Mosfellingur - 14.01.2021, Side 28
Sendið okkur myndir af nýjum Mos-
fellingum ásamt helstu upplýsingum á
netfangið mosfellingur@mosfellingur.is
Grétar Karl Sindrason fæddist á Lands-
spítalanum þann 3. október 2020.
Hann var 3260 gr og 50 cm. Foreldrar
hans eru þau Sindri Már Sigurðsson
og Jónína Rún Ragnarsdóttir fyrir eiga
þau dótturina Hjördísi Ingunni.
Í eldhúsinu
ÁRIÐ
2020
Ég held það séu fáir þarna úti sem sitja
og lofsyngja síðasta ár fyrir það hversu
frábært það var.
Staðir eða viðburðir þar sem fólk gat
komið saman og notið félagsskapar
hvers annars eða hresst upp á andlega
og líkamlega heilsu voru lokaðir eða
með skerta starfsemi stærstan hluta
árs og enginn komst til útlanda að sóla
sig og sleppa við íslenska skammdegis
-
myrkrið ...
En þátt fyrir það var 2020 hið besta
ár hjá mér. Ég eignaðist litla stúlku í
ágústmánuði og hefur lífið síðan þá ek
ki
snúist um annað en litla einræðisherr
-
ann minn, svo ég hef nú varla tíma til
að
velta mér upp úr því sem Covid hefur
tekið frá okkur.
Ég hef frekar lært af því sem Covid
hefur gefið okkur, það er að segja að
kunna að meta það að eiga stóra og
nána fjölskyldu, læra að slaka á heima
hjá mér, kunna betur að meta íslenska
náttúru og víðáttu og heilmargt annað
álíka væmið.
Vinir mínir sem búa erlendis hafa
ekki allir sömu sögu að segja af síðast
a
ári. Ég hef margoft þakkað fyrir það að
búa á Íslandi og geta verið nokkuð frjá
ls
ferða minna en ekki bundin heima ein
s
og stór hluti heims var um tíma. Þetta
eru furðulegir tímar sem hafa kennt
okkur að meta heilmargt sem við höfu
m
áður tekið sem sjálfsögðu.
Ég neita því þó ekki að ég er full til-
hlökkunar fyrir komandi ári og get ek
ki
beðið eftir því að geta vappað grímula
us
um bæinn og knúsað mann og annan
án
þess að líða eins og holdsveikisjúkling
i
sem reynir að smita alla.
Árið 2021 verður svo sannarlega ekki
hindranalaust en við skulum nú vona
að
það verði ögn mildara en 2020.
Gleðilegt nýtt ár og megum við öll
halda áfram að æfa þakklæti fyrir litlu
hlutina í lífinu
Unnur Heiða og Bjarni Kristinn skora á Sindra Frey & Sigrúnu að deila næstu uppskrift
Unnur Heiða Harðar-
dóttir og Bjarni Kristinn
Gunnarsson deila með
okkur uppskrift að þessu
sinni að einföldum rétti
sem hefur reynst þeim vel
á haust- og vetrarmánuð-
um, þegar sálina vantar
kaloríur og kolvetni.
Uppskrifin er fyrir ca. 4.
Hráefni:
• 500 g pasta að eigin
vali
• 1 bréf beikon (ca.
300 g)
• ½ l rjómi
• 100 g rifinn piparostur
Salat:
• 2-3 tómatar
• ½ gúrka
• 1 avókadó
• 1 krukka salatostur (fetaostur)
Aðferð:
Skerið beikonið í smærri bita; best að taka
allt búntið og skera það þversum í 4-5
stykki. Steikið á pönnu. Þegar beikonið er
orðið steikt skal bæta rjómanum og pipar-
ostinum út í og láta malla þangað til ostur-
inn hefur bráðnað. Sjóðið pastað. Þegar það
er fullsoðið skal bæta því út í pönnuna með
beikoninu og rjómaostablöndunni og hræra
vel saman. Saxið grænmetið og blandið
saman í skál. Bætið við salatostinum (og
olíunni úr krukkunni) eftir smekk.
Endurteknar athuganir hafa leitt í ljós að
ískalt vatn er besti drykkurinn með þessum
rétti.
Verði ykkur að góðu.
móey pála
Pastaréttur
- Heyrst hefur...28
hjá Unni heiðU & Bja
rna
heyrst hefUr...
...að Þorrablót Aftureldingar falli
niður þetta árið.
...að Bubbi og Hrafnhildur séu búin að
selja húsið sitt í Kjósinni.
...að Aldís Sunna og Bjarni Bjarka hafi
eignast stúlku um síðustu helgi.
...að Sindri Ploder, sem sýnir nú í
Listasalnum, hafi selt 32 verk fyrstu
tvo sýningardagana.
...að skemmdarverk hafi verið unnin
á Kósí Kjarna sem er verkefni úr
Okkar Mosó. Í skoðun er að setja upp
myndavélar eða fjarlægja húsgögn
...að GDRN sé komin á listamannalaun.
...að Helgi Björns snúi aftur á skjáinn
úr Hlégarði 23. janúar.
...að Kalli Emils og Elsa Hlín hafi
trúlofað sig um áramótin.
...að Svava og Hrannar hafi eignast
stúlku í vikunni.
...að íþróttakona Mosfellsbæjar, Ceci-
lía Rán, sé í viðræðum við Everton.
...að kjötkóngurinn hafi skellt sér á
skíði til Sviss.
...að Einar einstaki og Inga María hafi
gift sig í byrjun árs
...að handboltakappinn Gunnar
Malmquist og Elín Huld hafi eignast
fyrsta Mosfelling ársins og uppljóstri
nafninu á honum í blaðinu.
...að haldið verði Þorrabingó á Barion
á bóndadaginn, 22. janúar.
...að Siggi Hansa, Stormsveitarforingi,
sé orðinn fimmtugur.
...að Sindri og Fríða Arnalds eigi von á
stelpu í sumar.
...að vinsælasta skáldsaga ársins 2020
á Bókasafninu hafi verið Hvíti dauði
eftir Ragnar Jónasson.
...að Málfríður á Reykjum hafi orðið
96 ára um síðustu helgi.
...að beðið sé eftir snjónum til að taka
í notkun nýja upplýsta skíðabrekku
við Varmárskóla.
...að Mosfellsbær hafi gefið sínum
starfsmönnum gjafabréf á Grill-
markaðinn í jólagjöf að andvirði
15.000 kr.
...að Mosfellingur Ívar Ben sé kominn
til Egyptalands þar sem hann sendir
rammíslenskar handboltafréttir
heim á klakann gegnum Handbolti.is
...að Lukku Láki í Kjarnanum hafi verið
að skipta um eigendur.
...að Agnes Geirs og Halli Örn eigi von
á barni í sumar.
...að Alli fimleikaþjálfari hafi
verið kjörinn þjálfari ársins bæði hjá
Aftureldingu og Mosfellsbæ en valið
fór fram í fyrsta sinn.
...að gullbarkinn Dagur Sig verði
á Barion á föstudagskvöldið.
...að Fellið sé opið fyrir bæjarbúa alla
virka daga kl. 8-14 fyrir hreyfingu.
...að næsta blað komi út 11. febrúar.
mosfellingur@mosfellingur.is