Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2021, Síða 15

Skessuhorn - 28.04.2021, Síða 15
MiðVikUDAGUR 28. ApRÍL 2021 15 Til hamingju með alþjóðlegan baráttudag launafólks 1. maí Síðastliðinn mánudagsmorgun gaf að líta talsverðan fjölda báta á línu og skaki rétt utan við Flösina á Akranesi. Dagana áður hafði ver- ið rífandi góð þorskveiði og bátar víða að af landinu, allt frá Ísafirði að Hornafirði, að veiðum svo að segja upp í kálgörðum Akurnesinga. Á mánudagsmorgun þegar mynd- in var tekin voru á þriðja tug báta að veiðum á tiltölulega afmörkuðu svæði vestan við Akranes. frg Netarall hófst á miðunum við land- ið í lok mars og lýkur í byrjun þess- arar viku. Gagnasöfnun er lokið á þremur svæðum af sex; í Breiða- firði, Faxaflóa og á grunnslóð og í kanti við Vestmannaeyjar. Það eru fimm bátar sem taka þátt í netarall- inu í ár; Magnús SH í Breiðafirði, Saxhamar SH í Faxaflóa, Friðrik Sigurðsson ÁR frá Reykjanesi að Skeiðarárdjúpi, Sigurður Ólafsson SF frá Meðallandsbugt að Hvíting- um og Þorleifur ÞH fyrir Norður- landið. Markmið verkefnisins er að safna upplýsingum um lengdar- og þyngdasamsetningu, kynþroska og vöxt eftir aldri á helstu hrygningar- svæðum þorsks. Einnig til að meta árlegt magn kynþroska þorsks sem fæst í þorskanet á hrygningarstöðv- um og meta breytingar í gengd hrygningarþorsks á mismunandi svæðum. Um 45-60 trossur eru lagðar á hverju svæði og er þeim dreift inn- an svæða á helstu hrygningarslóðir þorsks. Á hverju svæði er helmingur lagður í fyrirfram ákveðna punkta, svokallaðar fastar stöðvar en hinn helmingurinn er lausar stöðvar sem skipstjórar ákveða hvar skulu lagð- ar. Úrvinnsla gagna fer fram í maí og helstu niðurstöður verða kynnt- ar í byrjun júní, að því er fram kem- ur í tilkynningu frá Hafró. mm/ Ljósm. af. Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggð- ar fimmtudaginn 15. apríl síðast- liðinn var samþykkt að breyta að- alskipulagi við Sólheima og Hróð- nýjarstaði í Laxárdal svo þar megi reisa vindorkuver. Í gildandi aðal- skipulagi eru jarðirnar skilgreindar fyrir landbúnað en með breyting- unum verða fyrirhuguð vindorku- ver skilgreind sem iðnaðarsvæði. Gert er ráð fyrir að hægt verði að reisa allt að 40 vindmyllur með allt að 130 MW raforkuframleiðslu við Hróðnýjarstaði og 30 vindmyllur með allt að 150 MW raforkufram- leiðslu við Sólheima. Hæð vind- myllanna verður allt að 150 m í miðju hverfilsins en geta risið í allt að 200 m hæð í hæstu stöðu spaða. Einnig var samþykkt breyting á að- alskipulagi á fundi sveitarstjórnar á Reykhólum fimmtudaginn 15. apríl vegna fyrirhugaðs vindorkuvers í Garpsdal. Ekki er nánar fjallað um þá breytingu í fundargerð sveitar- félagsins. Stefnumörkun fyrir sveitarfélagið „Þetta er fyrsta skrefið í væntanlega áralöngu ferli sem nú þegar hefur tekið fjögur ár,“ segir Eyjólfur ingvi Bjarnason, oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar, í samtali við Skessu- horn. Breytingarnar sem sam- þykktar voru á fundi sveitarstjórn- ar bíða nú staðfestingar Skipulags- stofnunar. Eyjólfur segir að enn séu mörg skref í átt að því að vind- orkugarðar verði reistir í Laxárdal og nefnir að enn eigi eftir að meta umhverfisáhrif og deiliskipuleggja svæðið. „Svo eru skiptar skoðan- ir á því hvort þessar framkvæmd- ir ættu að falla undir rammaáætl- un eða ekki. En það er ekki hlut- verk sveitarfélagsins að segja til um það,“ segir Eyjólfur. „Þessi ákvörð- un er bara ákveðin stefnumörk- un fyrir sveitarfélagið. Ef af þess- ari uppbyggingu verður mun það auka tekjur í formi fasteignagjalda og búa til störf allavega á uppbygg- ingartíma,“ segir hann og bæt- ir við að í kjölfar uppbyggingar á vindorkugörðum gætu orðið til af- leidd störf í sveitarfélaginu. „Þetta er í raun hluti af uppbyggingu inn- viða. Mögulega sjá orkufrek fyrir- tæki hag í að byggja upp hér í ná- lægð við orkuna. En þá þarf orkan að koma fyrst,“ segir Eyjólfur. „Ég vil þó ítreka að ég er sam- þykkur þessari breytingu á aðal- skipulagi en áskil mér rétt að hafa aðra skoðun á seinni stigum máls- ins ef eitthvað kemur fram sem mælir gegn þessari uppbyggingu. Þetta er bara eitt skref af mörgum,“ bætir hann við. Eyjólfur segist hafa orðið var við umræðu sem leggi að jöfnu þessa breytingu á aðalskipu- lagi og framkvæmdaleyfi. „Það er langur vegur frá því og margt sem á eftir að skoða áður en framkvæmdir geta hafist. Þetta er viðamikil vinna og enn margt sem á eftir að koma í ljós. arg Góð veiði á línu og handfæri í Faxaflóa Netaralli Hafró lýkur í þessari viku Saxhamar SH var við veiðar á Faxaflóa. Magnús SH tók þátt í verkefninu og leitaði á Breiðafirði. Samþykktu breytingar á aðalskipulagi til að reisa megi vindorkuver í Dölum

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.