Víkurfréttir - 19.05.2021, Page 4
Rétturinn
Ljúengur
heimilismatur
í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
„Móttökurnar eru framar okkar
bestu væntingum,“ segir Willy
Nielsen, verslunarstjóri Rúmfa-
talagersins í Reykjanesbæ, í samtali
við Víkurfréttir. Strax við opnun
verslunarinnar síðasta föstudag
myndaðist röð út á götu og vegna
samkomutakmarkana þurfti að
telja viðskiptavini inn í búðina
allan daginn.
Willy segir að það hafi verið
brjálað að gera alla helgina og þegar
Víkurfréttir kíktu í nýja Rúmfata-
lagerinn síðdegis á mánudag var
verslunin full af fólki. Rúmfatala-
gerinn bauð tilboð og afslætti í tilefni
opnunarinnar og þá voru fjölmargir
viðskiptavinir leystir út með gjafa-
kortum.
Verslun Rúmfatalagersins á Fitjum
í Reykjanesbæ er sjöunda verslun
Rúmfatalagersins og sú fyrsta á Ís-
landi sem byggir á nýju útliti frá
JYSK þar sem notast er við ný hillu-
kerfi og uppstillingar. Willy segir að
útlitið sé eins og í dönskum versl-
unum JYSK. „Verslunin er hönnuð
með þægindi og notagildi fyrir við-
skiptavini í huga og það gleður okkur
að verslunin að Fitjum sé sú fyrsta í
þessu nýja útliti,“ segir í tilkynningu
frá Rúmfatalagernum.
„Það var mikil spenna fyrir opnun
búðarinnar og fólk var greinilega
búið að bíða lengi eftir því að fá
Rúmfatalagirnn til bæjarins. Allar
vinsælustu vörur Rúmfatalagersins
fást hér hjá okkur,“ segir Willy.
Í versluninn er úrval af hús-
gögnum en enginn húsgagnalager
er hins vegar á Fitjum, heldur koma
þær vörur með flutningabílum úr
Reykjavík og eru afgreiddar frítt á
flutningamiðstöð Flytjanda í Reykja-
nesbæ. Þangað getur fólk sótt hús-
gögnin eða fengið sendar heim með
sendibíl gegn gjaldi.
Rúmfatalagerinn í Reykjanesbæ
er með sex starfsmenn í fastri vinnu
og svo eru helgarstarfsmenn. Mikil
ásókn var í að fá starf hjá Rúmfata-
lagernum í Reykjanesbæ en 470
manns sóttu um starf í verslunni
á Fitjum. „Það eru margir sem
hafa áhuga á að vinna hjá Rúm-
fatalagernum sem er ánægjulegt,“
sagði Willy Nielsen, verslunarstjóri
Rúmfatalagersins í Reykjanesbæ að
endingu.
Úr nýrri verslun Rúmfatalagersins á Fitjum í Reykjanesbæ. VF-myndir: Hilmar Bragi
– ný verslun Rúmfatalagersins opnuð á Fitjum í Reykjanesbæ
Móttökurnar framar væntingum
og 470 sóttu um starf í versluninni
FIMMTUDAG KL. 19:30 Á HRINGBRAUT OG VF.IS
Suðurnesjasögur
Tomma í þætti vikunnar
Kaupa ný sæti
fyrir tvær
milljónir króna
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur
samþykkt að verja tveimur millj-
ónum króna til kaupa á nýjum
sætum í stúkuna á knattspyrnu-
vellinum við Hringbraut í Keflavík.
Bæjarráð telur rétt að sætin verði
keypt í samráði við Kristin Jak-
obsson innkaupastjóra og Knatt-
spyrnudeild Keflavíkur.
Leita leiða til að
dagvöruverslun
verði starfrækt
að nýju í Vogum
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga
samþykkti á fundi sínum í lok apríl
að festa kaup á húsnæði því sem
áður hýsti Verslunina Voga, þ.e. í
sama húsi og bæjarskrifstofurnar
eru til húsa. Verslunin hætti starf-
semi fyrir nokkru, en síðan þá
hefur verið starfræktur veitinga-
staður í húsnæðinu. Nú hafa eig-
endur þess staðar ákveðið að loka
og hætta starfseminni.
„Bæjaryfirvöldum fannst mikil-
vægt við þessar aðstæður að leggja
sitt að mörkum, og hyggst með kaup-
unum á húsnæðinu leita leiða til að
dagvöruverslun verði starfrækt að
nýju í sveitarfélaginu. Þegar hefur
verið leitað til nokkurra aðila sem
starfa á dagvörumarkaði, og standa
vonir okkar til að þær skili árangri.
Mikilvægt er fyrir íbúa sveitar-
félagsins að hafa aðgang að verslun
með helstu vörur í nærumhverfi
sínu, og vill sveitarfélagið því með
þessari aðgerð leggja sitt að mörkum
til að svo geti orðið,“ segir Ásgeir Ei-
ríksson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu
Vogum.
Verslunarplássið er í
Iðndal í Vogum.
vf is
4 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM í 40 ár