Skessuhorn


Skessuhorn - 16.06.2021, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 16.06.2021, Blaðsíða 18
MiðVikudaGuR 16. júNÍ 202118 Bæjar- og héraðshátíðir verða haldnar nokkuð víða á Vestur- landi í sumar. Þó er það þann- ig að jafnvel þótt komnar séu dagsetningar á þær sumar þá er dagsskráin víðast hvar ekki til- búin. Greinilegt er að faraldur- inn veldur því að aðstandend- ur bæjarhátíða stíga varlega til jarðar því víða er að finna fyrir- vara um að dagskrá taki mið af sóttvarnaráðstöfunum. Skessu- horn tók saman yfirlit yfir þær hátíðir sem útlit er fyrir að verði haldnar í sumar. Hvalfjarðardagar – 18. til 20. júní. Hvalfjarðardagar hafa fyrir löngu fest sig í sessi, en þeir verða um næstu helgi. Í ár verður dagskráin fjölbreytt og skemmtileg og eitt- hvað í boði fyrir alla aldurshópa. dagskráin fer fram víða um sveit- arfélagið og má nefna Flughátíð á Leirá og dagskrá í Melahverfi á laugardeginum. Er áhugasömum bent á kynna sér dagskránna á Fa- cebook síðu hátíðarinnar og í aug- lýsingu í Skessuhorni. Danskir dagar – 25. til 27. júní danskir dagar hafa verið haldn- ir í Stykkishólmi frá árinu 1994 og er hátíðin ein af elstu bæjarhátíð- um landsins. Fólk flykkist í Hólm- inn til að hitta ættingja, vini, kunn- ingja, nú eða kynnast nýju fólki og njóta lífs og tilveru. dagskráin býð- ur upp á fjölbreytta skemmtun fyr- ir alla aldurshópa. Meðal annars verður jónsmessuhátíð á dönsk- um dögum. danskir dagar verða helgina 25. til 27. júní. að sögn að- standenda hátíðarinnar er dagskrá- in að verða fullmótuð. Írskir dagar – 1. til 4. júlí. Í byrjun júlí ár hvert halda akur- nesingar bæjarhátíð til að minnast arfleifðar sinnar og gera sér glaðan dag. Þetta er fjölskylduhátíð með fjölbreyttri skemmtun; íþróttum, markaði, götugrilli, dorgveiði, sandkastalakeppni og keppni um rauðhærðasta Íslendinginn. Írskir dagar verða haldnir í ár. að sögn aðstandenda er hátíðin að taka á sig mynd en dagskráin ekki enn komin á hreint. Ólafsvíkurvaka - 2. til 4. júlí Bæjarhátíðin Ólafsvíkurvaka er haldin í byrjun júlí í ár. Mikið er lagt upp úr fjölbreyttri og vand- aðri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Stefnt er að því að halda Ólafsvík- urvöku í „smækkaðri mynd.“ að- standendur benda verslunum og félagasamtökum í Snæfellsbæ á að hafa samband ef áhugi er fyrir því að taka þátt í hátíðinni. Hinsegin Vesturland – 9. til 11. júlí. Hinseginhátíð Vesturlands verður haldin í fyrsta skipti helgina 9.-11. júlí, og mun hápunktur helgarinn- ar vera Gleðiganga sem að þessu sinni fer fram í Borgarnesi. að- standendur langar að hafa við- burðinn glæsilegan og skemmti- legan og skreyta allt Vesturland í regnbogalitunum og bjóða að- standendur fólki tækifæri til að eignast regnbogafána og styrkja gott málefni í leiðinni. Regnbogaf- áni í stærð 90x150 kostar 7.000 kr. (hægt að setja á fánastöng). Meira úrval af varningi og fánum er svo væntanlegur. Fólki er bent á að vilji það vera með vagn eða hóp í göngunni, að hafa samband við aðstandend- ur sem allra fyrst á hinseginvest@ gmail.com til að geta undirbúið vagninn með tilheyrandi skrauti og skemmtun. Svo er auðvitað öll- um velkomið að ganga með. Reykholtshátíð – 23. til 25. júlí Reykholtshátíð er ein elsta og virt- asta tónlistarhátíð landsins og er haldin síðustu helgina í júlí, ár hvert í Reykholti í Borgarfirði. Reykholtshátíð var stofnuð árið 1997 og telst því til elstu tónlist- arhátíða landsins. Hátíðin hef- ur ávallt verið haldin í kringum vígsluafmæli Reykholtskirkju sem ber upp á síðasta sunnudag júlí- mánaðar. Yfirskrift hátíðarinnar, sígild tónlist í sögulegu umhverfi, lýsir vel inntaki hennar og áherslum. Sveitasælan í Reykholti og fagur hljómburður Reykholtskirkju veit- ir bæði áheyrendum og tónlistar- mönnum tækifæri til að upplifa hágæða tónlistarflutning á einum sögufrægasta stað Íslands. Mikil áhersla er lögð á fagmennsku og gæði, bæði í dagskrárgerð og tón- listarflutningi. Grundarfjarðardagar – 23. til 25. júlí. Hátíðin er vinaleg fjölskylduhá- tíð sem hugsuð er fyrir Grund- firðinga, innfædda, aðflutta og brottflutta, vini þeirra og vanda- menn, og aðra gesti sem eiga leið í bæjarfélagið. að sögn aðstand- enda verður einhver „míní hátíð“, stærðin fer svolítið eftir samkomu- takmörkunum. Hún verður haldin 23. til 25. júlí en allt skýrist betur á næstu vikum. Brákarhátíð – allt sumarið Brákarhátíð er fjölskylduhátíð í Borgarnesi til heiðurs Brák, kven- hetjunni miklu frá víkingatímum. Brákarhátíð er sumarhátíð Borg- arness og er venjulega haldin síð- asta laugardag í júní. Í ár verð- ur Viðburðadagatal Brákarhátíðar 2021 haldið yfir sumarið með hin- um ýmsu viðburðum. Samkvæmt heimildum Skessu- horns falla einhverjar hátíðir nið- ur. Hvanneyrardagar hafa í ljósi aðstæðna verið slegnir af en að- standendur vonast til að geta hald- ið hana að ári. Ekki fengust upp- lýsingar um Reykhóladaga. frg/ Ljósm. úr safni. Bæjar- og héraðshátíðir á Vesturlandi í sumar Frá Hvalfjarðardögum. Frá Ólafsvíkurvöku 2017. Fjör á Írskum dögum á Akranesi. Frá Dönskum dögum í Stykkishólmi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.