Mosfellingur - 14.01.2021, Síða 22

Mosfellingur - 14.01.2021, Síða 22
 - Íþróttir22 N a m o e h f . - S m i ð j u v e g i 7 4 ( g u l g a t a ) - 2 0 0 K ó p a v o g i Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is AftureldingAr vörurnAr fást hjá okkur sport íslandi Á gamlársdag fór fram uppskeruhátíð Aftureldingar en viðburðurinn var öllu látlausari en undanfarin ár. Haldin var stutt athöfn að Varmá og streymt í gegnum Facebook til Mosfellinga. Sesselja Líf Valgeirsdóttir knattspyrnu- kona og Guðmundur Árni Ólafsson hand- knattleiksmaður voru valin íþróttakona og -maður Aftureldingar 2020. Framúrskarandi í boltanum Sesselja Líf er uppalinn í Mosfellsbæ og lék með yngri flokkum félagsins áður en hún spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Aftureldingu árið 2010, aðeins 16 ára gömul. Sesselja kom aftur heim fyrir síðasta tímabil frá Vestmannaeyjum og var fyrirliði liðsins í Lengjudeildinni í sumar og ein af mikilvægustu leikmönnum liðsins, en liðið endaði í 4. sæti Lengjudeildar með 28 stig. Guðmundur Árni lék mjög vel á seinni hluta síðasta tímabils og endaði sem næst- markahæsti leikmaður Olís-deildarinnar. Hann var lykilmaður liðsins sem endaði í 3. sæti. Guðmundur Árni hefur einnig leikið mjög vel á þessu tímabili og er liðið núna á toppnum áður en leikjum var frestað. Hann komst í 35 manna landsliðhóp fyrir HM í Egyptalandi sem hefst núna í janúar. Þjálfari ársins valinn í fyrsta sinn Í fyrsta skipti var valinn þjálfari ársins eins og sjá má hér til hliðar en viðurkenn- inguna hlaut Alexander Sigurðsson þjálfari fimleikadeildarinn. Þá voru einnig veittar viðurkenningar til þeirra sem stutt hafa við félagið. Barion fékk þakklætisviður- kenningu og Eygerður Helgadóttir valin vinnuþjarkur ársins. Önnur verðlaun voru einnig veitt Hópabikar UMSK sem 2. flokkur kvenna í blaki hlaut en þær urðu bikar og deildar- meistarar árið 2020. Stelpurnar í 2. flokki sóttu allar æfingar með úrvalsdeild kvenna og meistaraflokknum og tóku þátt í öllum þeirra leikjum einnig. Stelpurnar spiluðu því yfir 50 leiki á tímabilinu þrátt fyrir að ekki hafi náðst að klára úrvalsdeild og bik- arkeppni fullorðinna vegna COVID19. Starfsbikar UMFÍ hlaut körfuknattleiks- deild Aftureldingar sem unnið hefur ötult starf og vaxið mjög undanfarin ár. Nú telur deildin rúmlega 100 iðkendur og starfrækir barna- og unglingastarf fyrir börn í 1.-10. bekk. Að auki hafa nokkrir fimm ára sýnt áhuga og æfa þeir með 1. og 2. bekk. Hvataverðlaun aðalstjórnar fékk stjórn sunddeildar Aftureldingar en stjórn og þjálfari deildarinnar hafa fært deildina nær sínu gamla horfi eftir erfið ár. Stjórnin er samstíga í verkefnum og eru allir sammála um markmiðin og leiðina til að ná þeim. Vinnuþjarkur 2020 Eygerður Helgadóttir Eyja er formaður fimleikadeildar, en hún hefur verið í stjórn deildarinnar í fjölda ára. Eyja er ekki bara hluti af fimleika- deildinni heldur öllu félaginu, en hún lék knattspyrnu með Aftureldingu hér á árum áður og spilar nú blak. þjálfari ársins Alexander Sigurðsson Alexander er þjálfari fimleikadeildarinn- ar. Hann hefur einstaka leiðtogahæfileika sem nýtast honum í þjálfun og starfi yfirþjálfara deildarinnar. Hann hefur frábært lag á iðkendum og nær að kalla það allra besta fram í hverjum og einum. þakkarViðurkenning Barion Þakklætisviðurkenning Afturelding 2020 fer til Barion fyrir frábært samstarf, mikla gleði og frábærar lausnir þegar kemur að fjáröflunum. Simmi og Óli Valur tóku við viðurkenningunni á gamlársdag. Rafræn uppskeruhátíð á gamlársdag • Sesselja Líf og Guðmundur Árni efst í kjörinu Íþróttafólk Aftureldingar heiðrað eftir skrýtið ár M yn di r/ Ra gg iÓ la

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.