Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.2021, Side 21

Víkurfréttir - 19.05.2021, Side 21
DEILDARSTJÓRI FRÆÐSLUÞJÓNUSTU SUÐURNESJABÆJAR SUÐURNESJABÆR AUGLÝSIR STÖÐU DEILDARSTJÓRA FRÆÐSLUÞJÓNUSTU Á FJÖLSKYLDUSVIÐI LAUSA TIL UMSÓKNAR Suðurnesjabær er næst stærsta sveitafélagið á Suðurnesjum með um 3.700 íbúa og um 280 starfsmenn. Í Suðurnesjabæ eru tveir leikskólar, tveir grunnskólar og tónlistarskólar. Áhersla er að hjá sveitarfélaginu starfi fólk sem getur veitt bestu þjónustu sem völ er á af þekkingu, ábyrgð og metnaði. Fjölskyldusvið er samþætt þjónustueining og til þess heyrir félags-, frístunda- og fræðsluþjónusta. Þá sinnir fjölskyldusvið einnig félags- og fræðslumálum fyrir sveitarfélagið Voga á grundvelli samnings, þar sem er einn leikskóli og grunnskóli. Helstu verkefni og ábyrgð ■ Stýra og bera ábyrgð á rekstri og dag- legri starfsemi fræðsludeildar. ■ Eftirfylgni með lögum um leik-, grunn- og tónlistaskóla og viðeigandi reglugerðir. ■ Eftirlit og umsjón með aðbúnaði, skipulagi og árangri skólastarfs í sam- vinnu við skólastjórnendur. ■ Stuðningur og ráðgjöf við skólastjórn- endur og aðra forstöðumenn sem undir deildina heyra. ■ Tengiliður skóla við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Sam- band íslenskra sveitarfélaga. ■ Teymisvinna þvert á deildir og stofn- anir sveitarfélagsins. ■ Starfmaður fræðsluráðs Suðurnesja- bæjar og sveitarfélagsins Voga. Menntunar- og hæfniskröfur ■ Leyfi til að nota starfsheitið grunn- skólakennari. ■ Framhaldsnám í stjórnun eða mennt- unarfræðum æskileg. ■ Farsæl reynsla af kennslu, stjórnun og mannaforráðum. ■ Haldbær reynsla af áætlunargerð og greiningum. ■ Þekking og reynsla í opinberri stjórn- sýslu er æskileg. ■ Leiðtogahæfni og góð færni í mann- legum samskiptum. ■ Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnu- brögðum. ■ Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku. Umsóknarfrestur er til og með 30. maí 2021 Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starf deildarstjóra fræðsluþjónustu. Umsjón með starfinu hefur Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, netfang gudrun@sudurnesjabaer.is eða í síma 425-3000. Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is Ný fjallahjólabraut var opnuð í hlíðum Ásbrúar á uppstigningar- dag en þá stóð yfir yfir barna- og ungmennahátíðin BAUN og opnun brautarinnar var hluti af þeirri dagskrá. Markmið Baun-hátíðarinnar er að gera sköpun barna og ungmenna hátt undir höfði auk þess að draga fram allt það jákvæða sem stendur börnum og fjölskyldum til boða í Reykjanesbæ, þeim að kostnaðarlausu. „Starfsfólk umhverfissviðs Reykja- nesbæjar með dyggri aðstoð Arnalds og Kára frá Hjólaleikfélaginu hafa út- búið hér skemmtilega og krefjandi fjallahjólabraut og þar með fjölgað afþreyingarmöguleikum í bænum. Ég vil þakka þeim framtakið og verk- tökunum fyrir að gera svona flotta braut. Brautin er staðsett á verðandi skólalóð á Ásbrú og bráðlega verður hér settur upp ærslabelgur og spark- völlur,“ sagði Eysteinn Eyjólfsson, formaður umhverfis- og skipulags- ráðs Reykjanesbæjar við opnun brautarinnar. Fjölmörg ungmenni mættu á svæðið og léku sér í brautinni sem þykir vel lukkuð og skemmtileg viðbót við afþreyingu. Fjallahjólabraut opnuð á Ásbrú Eysteinn Eyjólfsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, opnaði brautina formlega. Fjallahjólabrautin er bæði krefjandi og skemmtileg sega þau sem hafa profað að hjóla hana. Nýja fjallahjólabrautin í hlíðum Ásbrúar. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson Frá opnun fjallahjólabrautarinnar á Ásbrú á uppstigningardag. víkurFrÉttir á SuðurNESJuM í 40 ár // 21

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.