Skessuhorn


Skessuhorn - 16.06.2021, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 16.06.2021, Blaðsíða 2
MiðVikudaGuR 16. júNÍ 20212 Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei. Á morgun er 17. júní, dagur gas- blaðra, klístraðra snuðsleikjóa og hoppukastala. Gleðilegan þjóðhá- tíðardag á morgun. Þeir sem vilja svo halda hátíðarhöldum áfram geta glaðst því Hvalfjarðardagar hefjast á föstudaginn og gleði og gaman mun einkenna sveitina alla helgina. Bæði á morgun, lýðveldisdag okk- ar Íslendinga, og á föstudag er útlit fyrir norðlæga eða breyti- lega átt 3-8 m/s. Skýjað að mestu á landinu og dálitlar skúrir á víð og dreif, einkum fyrir sunnan. Hiti 3-11 stig, mildast á Suðurlandi. Á laugardag á að vera norðan- og norðaustanátt, skýjað með köfl- um og stöku skúrir, en rigning suð- austan- og austantil á landinu um kvöldið. Hiti 6-12 stig. Á sunnudag er spáð norðlægri átt og rigningu á austurhelmingi landins, en bjart með köflum vestanlands. Hlýnandi veður. Á mánudag á að vera norð- vestanátt með rigningu um norð- anvert landið en bjartviðri fyrir sunnan. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Ætlar þú í utan- landsferð í sumar?“ Flestir, eða 58% svarenda, vilja ekki fara út fyr- ir landsteinana í sumar. 21% sögð- ust ekki vera farnir að hugleiða það, 14% ætla örugglega að láta vaða til útlanda og 8% svarenda ætla líklega að skella sér í utan- landsferð. Í næstu viku er spurt: Hvað vilt þú á þinn snúð? Félagar í Ferðafélagi Borgarfjarð- arhéraðs hófust handa við að stika gönguleið upp á Hafnarfjall nú fyr- ir helgi. Eru þessir duglegu sjálf- boðaliðar Vestlendingar vikunnar að þessu sinni. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Fornbílasafn lokað í sumar BORGARNES: Stjórn Fornbílafjelags Borgarfjarð- ar sat í liðinni viku fundi með forsvarmönnum Borg- arbyggðar, slökkviliðsstjóra og eldvarnafulltrúa vegna félagsaðstöðunnar og safns- ins í Brákarey sem gert var að lokað yrði í febrúar síð- astliðnum. Skúli G ingvars- son formaður félagsins hefur nú upplýst í bréfi til félags- manna að safnið verði lok- að í það minnsta í sumar. Stjórnin hafi fengið þau af- dráttarlausu svör að ekki yrði gefið leyfi til að opna neina starfsemi í gamla sláturhús- inu í Brákarey fyrr en búið verður að skipta um þak á húsinu og gera ýmsar aðrar lagfæringar þannig að hver starfsemi fyrir sig væri í sér brunahólfi. -mm Staðan í trúmálum LANDIÐ: Þann 1. júní síð- astliðinn voru 229.625 ein- staklingar skráðir í Þjóð- kirkjuna samkvæmt skrán- ingu Þjóðskrár Íslands. Það er 61,9% landsmanna. Skráðum í þjóðkirkjuna hefur fækkað um 92 síð- an 1. desember síðastliðinn. Næststærstu trúfélögin eru nú kaþólska kirkjan með 14.693 meðlimi og Fríkirkj- an í Reykjavík með 10.006 meðlimi. Frá 1. desemb- er hefur fjölgun mest í Ása- trúarfélaginu, eða um 172 meðlimi og í Siðmennt hefur fjölgað um 159. Mest fækk- un var í Zuism trúfélaginu eða um 162 meðlimi. um síðustu mánaðamót voru 7,7% landsmanna skráð utan trú- og lífsskoðunarfélaga, eða 28.527 einstaklingar. auk þess voru 56.327 manns með ótilgreinda skráningu eða 15,1%. -mm Áskell Þórisson www.askphoto.is Á fundi sveitarstjórnar í Borg- arbyggð síðastliðinn fimmtudag hafnaði sveitarstjórn að svo stöddu fyrirhuguðum aðalskipulagsbreyt- ingum eða frekari skipulagsvinnu vegna nýtingar vindorku á Grjót- Eins og Skessuhorn greindi frá í apríl síðastliðnum samþykkti sveit- arstjórn dalabyggðar á fundi sínum fimmtudaginn 15. apríl að breyta aðalskipulagi í landi Sólheima og Hróðnýjarstaða í Laxárdal svo þar geti risið vindorkuver. Í kjölfarið sendi dalabyggð Skipulagsstofn- un til staðfestingar aðalskipulags- breytingarnar 19. apríl síðastliðinn. Á fundi sveitarstjórnar fimmtudag- inn 10. júní var svarbréf Skipulags- stofnunar tekið fyrir. Í því svarbréfi segir m.a. að; „samhliða skipulags- ferli þessara aðalskipulagbreytinga vinna forsvarsaðilar áforma um vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða og Sólheima að mati á umhverfisá- hrifum framkvæmdanna.“ Þá segir að upplýsingar skorti um ýmis mik- ilvæg atriði eins og áhrif á landslag og ásýnd, fuglalíf, tengls við raf- orkuflutningskerfið og samlegðar- áhrif þessara tveggja vindorkuvera og fleira. En þesssir hlutir ættu að liggja skýrari fyrir þegar umhverfis- matsferli framkvæmdanna er lokið. „Skipulagsstofnun telur að þrátt fyrir að það sé mikilvægt að sveitar- félög marki sér stefnu í skipulags- málum sem lögð séu til grundvall- ar ákvörðunum um einstök fram- kvæmdaáform af því tagi sem hér eru til umfjöllunar, þá sé í þessu tilfelli mikilvægt að fyrir liggi þær upplýsingar sem fram munu koma í umhverfismati framkvæmdanna, áður en skipulagsforsendur fram- kvæmdanna eru endanlega ákveðn- ar með samþykki og staðfestingu aðalskipulagsbreytinganna,“ seg- ir í svari Skipulagsstofnunar. Þá er mælt með því að sveitarfélagið taki aðalskipulagsbreytingarnar til af- greiðslu að nýju þegar umhverfis- mati framkvæmdanna er lokið. Þá geti endanleg samþykkt og útfærsla stefnu og skipulagsákvæði aðal- skipulagsbreytinganna tekið mið af þeim upplýsingum sem þá liggja fyrir. Skipulagsstofnun sá ekki ástæðu til að fara frekar yfir einstök efnis- atriði aðalskipulagsbreytinganna að svo stöddu og benti jafnframt á að nú sé til umfjöllunar á alþingi laga- frumvarp og þingsályktunartillaga um breytta málsmeðferð vikjana- kosta í vindorku. „Miðað við nú- gildandi lög og rammaáætlun þarf að útfæra stefnu og skipulagsákvæði í aðalskipulagi, bæði í greinagerð og á uppdrætti, varðandi vindorku- ver í landi Hróðnýjarstaða og Sól- heima eins og gildir um virkjunar- kosti í biðflokki rammaáætlunar,“ segir í bréfi Skipulagsstofnunar, sem virðist með bréfi sínu vera að senda málið aftur heim í hérað. arg Leggja til að unnið verði að mati á um- hverfisáhrifum samhliða skipulagsferli Bið verður á því að vindorkan verði virkjuð á Grjóthálsi hálsi í landi Hafþórsstaða í Norð- urárdal og Sigmundarstaða í Þver- árhlíð. afgreiðsla sveitarstjórnar var afgerandi; átta voru andvígir en davíð Sigurðsson (B) sat hjá við af- greiðslu málsins. Yfir 70 athugasemdir bárust á kynningartíma og lýstu þær einarðri andstöðu við framkvæmdirnar. at- hugasemdirnar snéru m.a. að nei- kvæðum áhrifum á náttúru og um- hverfi, sjónmengun, hávaðameng- un og neikvæð áhrif á gróður, dýra- líf og mannlíf. „athugasemdir eiga mikinn rétt á sér í ýmsum þáttum en aðrar athugasemdir eru byggðar á því að fólk er ekki nógu vel upp- lýst um eðli vindmylla, enda eru vindmyllur ekki algengur orkugjafi á Íslandi enn sem komið er,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitar- stjóri Borgarbyggðar í samtali við Skessuhorn. Þá bendir hún á að ekki liggi fyrir hver stefna Borgar- byggðar sé varðandi vindorkuver í sveitarfélaginu og komu athuga- semdir varðandi það frá lögbundn- um umsagnaraðilum. „Endurskoð- un aðalskipulags stendur yfir og vísaði sveitarstjórn málinu til end- urskoðunar aðalskipulags Borgar- byggðar á fundi sínum á fimmtu- dag. Í aðalskipulaginu á að móta stefnu um nýtingu vindorku í sam- vinnu við íbúa og hagsmunaaðila sveitarfélagsins,“ sagði Þórdís Sif. arg Grjótháls. Ljósm. Mats Wibe Lund.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.