Víkurfréttir - 13.01.2021, Page 22
Jón Ólafur tekur við kvennaliði Grindavíkur
Jón Ólafur Daníelsson hefur tekið við þjálfun meistaraflokks kvenna
hjá Grindavík í knattspyrnu og mun stýra liðinu í Lengjudeildinni á
næsta keppnistímabili. Jón Ólafur tekur við þjálfun liðsins af Ray Ant-
hony Jónssyni sem lét af störfum sem þjálfari liðsins í vetur. Grindavík
fangaði sigri í 2. deild kvenna í haust og leikur því í Lengjudeildinni
á næstu leiktíð.
Jón Óli starfaði hjá félaginu um
miðjan síðasta áratug og náði frá-
bærum árangri hjá yngri flokkum
félagsins. Hann er þrautreyndur
þjálfari og kemur frá Vestmanna-
eyjum þar sem hann hefur komið
að þjálfun flestra flokka, allt frá
yngri flokka þjálfun og upp í
þjálfun meistaraflokka félagsins
hjá báðum kynjum.
„Við erum afar glöð með að hafa
tryggt okkur þjónustu Jóns Óla við
þjálfun meistaraflokksins á tíma-
bilinu sem er framundan,“ segir
Petra Rós Ólafsdóttir, formaður
meistaraflokksráðs kvenna hjá
Grindavík.
„Við erum að fá mjög hæfan
þjálfara til starfa sem þekkir félagið
mjög vel og hefur náð frábærum
árangri á sínum ferli. Hann fær
ungan en spennandi leikmannahóp
í hendurnar og við erum þess full-
viss um að hann geti gert okkar
leikmenn enn betri. Við förum
með tilhlökkun inn í nýtt ár og við
teljum að ráðning Jóns Óla sé til
marks um þann metnað sem við
viljum sýna í kvennaknattspyrn-
unni í Grindavík.“
Daníel Leó og félagar áfram í FA-bikarnum
Daníel Leó Grétarsson átti endurkomu í
byrjunarlið Blackpool þegar liðið mætti
úrvalsdeildarliði West Bromwich Albion í
FA-bikarnum á Englandi um síðustu helgi.
Blackpool sem leikur í D-deild enska boltans
sýndi sínar bestu hliðar og að venjulegum
leiktíma loknum var staðan jöfn, 2:2. Því var
farið í framlengingu þar sem ekkert mark
var skorað en að lokum fagnaði lið Grind-
víkingsins sigri eftir vítaspyrnukeppni.
Daníel Leó átti fínan leik í vörninni og lék í
90 mínútur en var skipt út af fyrir framleng-
inguna. Með sigrinum er Blackpook komið í
fjórðu umferð bikarsins og mætir úrvalsdeildar-
liði Brighton þann 23. janúar.
Jón Axel og Skyliners
á uppleið í Þýskalandi
Jón Axel Guðmundsson og lið
hans, Fraport Skyliners, unnu
góðan sigur á Gottingen í úrvals-
deildinni í Þýskalandi um helgina,
81:63. Eftir að hafa verið sex
stigum undir eftir fyrsta leikhluta
tóku Skyliners við sér og sigldu
einkar öruggum sigri í höfn. Skyl-
iners eftir leikinn komnir í átt-
unda sæti deildarinnar en þegar
að deildarkeppninni lýkur í vor
fara efstu átta í úrslitakeppnina.
Jón Axel var líkt og svo oft í
vetur með þeim framlagshæstu
í liði Skyliners. Á rúmum 25
mínútum spiluðum skilaði hann
ellefu stigum, þremur fráköstum
og fjórum stoðsendingum.
Elvar Már leiddi Siauliai
í sigri á Neptunas
Elvar Már Friðriksson og Siauliai
unnu Neptunas í litáísku LKL-
deildinni, 88:94. Sigurinn var sá
þriðji hjá Elvari og félögum í vetur
en liðið hefur tapað níu leikjum.
Elvar Már var framlagshæsti
leikmaður Siauliai og á tæpum
33 mínútum spiluðum skilaði
hann ellefu stigum, þremur frá-
köstum, ellefu stoðsendingum og
stal boltanum fjórum sinnum.
Grindavíkurbær og Reykjanesbær auglýsa
hér með sameiginlega skipulagslýsingu vegna
endurskoðunar á gildandi deiliskipulagi iðnaðar-
og orkuvinnslusvæðis á Reykjanesi, skv.1. mgr.
40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 6. gr. laga um
umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Viðfangsefni endurskoðunar deiliskipulagsins
eru skipulagsskilmálar um umfang og fyrirkomulag
mannvirkja, orkuvinnslu og atvinnustarfsemi,
verndarsvæði, minjar og tækifæri fyrir ferðaþjónustu
og útivist. Deiliskipulagssvæðinu verður skipt í tvo
hluta við sveitarfélagsmörk Reykjanesbæjar og
Grindavíkurbæja. Skipulagslýsing er aðgengileg á
heimasíðum sveitarfélaganna: grindavik.is/skipulag
og reykjanesbaer.is/skipulag.
Ábendingar og athugasemdir skulu berast
skriflega og má skila þeim til:
Grindavíkurbæjar, b.t. Atla Geirs Júlíussonar,
sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs,
Víkurbraut 62, 240 Grindavík eða í tölvupósti á
atligeir@grindavik.is.
Reykjanesbæjar, b.t. Gunnars Kristins Ottóssonar,
skipulagsfulltrúa, Ráðhúsi Tjarnargötu 12,
230 Reykjanesbæ eða í tölvupósti á
gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is
Athugasemdafrestur lýsingar er til og
með 31. janúar 2021.
Endurskoðun
deiliskipulags iðnaðar- og
orkusvæðis á Reykjanesi
www. reykjanesbaer.is www.grindavik.is
SIGTRYGGUR ARNAR
farinn frá Grindvíkingum
Sigtryggur Arnar Björnsson mun
ekki leika meira með Grindavík í
Domino’s-deild karla á tímabilinu.
Arnar hefur samið við spænska
liðið Real Canoe í Madríd sem
leikur í LEB Oro-deildinni á Spáni.
eða næstefstu deild.
Brotthvarf Sigryggs Arnars er
liðinu mikil blóðtaka. Hann var
með 17,8 stig að meðaltali í leik á
síðasta tímabili og hefur verið einn
af lykilmönnum Grindvíkinga frá því
að hann gekk til liðs við Grindavík
vorið 2018.
„Þetta tækifæri kom óvænt upp.
Ég er mjög þakklátur stjórn körfu-
knattleiksdeildar Grindavíkur fyrir
að sýna þessu skilning og gefa mér
heimild til að fara í atvinnumennsku.
Stefnan var sett á að gera góða hluti
með Grindavík eftir áramót. Þetta
tækifæri er of gott til að sleppa því
á þessum tímapunkti á mínum ferli.
Ég vil koma á framfæri kveðju til
stuðningsmanna Grindavíkur sem
hafa tekið vel á móti mér frá fyrsta
degi. Mér hefur liðið mjög vel hjá fé-
laginu og mun fylgjast grannt með
gengi Grindavíkur áfram,“ segir Sig-
tryggur Arnar.
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur
þakkar Arnari kærlega fyrir tíma
sinn hjá félaginu og óskar honum
alls hins besta í atvinnumennsku á
Spáni. Leit að nýjum leikmanni til
að leysa Arnar af hólmi er nú þegar
hafin.
Mikillar tilhlökkunar gætir hjá
körfuboltaáhugafólki enda hefst
keppni í efstu deildum að nýju
í þessari viku. Ekki hefur verið
leikið síðan í byrjun október vegna
kórónuveirunnar og má búast við
þéttri leikjadagskrá og miklu álagi á
leikmenn liðanna ef deildirnar eiga
að ná að klárast fyrir sumar.
Engir áhorfendur verða leyfðir
leikjunum enn sem komið er en
vonandi er það versta yfirstaðið og
Covid-19 fari nú að missa tökin sem
það hefur haft á samfélagið svo lífið
geti fallið í eðlilegar skorður.
Í Domino’s-deild karla hafa
Keflavík og Njarðvík haldið topp-
sætunum í þrjá mánuði og Grind-
víkingar því fjórða (liðin hafa aðeins
leikið einn leik hvert) en í Domino’s-
deild kvenna er Keflavík í fjórða sæti
á meðan Grindavík og Njarðvík sitja í
þriðja og fjórða sæti 1. deildar.
Fyrsti leikur Suðurnesjaliðanna
eftir hlé verður útileikur Keflavíkur
gegn Breiðabliki í Domino’s-deild
kvenna og fer hann fram 13. janúar
kl. 19:15. Njarðvíkingar eiga fyrsta
heimaleikinn í Domino’s-deild karla
sem fer fram í Njarðtaksgryfjunni
14. janúar kl. 19:15, þá taka Grindvík-
ingar á móti Þór Akureyri og Keflvík-
ingar fá Þór Þorlákshöfn í heimsókn
föstudaginn 15. janúar. Á laugardag
leika Grindvíkingar gegn Vestra í
1. deild kvenna og Njarðvíkurstúlkur
taka á móti Stjörnunni heima þann
19. janúar.
Karfan
(loksins)
af stað Úr leik Njarðvíkur og Keflavíkur á síðasta tímabili.
Mynd af umfg.is
Petra Rós Ólafsdóttir, formaður meistaraflokksráðs
kvenna, og Jón Ólafur, nýráðinn þjálfari. Mynd: UMFG
Miðvikudagur 13. janúar 2021 // 2. tbl. // 42. árg.sport