Skessuhorn


Skessuhorn - 16.06.2021, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 16.06.2021, Blaðsíða 34
MiðVikudaGuR 26. MaÍ 202134 Haustið 2019 varð til ný náms- braut innan Læknadeildar Háskóla Íslands í heilbrigðisgagnafræði. Samhliða var starfsheitið læknarit- ari breytt í heilbrigðisgagnafræð- ingur. Heilbrigðisgagnafræðing- ar hafa sérþekkingu á meðhöndl- un heilbrigðisgagna; gæðastöðl- um, skilvirkni skráningar og laga- umhverfi heilbrigðisþjónustunn- ar. Störf þeirra eru einkum á heil- brigðisstofnunum og eru mjög fjöl- breytt. Þær klara Berglind Gunn- arsdóttir og Rósa Mýrdal starfa báðar sem heilbrigðisgagnafræð- ingar við Heilbrigðisstofnun Vest- urlands á akranesi. klara er stað- gengill deildarstjóra heilbrigðis- upplýsingadeildar HVE og hefur unnið við stofnunina frá árinu 2001. Í starfinu felst auk deildarstjórnar kerfisstjórn rafrænna sjúkraskrár- kerfa auk þess að vera fagstjóri heil- brigðisgagnafræðinga á HVE. Rósa hefur unnið við stofnunina í rúm 40 ár, fyrst sem læknaritari, þá deildar- stjóri en starfar í dag sem verkefna- stjóri og sér m.a. um úrvinnslu heil- brigðisupplýsinga úr gagnagrunn- um og ritstýrir ársskýrslu HVE. Blaðamaður Skessuhorns hitti þær klöru og Rósu fyrir helgi og ræddi við þær um störf og nám heilbrigð- isgagnafræðinga. Námið komið á háskólastig Frá stofnun Félags íslenskra lækna- ritara, nú Félags heilbrigðisgagna- fræðinga, árið 1970 hefur aðalbar- áttumálið verið menntamál stéttar- innar. Í yfir 20 ár hefur verið unnið að því að koma náminu á háskóla- stig og fyrir tveimur árum, haust- ið 2019, varð það loks að veruleika. Þá færðist námið úr Fjölbrautaskól- anum við Ármúla yfir í Háskóla Ís- lands og til varð diplómanám á há- skólastigi. Samhliða var starfsheit- ið læknaritari lagt niður og nýtt starfsheiti; heilbrigðisgagnafræð- ingur, varð til. Læknaritari hef- ur verið lögverndað starfsheiti frá árinu 1986 og árið 1987 var stofnuð ný námsbraut í læknaritun í Fjöl- brautaskólanum við Ármúla. „Við stefndum samt alltaf á háskóla- nám því fólk er ekki tilbúið til að fara aftur í framhaldsskóla að loknu stúdentsprófi og námið átti fullt erindi á háskólastig,“ segir Rósa. Hún hefur setið í skólanefnd Fé- lags íslenskra læknaritara í yfir 20 ár þar sem hún ásamt öðrum hef- ur unnið ötullega að því að koma náminu á háskólastig. „Við höfum talað við ýmsa ráðamenn í gegn- um árin og alls staðar fundið góð- an hljómgrunn fyrir að færa námið á háskólastig,“ segir Rósa og bætir við að það hafi samt alltaf eitthvað komið í veg fyrir að hægt væri að færa námið. „Við erum núna kom- in inn í HÍ og námið er 90 eininga diplómanám. Stefna okkar er að þetta verði að fullu Ba eða BS námi og við erum því ekki hættar,“ seg- ir Rósa. Hlutverk heilbrigðis- gagnafræðinga Spurðar hvað heilbrigðisgagna- fræðingar geri segja þær starf- ið bæði fjölbreytt og skemmtilegt. „aðaláhersluatriðin eru á gæða- skráningu í rafræn sjúkraskrár- kerfi og utanumhald og eftirlit með skráningu ýmissa fagstétta í kerfin. Skjalastjórnun, umsjón með kóðun sjúkdóma og aðgerða, kennsla fyrir notendur kerfanna svo eitthvað sé talið,“ útskýrir klara. „Heilbrigð- isgagnafræðingar gegna mikilvægu hlutverki fyrir heildstæða skrán- ingu gagna. Við þurfum að kóða allar greiningar rétt og sjá til þess að hver og ein heilbrigðisstétt skrái gögn í kerfið á réttan hátt. Þetta skiptir máli, bæði vegna öryggis sjúklinga og einnig svo hægt sé að taka saman tölulegar upplýsingar um starfsemi heilbrigðisstofnana,“ segir Rósa. Falin stétt af hverju á þetta nám frekar heima í háskóla heldur en í framhalds- skóla? „Þetta er starf sem krefst þess að hafa haldgóða þekkingu á heilbrigðiskerfinu og innviðum þess og sjá til þess að öryggi gagna og aðgengi að þeim sé tryggt og að farið sé að lögum og reglum varð- andi meðferð persónugreinanlegra upplýsinga,“ svarar Rósa og bæt- ir við að heilbrigðisgagnafræðing- ar séu lögvernduð heilbrigðisstétt. Þær segja að kröfur til þekking- ar hafi aukist mikið og að störfin hafi á undanförnum 20 árum tekið miklum breytingum og stéttin hafi þurft að fylgja með bæði hvað varð- ar tækniþróun og breytingu á um- fangi verkefna. Þetta kallaði m.a. á betri menntun. „Við erum kannski bara svolítið falin stétt,“ segir hún. „Það er erfitt fyrir okkur að vekja athygli á starfinu því fólki þykir oft óþægilegt að vita hvað við gerum. Það heldur að við séum með all- ar upplýsingar um þeirra heilsu- far. En þó við séum að vinna með þessi gögn þá erum við ekki að kynna okkur heilsufar fólks og við erum bundin þagnarskyldu,“ segir Rósa. „Fólk er líka bara kennitöl- ur í okkar kerfi svo við erum ekkert að skoða ákveðna einstaklinga eitt- hvað sérstaklega,“ bætir klara við. Fyrstu útskriftarnemendurnir um næstu helgi er fyrsti hópur heil- brigðisgagnafræðinga að útskrif- ast frá Háskóla Íslands og eru þær Rósa og klara báðar meðal þeirra nemenda. „Við ákváðum að skella okkur í diplómanámið. Það var ekki annað hægt,“ segir klara og Rósa tekur undir það. alls eru 76 nem- endur að ljúka náminu núna og er stór hluti þeirra fyrrum læknaritar- ar. „Við vorum hátt í hundrað sem byrjuðum en sumir hafa dottið út og svo hafa nokkrir tafist og ljúka náminu seinna. Það var erfitt fyrir marga að klára starfsnámið vegna Covid en það telur 30 einingar og bóklega námið er 60 einingar,“ út- skýrir klara. aðspurð segir hún að um 50 nemendur hafi byrjað í náminu síðastliðið haust og yfir 60 nemendur eru búnir að skrá sig fyrir næsta haust og er því aðsókn í námið búin að vera góð. „Það er mjög jákvætt að sjá þetta því það er mikill skortur á heilbrigðisgagna- fræðingum,“ segir klara. Ísland fyrst klara situr í stjórn Félags heilbrigð- isgagnafræðinga en félagið tek- ur þátt í samnorrænu samstarfi og hittast fulltrúar þessara félaga ár- lega. „Það hafa allir verið að kljást við sama vandamál á Norðurlönd- unum; að gera þetta að háskóla- námi. En það er ánægjulegt að segja frá því að við á Íslandi vorum fyrst til að taka þetta skref. danmörk er næst en þar hefst kennsla á háskóla- stigi í haust,“ segir klara. „Við vilj- um þó að þetta verði þriggja ára Ba eða BS nám og höfum alls ekki lagt árar í bát ennþá. En það er mjög gaman að sjá hvað við erum að upp- skera núna, að sjá fyrstu nemend- urna útskrifast úr diplómanáminu,“ bætir Rósa við að lokum. arg Skessuhorn hefur áður greint frá svæðum í landshlutanum þar sem er svokallaður símakuldi, þar sem far- símasamband er ekkert eða glopp- ótt. Svanur Steinarsson í Borgar- nesi vakti athygli Skessuhorns á því að slíkan símakulda er einn- ig að finna í Straumfirði á Mýrum. Frá því loftnet við Miðhús var tek- ið niður á síðasta ári hefur GSM samband á svæðinu verið mjög lít- ið eða ekkert. Á þessu svæði er fólk á ferðinni að tína dún úti í eyjum og getur ýmislegt komið upp á við slíkar aðstæður. Þá getur verið vont að hafa ekki kost á að hringja eftir aðstoð. Eftir að hafa haft samband við Símann fékk Svanur þau svör að fyrir örfáum árum hafi verið sett- ur upp sendir á Brúará á Mýrum og að það ætti að vera útisamband á þessu svæði. Þá var bent á þann möguleika að fá móttakara og loft- netssúlu á bátinn og tengja heima- síma við. Svörin voru því á þá lund að ekki er að vænta aðgerða til að bæta ástandið. arg Fólk á ferðinni í Straumfirði sem vinnur við að tína dún nær engu símasambandi. Ljósm. Elfa Hauksdóttir. Símasamband er öryggismál Rósa Mýrdal og Klara Berglind Gunnardsóttir heilbrigðisgagnafræðingar á Akranesi. Fyrstu heilbrigðisgagnafræðingarnir að útskrifast frá Háskóla Íslands

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.