Skessuhorn - 16.06.2021, Blaðsíða 1
Ert Þú í áskrift?
Sími 433 5500
www.skessuhorn.is
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 24. tbl. 24. árg. 16. júní 2021 - kr. 950 í lausasölu
Hafrannsóknastofnun hefur kynnt
úttekt sína á ástandi nytjastofna
og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár.
Stofnunin ráðleggur 13% lækkun
aflamarks í þorski næsta fiskveiði-
ár. Byggir sú ráðgjöf á aflareglu
stjórnvalda. Því er lagt til að ráð-
lagður heildarafli lækki úr 256.593
tonnum á yfirstandandi fiskveiðiári
í 222.737 tonn. Einkum eru tvær
meginástæður sagðar fyrir lækkun-
inni. Í fyrsta lagi að árgangar átta
ára og fimm ára þorsks eru litlir og
hafa þeir umtalsverð áhrif til lækk-
unar á stærð viðmiðunarstofnsins.
Megin uppistaða í þyngd stofnsins
er 4-9 ára þorskur og nú eru tveir
af þeim sex árgöngum sagðir slak-
ir. Hins vegar segja sérfræðing-
ar Hafró að stofnmatið í ár sýni að
stofnstærðin hefur verið ofmetin á
undanförnum árum. Viðmiðunar-
stofn árið 2020 var þannig ofmetinn
um 19% miðað við núverandi mat.
Mæligildi eldri fisks, bæði í aldurs-
greindum afla og í stofnmælingum,
hafa síðustu ár verið hærri en áður
hafa sést. Vægi yngri fisks, sem er
enn ekki kominn að fullu í veið-
ina, var einnig minnkað miðað við
það sem áður var. Þessar breytingar
leiða til þess að stofnmatið fylgir nú
betur breytingum í stofnmælingum
en áður var.
Þá segir í ráðgjöf Hafró að þorsk-
stofninn sé enn mjög sterkur, þrátt
fyrir slaka í tveimur árgöngum hans.
Ef frá eru talin undanfarin fimm ár
eða svo hefur stofninn ekki verið
stærri í 40 ár. Sókn er auk þess enn
nærri sögulegu lágmarki. Gert er
ráð fyrir að viðmiðunarstofn þorsks
verði svipaður að stærð þangað til
árgangarnir frá 2019 og 2020 koma
inn í viðmiðunarstofninn eftir 2-3
ár, en horfur eru á að þeir séu um
og yfir meðallagi.
Samkvæmt aflareglu verður afla-
mark ýsu 50.429 tonn sem er 11%
hækkun frá yfirstandandi fiskveiði-
ári. Áætlað er að viðmiðunarstofn-
inn muni halda áfram að vaxa næstu
tvö árin. Árgangar frá 2015–2017
eru metnir nálægt meðaltali, ár-
gangur 2018 lítill en niðurstöður
stofnmælinga benda til að árgangar
2019 og 2020 verði yfir meðallagi.
Litlar breytingar eru lagðar
til varðandi ufsakvótann. Nýlið-
un gullkarfa hefur verið mjög slök
undanfarinn áratug og af þeim sök-
um hefur hrygningarstofn minnkað
á undanförnum árum og fyrirséð að
sú þróun muni halda áfram á næstu
árum og er því lagt til að minnka
kvótann um 17% frá yfirstandandi
fiskveiðiári. Ráðgjöf fyrir grálúðu
hækkar um 13% frá fyrra ári. mm
Aflaklóin Ásgeir Elíasson er hér á skaki á Reyni Axels SH á Breiðafirði. Líkt og í flestum hans róðrum var veiðin ágæt. Fyrst og fremst lýsir myndin þó kyrrðinni, frelsinu og
náttúrunni þegar aðstæður eru hvað bestar til sjósóknar. Þrátt fyrir góðar aðstæður og mokveiði að undanförnu telur Hafró að minnka eigi þorskkvótann um 13% frá
yfirstandandi fiskveiðiári. Ljósm. af.
Leggja til að lækka veiðiráðgjöf
í þorski um þrettán prósent
Tilboð gildir út júní 2021
BBQ chicken quesadilla
*Einnig fáanlegt án kjúklings
*Also available without chicken
1.595 kr.
Vilt þú
vera með
í dagskrá
Írskra daga?
Sendu upplýsingar á
irskirdagar@akranes.is
ÍR
S K I R DAG
A
R
1.
-4
. jú
lí Akranesi
Fjármála- og tryggingaráðgjöf
á einum stað í útibúum Arion banka
Þú getur hitt ráðgjafa frá Verði í
útibúum Arion banka á Höfða,
Smáratorgi, Selfossi og í Borgarnesi.
Pantaðu fund í útibúi eða fjarfund
á arionbanki.is.
arionbanki.is