Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.2021, Síða 23

Víkurfréttir - 19.05.2021, Síða 23
Frábær þátttaka í íþróttamóti Mána Íþróttamót Mána var haldið 1. og 2. maí síðastliðinn en þetta mót hefur ekki verið haldið síðan árið 2017. Mótið var opið öllum og komu knapar víða að í blíðuna til að taka þátt í mótinu og var virkilega góð þátttaka en skráningarnar voru rúmlega 160 talsins. Að vanda stóðu Mánamenn sig vel og voru í úrslitum í flestum greinum. Signý Sól Snorradóttir vann þrefalt í unglingaflokki, í tölti á Þokkadís frá Strandarhöfði, í fjórgangi á Kolbeini frá Horni 1 og í fimmgangi á Magna frá Þingholti. Glódís Líf Gunnarsdóttir og Magni frá Spá- gilsstöðum sigruðu slaktaumatölt ungmenna. Elín Sara Færseth og Hátíð frá Hrafnagili unnu töltið í 2. flokki og voru einnig fjórgangssigurvegarar. Mánamenn voru ánægðir með framkvæmd mótsins og kunnu mótanefnd bestu þakkir fyrir. Þá var dómurum þökkuð sérstaklega góð dómstörf og öllum sjálfboða- liðum sem komu að mótinu með einum eða öðrum hætti. Frá Mána: „Við fengum virkilega góða styrki frá fyrirtækjum til að aðstoða okkur við að gera mótið að veruleika. Fóðurblandan styrkti okkur með veglegum vinningum, Búvörur styrkti okkur einnig með vinningum, Nettó gaf nokkur gjafabréf og Stapinn á Arnarstapa gaf einnig gjafabréf. Einnig voru önnur fyrirtæki sem styrktu skráningargjöld knapa og vakti það mikla lukku hjá hestamönnum. Viljum við þakka öllum styrktaraðilum kærlega fyrir okkur.“ UNNU ALLAR SÍNAR VIÐUREIGNIR Suðurnesjamennirnir Daníel Dagur Árnason úr nýstofnuðu Júdófélagi Reykjanesbæjar (JRB) og Ingólfur Rögnvaldsson úr Júdófélagi Reykja- víkur (JR) stóðu sig frábærlega á Íslandsmóti fullorðinna í júdó sem fór fram í íþróttahúsinu Digranesi um helgina. Daníel keppti í -60 kg flokki og Ingólfur í -66 kg flokki og gerðu þeir félagar sér lítið fyrir og unnu báðir allar sínar viðureignir. Drengirnir hafa verið að gera það gott íþróttinni en þeir unnu báðir til gullverðlauna á RIG í janúar og eru í landsliðshópi Júdósambandsins. Þeir Ingólfur og Daníel munu taka þátt í Íslandsmóti unglinga í flokki u21 árs sem fer fram 29. maí næstkomandi. Á myndinni eru þeir Ingólfur og Daníel ásamt þjálfara sínum, Bjarna Friðrikssyni, sem vann til bronsverð- launa í júdó á Ólympíuleikum í Los Angeles árið 1984. Grunnskólamótið í glímu Um helgina fór Grunnskólamótið í glímu fram á Reyðarfirði. Hópur tólf vaskra Suðurnesjamanna hélt akandi af stað á föstudegi í tveimur glæsi- legum bílum sem bílaleigan MyCar lánaði til að koma keppendum til og frá mótsstað. Hópurinn kom austur á Reyðarfjörð seint á föstudagskvöldi eftir skemmtilegt ferðalag. Mótið byrjaði svo snemma á laugardeginum og var það hið glæsilegasta, um 40 keppendur frá átta skólum tóku þátt þrátt fyrir að margir kæmust ekki vegna sauðburðar og ferminga. Krakkarnir af Suðurnesjum nældu sér í verðlaun í nær öllum aldursflokkum og tveir grunnskólameistaratitlar komu í hlut Suðurnesjafólks. Glæsilegur árangur hjá Suðurnesjakrökkunum Grunnskólameistarar urðu þau Helgi Þór Guðmundsson úr Stapaskóla, sem sigraði flokk sjöundu bekkja, og Mariam Badawy úr Grunnskóla Sandgerðis, sem sigraði sama ald- ursflokk en Aðalheiður María úr Myllubakkaskóla varð í því þriðja. Lena Andrejenko úr Heiðarskóla varð önnur í flokki stúlkna í fimmta bekk og Natalía Chojnacka úr Njarð- víkurskóla varð þriðja í sama flokki. David Grajewski úr Njarðvíkurskóla lenti svo í öðru sæti í flokki drengja í fimmta bekk. Sigmundur Þengill úr Stapaskóla varð annar eftir hörkuúrslitarimmu um fyrsta sætið í flokki drengja úr sjötta bekk og í flokki stúlkna í átt- unda bekk varð Rinesa Sopi úr Akur- skóla önnur. Mótið var frábært sem og ferða- lagið í heild en hópurinn ferðaðist hringinn í kringum landið og keppti í mótinu á 37 klukkustundum sem má telja vel af sér vikið. Stapaskóli: Grunnskólameistari drengja í sjöunda bekk og silfur í flokki drengja í sjötta bekk. Grunnskóli Sandgerðis: Grunn- skólameistari stúlkna í sjöunda bekk. Njarðvíkurskóli: Silfur í flokki drengja og stúlkna úr fimmta bekk. Myllubakkaskóli: Silfur í flokki stúlkna úr áttunda bekk og brons í flokki stúlkna úr sjö- unda bekk. Heiðarskóli: Silfur í flokki stúlkna úr fimmta bekk. Tveir drengir úr Borðtennisfélagi Reykjanesbæjar á verðlaunapalli Íslandsmót unglinga í borðtennis fór fram um þarsíðustu helgi í TBR húsinu í Reykjavík. Fimm drengir kepptu á vegum Borð- tennisfélags Reykjanesbæjar (BR) en þetta var í fyrsta skiptið sem BR á þátttakendur á Íslandsmóti í borðtennis. Drengirnir stóðu sig mjög vel en tveir þeirra, Ingi Rafn William Davíðsson og Dawid May-Majewski, gerðu sér lítið fyrir og komust í undanúrslit í ein- liðaleik hnokka ellefu ára og yngri. Formaður BR, Piotr Herman, var mjög ánægður með árangurinn á mótinu og hvetur áhugasama borðtennisspilari, unga og aldna, til að skrá sig í félagið. Dawid May-Majewski og Ingi Rafn William lentu saman í þriðja sæti á Íslandsmóti unglinga í borðtennis. Prjónanámskeið fyrir byrjendur á Nesvöllum Prjónanámskeið þar sem kennd verða undirstöðuatriðin í prjóni. Við ætlum að læra að fitja upp, prjóna slétt og brugðið, fella af og önnur praktísk atriði eins og að velja rétta garnið. Kennt verður: 25. maí, 27. maí, 31. maí og 3. júní á milli kl. 10:00 og 12:00 Efnisgjald: 1000 kr Skráning og upplýsingar: 420-3400 Þessum fallega gæðingi fannst ekkert tiltökumál að stilla sér upp með hluta vinninga mótsins. Pepsi Max-deild karla: Keflavík fékk annan skell Keflvíkingar léku í fjórðu umferð Pepsi Max-deildar karla í knatt- spyrnu síðasta mánudag þegar þeir tóku á móti sprækum norðan- mönnum í KA. Það hallaði talsvert á heimamenn í leiknum og annan leikinn í röð fékk Keflavík fjögur mörk á sig. Lengjudeild karla: Þór - Grindavík 4:1 Mark Grindavíkur: Josip Zeba (18’). 2. deild karla: Magni - Njarðvík 2:2 Mörk Njarðv´´íkur: Bergþór Ingi Smárason (47’) og Magnús Þórir Matthíasson (80’). Þróttur - Fjarðab. 1:1 Mark Þróttar: Andy Pew (23’). Reynir - KF 0:2 3. deild karla: Víðir - KFS 3:2 Mörk Víðis: Elís Már Gunn- arsson (17’), Aaron Robert Spear (49’) og Sigurður Þór Hall- grímsson (74’) . Mjólkurbikar kvenna: Álftanes - Grindavík 0:6 Mörk Grindavíkur: Una Rós Unn- arsdótir (2), Unnur Stefánsdóttir, Írena Björk Gestsdóttir, Júlía Björk Jóhannesdóttir og Bentína Frímannsdóttir. kNattSPYrNuSaMaNtEkt Sindri Kristinn Ólafsson gerði vel þegar hann varði vítaspyrnu KA undir lok fyrri hálfleiks, hann þurfti hins vegar að sjá fjórum sinnum á eftir boltanum í netið. VF-mynd: Hilmar Bragi Pepsi Max-deild kvenna: Annað jafntefli hjá Keflavík Keflavík tók á mót Þrótti á HS Orkuvellinum í þriðju umferð Pepsi Max-deildar kvenna í knattspyrnu og lauk leiknum með 2:2 jafntefli. Keflavík komst yfir á 10. mínútu þegar Aerial Chav- arin skoraði fyrsta mark Keflvíkinga í deildinni í ár en þetta var hennar fyrsti leikur. Þróttur komst yfir í seinni hálfleik en Keflavík náði góðri skyndisókn á 66. mínútu og Amalía Rún Fjeldsted tryggði Keflavík eitt stig. Aerial Chavarin skoraði í sínum fyrsta leik í Pepsi Max-deild kvenna. VF-mynd: Hilmar Bragi Marki fyrirliðans, Aaron Robert Spear, fagnað. Mynd af Facebook-síðu Víðis víkurFrÉttir á SuðurNESJuM í 40 ár // 23

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.