Skessuhorn - 16.06.2021, Blaðsíða 8
MiðVikudaGuR 16. júNÍ 20218
Bílvelta
á Fróðárheiði
SNÆFELLSN: Bílvelta varð
á Fróðárheiði um hádegisbil í
gær. Ökumaður kvartaði yfir
verkjum í baki en ekki feng-
ust upplýsingar um líðan hans
áður en blaðið fór í prentun.
-frg
Vildi ekki hætta
tónleikum
STYKKISH: Neyðarlínu
barst tilkynning rétt fyrir
miðnætti á laugardagskvöld
um hávaða frá sólpalli í Stykk-
ishólmi. Þar reyndist hljóm-
sveit vera að spila. Húsráðandi
neitaði að fara að fyrirmælum
lögreglu um að minnka há-
vaðann. Hálftíma síðar hafði
tónleikunum ekki linnt og var
húsráðanda þá tilkynnt um að
hann fengi á sig kæru um að
hlýða ekki fyrirmælum lög-
reglu. -frg
Fastur á
Jökulhálsi
SNÆFELLSN: Neyðarlínu
barst tilkynning um fastan bíl
á jökulhálsleið á þriðjudags-
kvöld í síðustu viku. Tilkynn-
anda var gefið upp númer hjá
dráttarbílaþjónustu. -frg
Ekið á lamb
BORGARFJ: Tilkynnt var
um dautt lamb á Borgarfjarð-
arbraut á þriðjudagsmorg-
un. Lögregla hafði samband
við nærliggjandi bæi til þess
að finna út hver ætti lambið.
Lögregla segir allt of algengt
að ökumenn sem keyra á lömb
tilkynni ekki um atvikin. -frg
Þriggja bíla
árekstur
BORGARNES: Þriggja bíla
árekstur varð á mótum Vestur-
landsvegar og Snæfellsnesveg-
ar á laugardag. Þrír voru flutt-
ir á sjúkrahús en barn var í ein-
um bílnum. Slökkvilið þurfti
að hreinsa vettvang. Bíllinn
sem varð á milli skemmdist
mikið en hinir minna. -frg
Þungarokkstón-
leikar í óleyfi
SKORRADALUR: Síðdegis
á laugardag barst Neyðarlínu
tilkynning um þungarokk-
stónleika við Stóru drageyri
í Skorradal. Þegar lögreglu
bar að garði voru hljómsveit-
armeðlimir að ganga frá eft-
ir tónleikana en um 60 manns
voru á svæðinu. Þeir voru upp-
lýstir um að tónleikarnir hefðu
verið haldnir í leyfisleysi og
að landeigendur væru ósáttir.
Þá var lagning ökutækja með
þeim hætti að hætta gat skap-
ast fyrir viðbragðsaðila. Ekki
er kunnugt um nafn hljóm-
sveitarinnar. -frg
Enn á nagla-
dekkjum
BORGARNES: Á laugar-
dag stöðvuðu lögreglumenn
för ökumanns í Borgarnesi.
Reyndust tveir hjólbarðar á bíl
hans vera negldir. Hann hlaut
40 þúsund króna sekt. -frg
Á 131 á
Vesturlandsvegi
VESTURLAND: Ökumaður
var stöðvaður á 131 kílómetra
hraða á Vesturlandsvegi, við
kýrholtsás, síðdegis á mánu-
dag. upp úr athæfinu hafði
ökumaður 120 þúsund króna
sekt. -frg
Pissað um allt
AKRANES: Seint á laugar-
dagskvöld barst Neyðarlínu
tilkynning um að krakkar væru
að pissa út um allt, meðal ann-
ars á veitingastað við Stillholt
á akranesi. Fylgdi tilkynn-
ingu að samkoma væri í gangi
í næsta húsi. Þegar lögreglu-
menn bar að garði var tölu-
verður fjöldi fólks á staðnum.
Enginn var handtekinn vegna
þvagláta. -frg
Aflatölur fyrir
Vesturland
5. til 11. júní.
Tölur (í kílóum) frá
Fiskistofu.
Akranes: 29 bátar.
Heildarlöndun: 50.537 kg.
Mestur afli: Ebbi ak - 37:
9.143 kg. í fjórum löndunum.
Arnarstapi: 15 bátar.
Heildarlöndun: 31.560 kg.
Mestur afli: Heppinn ak -
31: 3.686 kg. í þremur lönd-
unum.
Grundarfjörður: 18 bátar.
Heildarlöndun: 87.552 kg.
Mestur afli: Hringur SH -
153: 45.806 kg. í einni lönd-
un.
Ólafsvík: 37 bátar.
Heildarlöndun: 134.984 kg.
Mestur afli: Ólafur Bjarnason
SH - 137: 28.229 kg. í tveim-
ur löndunum.
Rif: 25 bátar.
Heildarlöndun: 83.883 kg.
Mestur afli: Esjar SH - 75:
30.167 kg. í tveimur löndun-
um.
Stykkishólmur: 17 bátar.
Heildarlöndun: 73.541 kg.
Mestur afli: Stína SH - 91:
12.722 kg. í fjórum löndun-
um.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Hringur SH-153 GRU:
45.806 kg. 9. júní.
2. Ólafur Bjarnason
SH-137 ÓLA: 19.041 kg. 8.
júní.
3. Esjar SH-75 RIF: 15.277
kg. 9. júní.
4. Esjar SH-75 RIF: 14.890
kg. 8. júní.
5. Gunnar Bjarnason
SH-122 ÓLA: 12.837 kg. 8.
júní.
-frg
afkoma Norðuráls á Grundartanga
batnaði á síðasta ári þrátt fyrir Co-
vid-19 faraldur og lægra álverð.
Tap fyrirtækisins árið 2020 nam
um 1,2 milljörðum króna, saman-
borið við 3,9 milljarða króna tap
árið á undan. Tekjur Norðuráls
námu 570,8 milljónum dala í fyrra
en voru 628,3 milljónir dala árið
2019. „Covid-19 faraldurinn hafði
mikil áhrif á heimsmarkaðsverð á
áli, líkt og á mörgum öðrum hrá-
vörum. Álverð fór úr 1.772 dölum
á tonnið í ársbyrjun niður í 1.457
dali á tonnið í apríl. Meðalverð á áli
var 1.702 dalir á tonn í fyrra, sam-
anborið við 1.792 dali árið 2019.
Hafði þetta óneitanlega áhrif á af-
komu fyrirtækisins, en þrátt fyr-
ir það nam EBiTda ársins 2020
7,6 milljörðum króna, samanborið
við 118 milljónir árið 2019. Eigin-
fjárhlutfall var 63% í lok árs 2020,“
segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.
„Árið 2020 var ár áskorana sem
enginn vissi fyrirfram hvernig væri
best að takast á við. Álverð sveiflað-
ist mikið og var meðalverðið tölu-
vert undir verði ársins 2019. Þrátt
fyrir þetta hækkaði EBiTda hagn-
aður umtalsvert frá fyrra ári. Ár-
vekni og dugnaður starfsfólks á
tímum Covid-19 skipti þar sköp-
um, en einnig aukin eftirspurn eft-
ir virðisaukandi framleiðslu. Í fyrra
gengum við frá fyrsta stóra samn-
ingnum um sölu á Natur-al áli,
sem hefur mun minna kolefnisfót-
spor en venjulegt ál. Við bindum
vonir við að vörur eins og Natur-
al muni ýta undir sérstöðu okkar á
markaði og auka framlegð til lengri
tíma,“ segir Gunnar Guðlaugsson,
forstjóri Norðuráls.
mm/ Ljósm. kgk.
„Skilvirkni og gagnsæi eykst og
opinber þjónusta batnar með ný-
samþykktum lögum alþingis um
stafrænt pósthólf,“ segir í tilkynn-
ingu frá Stjórnarráðinu. Lögin fela
í sér að allir með íslenska kennitölu
fá slíkt pósthólf sem hið opinbera
nýtir til að koma gögnum til fólks.
Með lögunum verður meginreglan
sú að gögnum sé miðlað til einstak-
linga og lögaðila með stafrænum
hætti í gegnum miðlæga gátt, sem
Ísland.is er þegar vísir að. Nýju lög-
in hafa í för með sér aukið öryggi
gagna og hagræði á mörgum svið-
um samfélagsins, auk þess að styðja
við frekari framþróun á stafrænni
þjónustu fyrir almenning og þar
með betri opinberri þjónustu og
samskiptum við hið opinbera, ríki
og sveitarfélög.
Milljónir skjala gegnum
stafræna pósthólfið
„Gríðarlega aukin eftirspurn er eft-
ir því að geta fengið gögn frá hinu
opinbera með stafrænum hætti í
stað bréfapósts og hafa opinberir
aðilar brugðist við með því að stór-
auka sendingu skjala í stafræna póst-
hólfinu á Ísland.is. Þeim fjölgaði
um helming á árunum 2018-2020,
en í fyrra voru um átta milljón raf-
ræn skjöl send í gegnum stafræna
pósthólfið. Áætlað er að þeim fjölgi
verulega á þessu ári og verði um
12 milljónir. Áfram verður hægt að
óska eftir því að fá bréfapóst, kjósi
fólk heldur þann sendingarmáta,“
segir í tilkynningu.
mm
Síðdegishvellur kom illa
við hjólhýsaeigendur
Síðdegis á föstudaginn gerði óvænt
norðan hvassviðri. Ekki hafði ver-
ið gefin út viðvörun vegna hvass-
viðris og því uggðu menn ekki að
sér, einkum þeir sem lögðu á þjóð-
vegina með stóra en léttbyggða eft-
irvagna. af þeim sökum fuku hjól-
hýsi bæði á vegum úti og einnig
hjá hjólhýsakaupmönnum í Mos-
fellsbæ. Hjólhýsi fuku þannig m.a.
á Snæfellsnesi, kjalarnesi og undir
ingólfsfjalli á Suðurlandi. mm
Við verslun Útilegumannsins í Mosfellsbæ fóru nokkur
hjólhýsi á ferð og töluvert tjón varð, meðal annars altjón á
fjórum hjólhýsum. Ljósm. bs.
Hjólhýsi á hliðinni þveraði þjóðveginn og varð um klukku-
tíma seinkun á síðdegisumferðinni um Kjalarnes. Ljós. ehh.
Afkoma Norðuráls batnaði á
síðasta ári þrátt fyrir áskoranir
Stafrænt pósthólf bundið í lög