Skessuhorn - 16.06.2021, Blaðsíða 12
MiðVikudaGuR 16. júNÍ 202112
alþingi samþykkti á síðasta degi
nýafstaðins þings stjórnarfrum-
varp um breytingu á sveitarstjórn-
arlögum og lögum um tekjustofna
sveitarfélaga. Í frumvarpinu var
meðal annars lagt til að lágmarks-
íbúafjöldi sveitarfélags verði 1.000
íbúar og að ráðherra sveitarstjórn-
armála hafi frumkvæði að samein-
ingu sveitarfélaga. Miklar athuga-
semdir voru gerðar við þær grein-
ar frumvarpsins sem tóku á ofan-
greindum atriðum og gerði meiri-
hluti umhverfis- og samgöngu-
nefndar á endanum tillögu í nefnd-
aráliti um að falla frá efnisatriðum
beggja greina frumvarpsins, það er
um lágmarksíbúafjölda sveitarfé-
lags og sameiningu sveitarfélaga að
frumkvæði ráðherra. Í stað ákvæðis
um lágmarksíbúafjölda var sett inn
markmiðsákvæði þar sem stefnt er
að því að lágmarksstærð sveitarfé-
laga verði 1.000 íbúar.
Meirihlutinn lagði sem fyrr segir
til að í stað ákvæðis um 1.000 íbúa
lágmarksfjölda verði kveðið á um
að stefna skuli að þúsund íbúa lág-
marksstærð sveitarfélaga. Sveitarfé-
lögum sem ná ekki þeirri lágmarks-
stærð ber innan árs að hefja annað
hvort formlegar sameiningarvið-
ræður við annað eða önnur sveit-
arfélög eða að vinna álit um stöðu
sveitarfélagsins og getu til þess að
sinna lögbundnum verkefnum.
Ákveði sveitarstjórn að hefja ekki
sameiningarviðræður geta 10%
íbúa farið fram á almenna og bind-
andi atkvæðagreiðslu um ákvörð-
unina.
Frumvarpið var samþykkt með
44 atkvæðum. Þingmenn Mið-
flokksins og Flokks fólksins sátu
hjá við afgreiðslu málsins, en full-
trúar Miðflokksins höfðu lagt fram
minnihlutaálit í umhverfis- og sam-
göngunefnd, þar sem meðal annars
var lögð áhersla á að ekki væri for-
svaranlegt að leggja meiri rekstar-
legar kröfur á smærri sveitarfélög
en þau stærri, eins og gert er í frum-
varpinu eins og það var að endingu
samþykkt.
Meirihlutinn lagði jafnframt til
þá breytingu að fallið verði frá því
að ráðherra hafi frumkvæði að því
að sameina sveitarfélag, sem ekki
nær lágmarksstærð, öðru eða öðr-
um nágrannasveitarfélögum. Í stað
þess er lagt til að kveðið verði á um
að sveitarstjórn sveitarfélags sem
ekki nær lágmarksstærð beri að leit-
ast við að ná markmiðum um aukna
sjálfbærni sveitarfélaga og tryggja
getu þeirra til að annast lögbundin
verkefni. Til þess að ná þeim mark-
miðum geti sveitarstjórn annað-
hvort hafið formlegar sameiningar-
viðræður á grundvelli 119. gr. sveit-
arstjórnarlaga eða látið vinna álit
um stöðu sveitarfélagsins og sam-
einingarkosti þess. Mikil andstaða
hafði verið á meðal smærri sveitar-
félaga við þetta ákvæði.
Sem fyrr segir lögðu fulltrú-
ar Miðflokksins í nefndinni fram
minnihlutaálit þar sem því var fagn-
að að fallið hafi verið frá lögþving-
aðri sameiningu sveitarfélaga, en
lögðu jafnframt áherslu á að burð-
ir sveitarfélaga til þjónustu við íbúa
væru ekki bundnir við fjölda íbúa,
enda sögðu þeir mörg dæmi þess að
minni sveitarfélög sinni þjónustu
betur en stærri sveitarfélög. Í sam-
tali við Skessuhorn sagði Bergþór
Ólason, formaður umhverfis- og
samgöngunefndar og annar nefnd-
armanna Miðflokksins í nefndinni,
að sjálfbærni sveitarfélaga verði
ekki talin bundin við stærð þeirra.
„Nægir í því efni að bera saman
fjárhagslega stöðu ýmissa sveitarfé-
laga og Reykjavíkurborgar,“ sagði
Bergþór. Hann sagði jafnframt að
þrátt fyrir að hann væri fylgjandi
sameiningu sveitarfélaga, þá fagn-
aði hann því að alþingi hefði fallið
frá því að lögþvinga sameininguna,
eins og frumvarp samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra gerði ráð
fyrir í upphafi.
mm
Í síðustu viku var undirrituð vilja-
yfirlýsing um fyrsta áfanga í sam-
starfi um föngun kolefnis og nýt-
ingu glatvarma á Grundartanga. Í
fréttatilkynningu frá Ólafi adolfs-
syni, stjórnarformanni Þróunar-
félags Grundartanga, kemur fram
að lykilatriði samstarfsins séu að
fanga kolefni úr útblæstri iðnfyr-
irtækja á Grundartanga sem verð-
ur dælt niður í borholur á svæðinu,
ásamt nýtingu glatvarma frá þeirri
starfsemi til hitaveitu. Þá er mark-
mið að draga verulega úr losun
gróðurhúsalofttegunda, efla orku-
skipti og nýsköpun auk þess að nýta
glatvarma frá starfsemi iðnfyrir-
tækja á Grundartanga til hitaveitu
sem getur þjónað fyrirtækjum á
iðnaðarsvæðinu og nálægum sveit-
arfélögum.
„Verkefnið sem unnið verður
undir stjórn Þróunarfélags Grund-
artanga, fellur vel að loftslagsmark-
miðum Íslands en einnig að þró-
un í orkumálum og atvinnusköp-
un. Vonir standa til að verkefnið
geti skapað umtalsverð verðmæti
á komandi árum en það er hluti af
uppbyggingu græns iðn- og auðlin-
daklasa á Grundartanga og munu
niðurstöður þess nýtast á fleiri iðn-
aðarsvæðum á landinu,“ segir Ólaf-
ur.
Edda Sif Pind aradóttir hjá Car-
bfix sagði við undirritun samnings-
ins að fyrirtækið hefði mikinn byr í
seglunum, sem væri afar ánægjulegt
og nauðsynlegt þegar loftslagsváin
gerir vart við sig með sífellt fjöl-
breyttari hætti. „Við höfum vart
undan að svara óskum um samstarf
víðs vegar um heiminn en það er
gott að ráðast fyrst í þetta verkefni
hér heima fyrir,“ sagði Edda Sif.
Staðsetning verkefnisins á
Grundartanga kemur til þar sem á
því svæði er aðgangur að þeim efn-
isstraumum sem verkefnið þarfnast,
þ.e. koldíoxíð og glatvarmi frá iðn-
aðarstarfsemi á svæðinu, gott að-
gengi að endurnýjanlegri umfram
raforku og afar góð hafnaraðstaða.
Vonir standa til þess að verkefnið
styðji við áframhaldandi uppbygg-
ingarskeið á Grundartanga sem
grundvallað verði á nýsköpun, um-
hverfisvænum lausnum, verðmæta-
sköpun og klasasamstarfi öflugra
fyrirtækja, stofnana og opinberra
aðila,“ segir í fréttatilkynningunni.
„Hér er stefnan tekin á tvö spenn-
andi og góð verkefni sem samrým-
ast fullkomlega nýrri Orkustefnu
fyrir Ísland; fjölnýtingu dýrmætra
orkustrauma á borð við glatvarma,
og hins vegar kolefnisföngun ýmist
til niðurdælingar eða framleiðslu á
rafeldsneyti,“ sagði Ólafur adolfs-
son. „Þessi nýsköpunarverkefni
stuðla ekki bara að markmiðum
okkar Íslendinga um bætta orku-
nýtingu, orkuskipti og samdrátt í
kolefnislosun heldur styrkja þau at-
vinnusvæðið á Grundartanga og þá
miklu verðmætasköpun sem þar fer
fram,“ bætti hann við. mm
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull á 20
ára afmæli mánudaginn 28. júní
næstkomandi. Í tilefni af því verður
afmælisdagskrá á vegum þjóðgarðs-
ins í heila viku eða frá 19. júní til
28. júní . Meðal viðburða má nefna
göngur undir leiðsögn á valda toppa
Þjóðgarðsins; Hreggnasa, Saxhól,
Sjónarhól, Sauðhól, Rauðhól, Búr-
fell og Bárðarkistu. Þá verða fróð-
leiksgöngur með Snæfellingum sem
eru rólegar göngur á undirlendi við
allra hæfi og fróðleikur í fyrirrúmi.
Þá fara fram Bárðarleikar á Malar-
rifi fyrir alla aldurshópa og verða
leikarnir undir stjórn landvarða.
Þá verður efnt til ljósmynda-
keppni og er þema keppninn-
ar Vættir í Þjóðgarðinum. annað
skemmtilegt sem má nefna í þess-
ari glæsilegu og fjölbreyttu dagskrá
er til dæmis fróðleiksganga um
Þrælavík með Sæmundi frá Rifi,
Hólahólajóga með Valda, sand-
kastalagerð í Skarðsvík, söngur og
sögur með kára Viðars í Skarðsvík
og karlakórinn Heiðbjört. Nánari
upplýsingar um dagskrána má finna
á fésbókarsíðu Snæfellsbæjarbæjar
og ættu flestir að finna sér eitthvað
við hæfi.
vaks
Úr Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Ljósm. af fésbókarsíðu Snæfellsbæjar
Þjóðgarðurinn
Snæfellsjökull 20 ára
Fallið frá lögþvingaðri
sameiningu sveitarfélaga
Við undirritun samkomulagsins í síðustu viku. Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit, Gestur Pálsson forstjóri
Veitna, Álfheiður Ágústsdóttir forstjóri Elkem Ísland, Edda Sif Pind Aradóttir frá Carbfix, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
iðnaðarráðherra, Ólafur Adolfsson formaður stjórnar Þróunarfélags Grundartanga og Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Akraness.
Samstarf um föngun kolefnis og nýtingu glatvarma
Ólafur Adolfsson segir verkefnið falla vel að loftslagsmarkmiðum Íslands en
einnig að þróun í orkumálum og atvinnusköpun.