Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2021, Síða 22

Skessuhorn - 28.04.2021, Síða 22
MiðVikUDAGUR 28. ApRÍL 202122 Á Oddsstöðum í Lundarreykjadal býr hin sænska Denise Michaela Weber ásamt manni sínum Sigurði Hannesi Sigurðssyni og tveimur börnum þeirra; tveggja ára stúlku og mánaðargömlum dreng. Dreng- urinn kom reyndar nokkuð snögg- lega. Þau voru á leið á fæðinga- deildina á Akranesi þegar hún finn- ur að drengurinn er bara alveg að koma í heiminn. Þau rétt náðu inn á fæðingadeildina og drengurinn var kominn í heiminn fimm mínútum síðar. Denise hefur verið á Íslandi síðan 2012 og starfar við hestaþjálf- un og reiðkennslu. Hannes, maður Denise, starfar sem vélvirki í vél- smiðjunni Búhag ehf. á Skarði í Lundarreykjadal. „Þeir smíða ým- islegt, svo sem innréttingar í hest- hús, pípuhlið og fjölmargt fleira. Nú eru þeir að vinna við uppsetn- ingu varmaorkuvirkjunar í Reyk- holti. Hann er ekki beint mikið í hestamennsku en notar hross þeg- ar þarf að gera eitthvað, til dæmis að smala og þess háttar hér á Odds- staðabúinu,“ segir Denise. Blaðamanni Skessuhorns lék for- vitni á að vita hvaðan Denise Mic- haela Weber kemur. „Ég kem frá Svíþjóð, nánar tiltekið Norrtälje sem er í um það bil klukkustundar akstursfjarlægð norður frá Stokk- hólmi,“ segir Denise. Aðspurð um hvort hún komi úr stórri fjölskyldu svarar hún: „Við erum fjögur eftir í fjölskyldunni; pabbi, ég og svo á ég tvö systkini en mamma mín lést á síðasta ári.“ Á íslenskum hestum frá því hún var sjö ára Denise er búin að stunda hesta- mennsku síðan hún var sjö ára. „Ég hafði í raun aldrei tekið pásu frá hestamennskunni fyrr en þegar ég eignaðist börnin mín tvö. Í Svíþjóð byrjaði ég á íslenskum hestum og hef í raun verið á íslenskum hest- um alla tíð síðan.“ Hross í Svíþjóð eru af öllum stærðum og gerðum. „Það eru í rauninni allar greinar hestamennsku stundaðar í Svíþjóð. Þar eru alls kyns hestakyn og þar er keppt í mörgum greinum hesta- íþrótta, til dæmis er keppt í brokki og hindrunarstökki og þá eru einn- ig kappreiðar, bæði með kerru og á hefðbundinn hátt. Svo er líka keppt í „dressur“ sem er í raun gæðinga- fimi.“ Denise segir að það sé nokkuð löng saga hvernig hún kom til Ís- lands. „Ég átti kærasta í Svíþjóð sem átti íslenskan pabba, Haffa. Við hættum saman en héldum samt góðu sambandi og vorum áfram góðir vinir og töluðum mikið sam- an. Ég hafði verið að vinna í hest- húsi með skólanum og yfirleitt allt- af leyst eigendur af eina til tvær vik- ur hvert sumar. Þegar ég var búin í menntaskólanum var ég svo ein með allt búið, 17 hross, 72 kindur og tvo ketti, þegar þau hjónin fóru saman í fríi. Það var eina leiðin fyr- ir þau til að fara saman í frí. Áður höfðu þau alltaf þurft að fara í sitt hvoru lagi. Ég leysti þau af í einn mánuð þannig að ég var bara ein með allt búið þó ég hefði ekki mikla reynslu af því að sjá svona algerlega um heilt hesthús og sinna bústörf- unum.“ Eftir það fór Denise að vinna á elliheimili ásamt því að vinna á sambýli fyrir fötluð börn. „Sambýl- ið var svona helgardvalarstaður eða afleysingaheimili ef svo má segja, þar sem fötluð börn gátu dvalið, til dæmis eina helgi og foreldr- arnir fengu þá smá hvíld á meðan. Á sama tíma var ég alveg á fullu í hestamennskunni,“ segir hún. Denise var ung og alveg ómennt- uð á þessum tíma. „Það þýddi það að ég var alltaf ráðin í stuttan tíma í einu og vissi í raun aldrei hversu lengi ég héldi vinnunni. Síðan hætti ég alveg að vinna á elliheimilinu og helgardvalarheimilinu fyrir fötluð börn og sneri mér alfarið að hesta- mennskunni. Einn daginn var ég að spjalla við Haffa, föður fyrrverandi kærast- ans, og hann spurði hvort ég hefði áhuga á því að fara til Íslands og ég svaraði strax; „Jú, af hverju ekki?“ Haffi hringdi strax í Sigurð Odd, núverandi tengdaföður minn, en þá voru þau með fullmannað í öll störf og vantaði því ekki starfsmann. Haffi ætlaði því að halda áfram að leita að starfi fyrir mig á Íslandi. Ég fékk einhver tímabundin störf aft- ur á heimilunum en réði mig samt þannig að mögulega yrði ég að hætta þar því mig langaði til þess að fara til Íslands og var það auð- sótt mál. Þá benti Haffi mér á að hafa samband við aðra aðila norður í landi. Ég sendi þeim tölvupóst en fékk aldrei svar til baka. Ég ákvað því að prófa að senda þeim skilaboð á Facebook, sem mér fannst reynd- ar ekki sérlega „professional.“.“ Ætlaði bara að vera á Íslandi í sex mánuði „En meðan ég beið eftir svari frá þessum aðila norður í landi hringdi Hafliði í mig og sagðist hafa heyrt að nú vantaði starfskraft á Odds- stöðum. Ég hafði samband við þau Sigurð Odd og Guðbjörgu og tveimur vikum síðar var ég kom- in til Íslands. Í fyrstu var ákveð- ið að ég yrði í sex mánuði en fljót- lega ákváðum við í sameiningu að ég yrði lengur. Ég sagði þeim að ég gæti verið hjá þeim í sex mánuði til viðbótar. Eftir tvær vikur fórum við að ræða saman og ég var spurð hvort ég vildi vera áfram. Ég ákvað fljótlega að mig langaði það.“ Aðspurð um hvort hún hefði komið áður til Íslands segir Den- ise: „Já, ég hafði komið einu sinni til Íslands en bara sem ferðamaður. Ég kom síðan hingað árið 2012 og hef verið að mestu leyti hér á Odds- stöðum síðan. Ég fór reyndar heim í eitt ár til þess að fara í nám. Ég byrjaði í eins konar heilsufræði eða iðjuþjálfun þar sem bæði er lögð áhersla á forvarnir og að fræða og þjálfa fólk á öllum aldri í því skyni að bæta heilsuna og minnka líkur á því að það veikist. Að námi loknu getur fólk síðan farið að vinna sem einkaþjálfarar á líkamsræktarstöðv- um eða að sem ráðgjafar varðandi mataræði svo dæmi séu tekin.“ Var í 270 prósent vinnu Að sögn Denise er námið þrjú ár en hún hætti í því eftir fyrsta árið. „Ég var í skóla í 100 prósent vinnu. Þá var í 70% vinnu auk þess að vera í 100% vinnu í hestamennskunni. Þetta var orðið svolítið mikið álag þannig að mamma benti mér á að ég yrði að velja á milli. Hún spurði mig hvort ég gæti til dæmis hætt í vinnunni? Ég hélt nú ekki, ég elsk- aði vinnuna mína. Þá spurði hún hvort ég væri til í að hætta í hesta- mennskunni? Ég þvertók fyrir það. Þá var bara námið í iðjuþjálfuninni eftir og ég tók því ákvörðun um að hætta í náminu.“ Eftir þetta sótti Denise um að komast í nám í hestafræðum í Wången skólanum í Svíþjóð sem kennir hestafræði. „Þar komst ég í samband við stelpu sem hafði eins og ég verið að vinna með hesta á Ís- landi. Við vorum einhvern tímann að spjalla saman og þá barst í tal hvort við ættum að sækja um í Há- skólanum á Hólum í Hjaltadal. Það endaði með því að við gerðum það og komumst inn. Á Hólum lærði ég til dæmis reiðkennslu og hestaþjálf- un og lauk BS gráðu í hestafræðum og reiðkennslu þaðan.“ Kennir bæði í Svíþjóð og Austurríki Blaðamaður spyr Denise um hvað hún sé helst að fást við í dag. „Það er ansi mikið um að vera hjá mér. Ég fer reglulega erlendis, bæði til Svíþjóðar og Austurríkis, þar sem ég held námskeið og er með einka- tíma í reiðkennslu. Þessi kennsla erlendis er í raun fullt starf. Ég er með verkefni á nokkrum stöðum í þessum löndum og er yfirleitt bók- uð eitt ár fram í tímann þannig að ég er yfirleitt með kennslu yfir allt árið. Það hefur náttúrulega rask- ast aðeins á tímum Covid. Ég er oft að vinna virka daga hér heima á Íslandi og ver síðan helginni er- lendis. Hér heima vinn ég aðal- lega við þjálfun hesta. Svo er ég líka með fjarkennslu, sem sagt að kenna fólki á netinu. Ég sé um fjölmiðlun, bæði fyrir mig, Oddsstaði og fyr- ir fyrirtæki úti sem heitir Töltrid- ing og svo held ég fyrirlestra á net- inu. Markmiðið er að kenna meira hérna heima á Íslandi og halda fleiri námskeið.“ Blaðamaður sem hefur afar tak- markaða reynslu af hestamennsku spyr Denise að því að lokum hver sé munurinn á því að þjálfa hross og temja þau? „Munurinn er aðallega sá að tamningin á sér stað fyrst, þar fer fram öll grunnvinna og síðan tekur þjálfun við.“ frg/ Ljósm. frg og aðsendar. Áð í reiðtúr. Denise Weber þjálfar hross og kennir reiðmennsku Kennir reiðmennsku í Svíþjóð og Austurríki Denise Weber í stofunni heima á Oddsstöðum. Denise Weber með rúmlega mánaðargamlan son sinn. Denise á hestbaki.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.