Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2021, Qupperneq 17

Skessuhorn - 28.04.2021, Qupperneq 17
MiðVikUDAGUR 28. ApRÍL 2021 17 Árgangur 1971 á Akranesi hefur oft komið við í fjáröflunum innan- bæjar og látið svo gott af sér leiða. Nú hefur árgangurinn ákveðið að standa fyrir áheitastökki í Akranes- höfn laugardaginn 1. maí næstkom- andi. Safnað verður fyrir einn jafn- aldra þeirra, Sveinbjörn Reyr, sem slasaðist alvarlega á síðasta ári þeg- ar hann var við akstur í motocross- brautinni á Akranesi. Safnað verð- ur fyrir sérsmíðuðu, handknúnu reiðhjóli handa Svenna sem kostar um tvær milljónir króna komið til landsins. Ætlunin er að fá að minnsta kosti 71 stökkvara til að stökkva í sjóinn af smábátabryggjunni. Því er jafn- framt lofað að stokkið verði af lít- illi hæð en ekki hægt að lofa að það verði ekki kalt þegar niður er komið. „Við hvetjum alla stökk- færa til að vera með og safna áheit- um,” segir í auglýsingu frá Club71. Því er bætt við að þeir sem stökkva megi vera í sundfötum, venjuleg- um fötum, blautgalla, þurrgalla eða bara hverju sem er. Skorað er á einstaklinga, hópa, félagasamtök og fyrirtæki að sýna samtakamátt og heita á stökkvarana. Ekki verð- ur tekið við tímapöntunum, heldur mætt á tímabilinu frá klukkan 10 til 15 laugardaginn 1. maí og leiðbein- ingum fylgt. Um Club 71 Club71 er félagsskapur sem stað- ið hefur fyrir ýmsum góðgerðar- málum og menningarviðburðum á Akranesi síðustu árin. Ber þar hæst Þorrablót Skagamanna sem hópur- inn kom í gang og sá um í tíu ár en þessi viðburður hefur gefið af sér nokkrar milljónir árlega sem runnið hafa óskipt til góðgerðar- og íþróttamála á Akranesi. Einnig mætti nefna Brekkusöng bæjarhá- tíðarinnar Írskra daga sem er bæj- arhátíð Akraness en þennan við- burð sækja þúsundir manna. Ýms- ir einstakir viðburðir hafa verið haldnir á vegum félagsskaparins í gegnum tíðina en hópurinn fékk Menningarverðlaun Akraneskaup- staðar árið 2017. Um sóttvarnir Við skipulag viðburðarins á laug- ardaginn hefur verið tekið mið af gildandi sóttvörnum og verða þær í hávegum hafðar. Stökk-tímabilið er fimm klukkustundir, frá kl. 10-15 og áhorfendum er ekki leyfilegt að safnast saman á bryggjunni heldur bent á aðrar bryggjur til að horfa en stokkið er af lágri bryggju sem er mjög miðsvæðis á hafnarsvæðinu og sést vel úr öllum áttum. Um öryggismál Samið hefur verið við Björgunarfélag Akraness um umsjón öryggismála á staðnum. Fulltrúar þeirra verða alltaf við hendina og fylgjast með þegar fólk stekkur en þeir gefa stökkvurum einn- ig merki um að stökkva. Stökksvæð- ið verður girt af og talið verður inn á svæðið í samræmi við sóttvarnarregl- ur. Bátur verður á staðnum á þeirra vegum þar sem stökkvarar lenda og fylgst verður með að allir stökkvarar komist upp úr sjónum. Club71 bendir þó á að allir sem stökkva gera það al- gerlega á eigin ábyrgð. Viðburðurinn er haldinn í sam- vinnu við Björgunarfélag Akaness og lögreglu og með leyfi Faxaflóahafna. Sóttvarnir Vesturlands hafa verið upplýstar um málið. mm Stokkið í sjóinn fyrir Svenna Hjól frá Lasher Sport. ið framundan hjá okkur sem lend- um í slysum. Þannig miðla samtök- in ýmsum gagnlegum upplýsingum og hjálpa fólki í minni stöðu við að takast á við nýjan og gjörbreyttan veruleika. Ekki hvað síst er formað- ur SEM, Arnar Helgi Lárusson fisk- sali, einstakur maður. Hann á sjálfur öll hugsanleg met í hjólastólaakstri. Í sumar hefur hann ákveðið að hjóla áheitaferð eina fjögur hundruð kíló- metra frá Jökulsárlóni og út á Reykja- nes. Í þeirri ferð ætlar hann að safna fyrir fjórum hjólum fyrir SEM sam- tökin. Ég sé hins vegar fyrir mér að svona torfæru þríhjól opni fyrir mér möguleika á að komast út í hreina loftið. Við höfum frábæra göngu- og hjólastíga hér á Akranesi, góðar göt- ur og gott veður. Á svona hjóli get ég í staðinn fyrir að fara út að hjóla eða hlaupa, ekið um allt, hitt fólk og tek- ið virkari þátt í lífinu að nýju.“ Stokkið til áheits Aðspurður segir Svenni að torfæru- hjól af þessu tagi kosti að grunninn til um tvær milljónir króna, en hægt er að velja mismunandi aukabún- að, eins og fjöðrunarbúnað og fleira og þá hleypur verðið upp um nokk- ur hundruð þúsund krónur. „Ég hef því stefnuna á að kaupa eigið hjól og nota það sem nokkurs konar æfinga- tæki, viðra mig helst á hverjum degi. Ég ætla þó að bíða með að staðfesta kaup á mínu hjóli, sjá til hversu vel lækninum tekst að koma mætti í hendurnar og haga vali á aukabún- aði eftir því,“ segir Sveinbjörn Reyr Hjaltason að endingu. Eins og fram kemur í frétt hér til hliðar hefur firnasterkur jafnaldra- hópur Svenna ákveðið að standa fyrir áheitastökkum í Akraneshöfn laugardaginn 1. maí næstkomandi. Þá gefst öllum þeim sem vilja leggja söfnuninni lið kostur á að heita á stökkvarana, nú eða leggja beint inn á söfnunarreikning. Í forsvari fyrir átakinu er pétur Magnússon jafn- aldri Svenna og fleiri í Club71 en pétur og Svenni ólust báðir upp á Grundunum við frjálsræði og úti- leiki af ýmsu tagi. mm

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.