Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2021, Síða 10

Skessuhorn - 28.04.2021, Síða 10
MiðVikUDAGUR 28. ApRÍL 202110 Sigurborg SH 12 lagðist að bryggju í Grundarfirði síðasta mánudags- morgun í blíðskaparveðri. Skip- ið kom með 90 tonn af blönduð- um afla og hófust skipverjar strax handa við að hífa fenginn upp á bryggju. Heiðskýrt og milt veð- ur lék við skipverja sem voru hin- ir kátustu. tfk „Já, við vorum að koma úr Grímsá og lönduðum fimm fiskum, sett- um í sjö, allir teknir á mismunandi streamera,“ sagði Hafþór Ósk- arsson í samtali við tíðindamann Skessuhorns. Eftir að hlýna tók hafa veiðimenn sést meira á vappi á svæðinu. Veiðin í Leirá í Leirársveit hef- ur verið góð og núna hafa veiðst á milli 70 og 80 fiskar. „Það þurfti að sökkva þessu vel niður og helst að kasta beint á þá, það var frekar kalt og það veiddist ekkert fyrr en eftir klukkan þrjú þegar hitastigið hækk- aði. Stærð á fiskum er þetta frá 40 og upp í 65 cm. Það var ótrúleg- ur mikill kraftur í stærri fiskunum, þeir ruku bæði upp og niður ánna og svakalegar tökur, þeir negldu flugurnar,“ sagði Hafþór ennfrem- ur. Auk hans voru við veiðarnar Jón Skelfir, Vigfús pétursson og pétur ingi Vigfússon. Á Seleyri við Borgarnes eru menn byrjaðir að veiða og um helgina voru nokkrir að berja á bakkan- um. Laxinn er byrjaður að ganga en stærstu laxarnir ganga yfirleitt í Hvítá í apríl. Veðurfarið er að batna verulega og það veit á gott fyrir áframhald vorveiðinnar. gb Skeifudagurinn á Hvanneyri var haldinn hátíðlegur fyrsta sumar- dag en hann hefur verið fastur liður í starfi nemenda LbhÍ allt frá 1957. Vegna samkomutakmarkana máttu gestir ekki mæta að þessu sinni að Mið-Fossum og var dagskránni streymt á vefnum. Skeifudagurinn er sannkölluð uppskeruhátíð nem- enda í reiðmennskuáföngum við skólann þegar þeir sýna afrakstur námsins við tamningu og þjálfun tveggja hrossa. Morgunblaðsskeif- an er veitt nemanda sem nær best- um samanlögðum árangri í frum- tamningarprófi og í reiðmennsku- hluta knapamerkis iii. Gunnars- bikarinn hlýtur sá nemandi sem fær hæstu einkunn í fjórgangskeppni. Ásetuverðlaun Félags tamninga- manna eru afhent sem og Fram- faraverðlaun Reynis. Dagurinn hófst með opnunar- atriði þar sem nemendur ásamt Randi Holaker kennara sínum riðu fánareið. Þá flutti Eyjólfur kristinn Örnólfsson brautarstjóri búfræði- brautar ávarp. Nemendur sýndu því næst tryppin sem þeir höfðu tamið í vetur. Loks var keppt um Gunnars- bikarinn. Að lokinni keppni flutti Steindóra Ólöf Haraldsóttir for- maður hestamannafélagsins Grana ávarp og verðlaun dagsins voru af- hent. Dagskránni lauk svo með ávarpi Ragnheiðar i. Þórarinsdótt- ur rektors. Þulur var Þráinn ing- ólfsson. Morgunblaðsskeifuna hlaut Laufey Rún Sveinsdóttir frá Sauð- árkróki með einkunnina 9,1. Í öðru sæti varð Steindóra Ólöf Haralds- dóttir með 8,9, Helga Rún Jó- hannsdóttir varð þriðja með 8,5, Elínborg Árnadóttir fjórða með 8,4 og Björn ingi Ólafsson fimmti með einkunnina 8,3. Gunnarsbikarinn hlaut Helga Rún Jóhannsdóttir. Eiðfaxabikar- inn er veittur þeim nemanda sem hlýtur bestu einkunn í bóklegum áfanga og hlaut hann í ár Elín- borg Árnadóttir. Ásetuverðlaunin hlaut Steindóra Ólöf Haraldsdóttir. Framfarabikar Reynis hlaut Björn ingi Ólafsson. mm Sigurborg SH 12 landaði fullfermi Verið að koma landganginum fyrir eftir kúnstarinnar reglum. Gunnar Ragnarsson brosti sínu blíðasta fyrir ljósmyndara Skessuhorns. Aflinn kominn á bryggjuna þar sem hann er ísaður til að viðhalda bestu gæðum. Mikill hamagangur í öskjunni og best fyrir fréttaritara að forða sér á öruggan stað. Laufey Rún Sveinsdóttir handhafi Morgunblaðsskeifunnar. Ljósm. rbj. Úrslit á Skeifudeginum á Hvanneyri Verðlaunahafar frá vinstri: Björn Ingi, Elínborg, Helga Rún, Steindóra Ólöf og Laufey Rún. Ljósm. Rósa Björk Jónsdóttir. Skeifudagur. Allir nemendur ásamt Randi Holaker reiðkennara og Eyjólfi Kristni Örnólfssyni brautarstjóra. Ljósm. rbj. Þessum niðurgöngulaxi úr Grímsá í Borgarfirði var sleppt og gefið framhaldslíf í sjónum. Ljósm. Hafþór Óskarsson. Víða fjör í vorveiðinni

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.