er einn umsjónarmanna þáttarins
og formaður Raddar unga fólksins.
Hlaðvarp eða Podcast hefur í
auknum mæli verið að ryðja sér til
rúms enda tækjabúnaður ekki ýkja
mikill sem þarf til; tölva, hljóðnemi
og nettenging.
„Markmið hlaðvarps unga fólksins
er að auka við menningarflóruna í
Grindavík. Ég, ásamt Sigríði Etnu,
Bjarna Þórarni og Karín Ólu erum
með yfirumsjón yfir hlaðvarpinu.
Við ætlum að fá til okkar Grindvík-
inga, unga sem aldna, í létt spjall um
heima og geima. Hlaðvarpið ætti að
gefa Grindvíkingum góða innsýn inn
í líf viðmælanda og stefnan er á að
gefa út þátt á ca. þriggja vikna fresti,“
segir Inga Fanney á vef Grindavíkur-
bæjar.
Inga Fanney segir hlaðvörp góða
leið til heimildarsöfnunar fólks þar
sem miklar upplýsingar koma fram
á stuttum tíma.
„Rödd unga fólksins hvetur alla, og
þá sérstaklega Grindvíkinga, til að
hlusta. Ef fólk er með hugmyndir af
skemmtilegum viðmælendum þá má
alltaf hafa samband við okkur,“ segir
Inga Fanney að lokum.
vf is
Þú finnur allar
nýjustu fréttirnar
frá Suðurnesjum á
Bretar áhugasamir um
græna orku á Reykjanesi
Fis fór niður
um ótraustan
ís á Seltjörn
Flugmaður fisvélar komst að sjálfsdáðum og ómeiddur í land eftir að hafa
farið niður um ótraustan ís á Seltjörn á mánudaginn. Maðurinn hafði verið
að æfa snertilendingar á ísnum þegar óhappið varð.
Sjúkrabíll og tækjabíll frá Brunavörnum Suðurnesja voru kallaðir til ásamt
lögreglu. Aðstoð frá Brunavörnum Suðurnesjum var fljótlega afturkölluð
en lögregla rannsakaði vettvang og notaðist m.a. við öflugan dróna til að
mynda svæðið.
Fisið í vökinni á Seltjörn.
Lögregla á vettvangi.
Frá vettvangi óhappsins á Seltjórn á mánudaginn. VF-myndir: Hilmar Bragi
18 // vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM Í 40 ár