Skessuhorn


Skessuhorn - 16.06.2021, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 16.06.2021, Blaðsíða 16
MiðVikudaGuR 16. júNÍ 202116 Á vef Borgarbyggðar var skýrt frá því fyrir helgi að aparóla hafi ver- ið vígð á Hvanneyri 7. júní síðast- liðinn. Samkvæmt fréttinni voru það kátir krakkar sem vígðu ap- aróluna enda búinn að vera lang- þráður draumur að eignast slíkt leiktæki við skólann. Með góðri samvinnu nemenda, starfsfólks, ungmennafélagsins Íslendings og íbúasamtakanna á Hvanneyri fóru nemendur í söfnun í vet- ur fyrir aparólu. Safnað var dós- um á Hvanneyri og nágrenni og voru nemendur með lestrar- og stærðfræðimaraþon þar sem þeir söfnuðu áheitum. Söfnunin gekk vonum framar og náðist mark- miðið um áramótin og var aparól- an vígð síðasta skóladaginn með pomp og prakt. Grunnskóli Borgarfjarðar þakk- ar fyrir allan stuðninginn í samfé- laginu en án hans hefði þetta ekki verið hægt. Einnig er áhaldahúsi Borgarbyggðar þakkað fyrir að- stoðina við uppsetningu rólunnar. frg / Ljósm. af vef Borgarbyggðar Laugardaginn 5. júní afhentu ætt- ingjar Bergþórs kristinssonar og Friðþjófs Halldórs jóhannsson- ar Snæfellsbæ granítbekk til um- hirðu og varðveislu um ókomin ár. Bekkurinn er gefinn til minning- ar um frændurna frá Rifi en þann 4. júlí verða 50 ár frá því þeir lét- ust í hörmulegu slysi. Í frétt Þjóð- viljans frá 6. júlí 1971 segir: „Það hörmulega slys varð í Rifi í fyrra- dag að tveir drengir drukknuðu. drengirnir voru Bergþór kristins- son fimm ára gamall og Friðþjóf- ur jóhannsson sjö ára. Höfðu þeir verið að leika sér við tjörn, sem er fyrir ofan höfnina í Rifi, og voru drukknaðir er að var komið í djúp- um hyl sem er í tjörninni undir bröttum bakka.“ vaks Búið er að opna verslun Öldunn- ar í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borg- arnesi. Fram kemur á vef Borg- arbyggðar að aldan bjóði upp á verndaða vinnu, hæfingu og virkni- þjálfun fyrir fatlað fólk. Starf Öld- unnar samanstendur af vinnustofu/ hæfingu annars vegar og dósamót- töku hins vegar. Starfsemi Öldunn- ar kemur til móts við þarfir fatl- aðs fólks fyrir atvinnu og hæfing- artengda þjónustu sem stuðlar að aukinni hæfni til starfa og þátttöku í daglegu lífi til jafns við aðra. Þá rekur aldan verslun, saumastofu, kertagerð og fleira. aldan tekur einnig að sér pökkun, límmerking- ar á alls kyns varningi fyrir stofnan- ir og fyrirtæki ásamt öðrum tilfall- andi verkefnum. Verslun Öldunnar verður opin á mánudögum og föstudögum frá kl. 13:00 – 15:00. frg /Ljósm. Borgarbyggð Formleg útskrift elstu nemenda leikskólans í Stykkishólmi fór fram í Stykkishólmskirkju 27. maí síð- astliðinn, en frá þessu segir á fés- bókarsíðu bæjarins. 18 nemend- ur útskrifast í sumar og fluttu þeir metnaðarfulla dagskrá sem saman- stóð af sönglögum og þulum. Leik- skólastjórar afhentu börnunum kveðjuskjöl og birkiplöntur í til- efni þessara tímamóta og grunn- skólinn færði þeim viðurkenningu fyrir þátttöku í vorskólanum í maí. útskriftarnemarnir færðu væntan- legum grunnskólakennurum sín- um mynd sem þau höfðu málað af sér. Myndin mun taka á móti þeim í skólastofu þeirra í grunnskólanum þegar þau mæta í haust og tengja þannig táknrænt skólana saman. daginn áður höfðu þessir 18 nemendur og aðeins færri full- orðnir farið í útskriftarferð á fjallið Gráukúlu og var leiðin upp á hana farin í smá áföngum því stoppa þurfti til að taka myndir og fá sér vatnssopa annað slagið. allir sem lögðu á fjallið fóru á toppinn og síðan var gengið áfram hringinn niður í brekku vestan megin þar sem var smá bananapása. Því næst var haldið áfram inn í hraunið að skemmtilegum veggöngum sem heita Álfheimar. Síðan var haldið að skálanum þar sem grillaðar voru pylsur með allskyns meðlæti og endaði dagurinn hjá krökkunum í fjársjóðsleit. vaks/ Ljósm. Leikskólinn í Stykkishólmi. Sumarlesari vikunnar Nú er sumarlestur hafinn á Bókasafni Akraness en skrán- ing er enn í fullum gangi. Líkt og síðustu sumur mun Bóka- safnið í samstarfi við Skessu- horn spyrja nokkra hressa krakka spurninga. Fyrst verður rætt við Friðmeyju Dóru Rich- ter. Hvað heitir þú og hvað ertu gömul/gamall? Friðmey og ég er níu. Hvaða skóla ert þú í? Brekkubæjarskóla. Hvaða bók varstu að lesa sein- ast og hvernig fannst þér hún? Ég var að lesa Hænur eru hermi- krákur og hún var ekki skemmti- leg. Áttu þér uppáhalds bók eða rit- höfund? draugaslóð og allar bækurnar eftir Ævar Þór Benediktsson eru skemmtilegar. Hvar finnst þér best að lesa ? Bara í sófanum. Hvernig bækur finnst þér skemmtilegastar Spennusögur og ævintýri. Er þetta í fyrsta skipti sem þú tekur þátt í sumarlestrinum? Nei, annað skiptið. Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér út í geim? Hundinn, köttinn og hænurnar mínar. Verslun Öldunnar opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar Ættingjar Bergþórs og Friðþjófs við athöfnina. Ljósm. Kristinn Steinn Traustason Granítbekkur gefinn til minningar Útskrift úr leikskólanum í Stykkishólmi Hluti hópsins upp á Gráukúlu Myndin sem krakkarnir máluðu af sér. Aparóla vígð á Hvanneyri

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.