Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2021, Síða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2021, Síða 10
ÚTTEKT 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.1. 2021 Áhugi Tryggva Hjaltasonar á vanda drengja í skólakerfinukviknaði út frá samtölum við kennara sem vöktu athyglihans á því að pottur væri brotinn. „Þó skólamál séu ekki mitt sérsvið þá vinn ég við greiningar og mér rann því blóðið til skyldunnar og ég tók saman margvísleg gögn og mælingar frá fjölda opinberra stofnana og alþjóðlegra aðila sem drógu upp ansi dapurlega mynd af stöðu drengja á Íslandi,“ segir hann. „Laus- legt yfirlit yfir samskiptaforrit mín sýnir mér síðan að um fimm hundruð manns, foreldrar, kennarar og aðrir sem láta sig málið varða, hafa sett sig í samband við mig síðan ég fór að birta þessar samantektir fyrst og miðla til mín fleiri brotum í þessari mynd sem virðist því miður vera ansi afgerandi skökk.“ Að dómi Tryggva er þetta fjölþætt og flókið vandamál en víða liggi þó fyrir dæmi sem kunni að vera hægt að draga lærdóm af. „Ef litið er t.a.m. til geirans sem ég starfa í þá eru tölvuleikir í miklum vexti um allan heim og enginn iðnaður ver eins miklum tíma og peningum í að skilja hegðun og áhugasvið drengja svo hægt sé að kenna þeim á flóknar vörur á þann hátt að þeir njóti þess að læra. Tilgangurinn er að finna innri drifkraft drengjanna og komið hafa í ljós nokkuð stöðugir fastar sem virðast vera ansi áreiðanlegir þegar kemur að því að kenna drengjum á skilvirkan hátt, þó vissulega sé ekki allt yfirfæranlegt yfir á skólastofu með einföldum hætti,“ segir Tryggvi. Fyrsti fastinn er tilgangur. „Ef þú hefur skýran tilgang fyrir því af hverju þú ert að læra og taka þátt í þessum nýja heimi þá margfaldast líkurnar á að þú sért tilbúinn að leggja á þig fórnir og njótir þess að læra.“ Næsti fasti er saga. Mannsheilinn er smíðaður á þann hátt að hann geymir upplýsingar í gegnum sögur. Hann tekur dæmi: „Við tveir hittumst á förnum vegi og ég segi þér annars vegar söguna af því hvernig ég kynntist konunni minni og hins vegar segi ég þér símanúmerið mitt. Þegar við hittumst aftur eftir eitt ár þá manstu líklega aðalatriðin í því hvernig ég kynntist konunni minni en ekki símanúmerið mitt.“ Þriðji fastinn er að læra í gegnum verklega þátttöku. „Lang- besta leiðin til að læra að spila leik er að framkvæma, helst með skýrum tilgang og í gegnum sögu.“ Að lokum mun enginn leikjahönnuður komast upp með að hafa ekki skýran hvata- og verðlaunastrúktúr. Tryggvi segir að fyrir liggi gríðarlega stór gagnasett, reynsla og umfangsmiklar hegð- unarprófanir sem sýna aftur og aftur að framangreind verkfæri virka á skilvirkan hátt þegar kemur að því að læra á ánægjulegan hátt, bæði fyrir stelpur og stráka. „Ég vildi óska að kennarar hefðu betri aðgang að notendaprófunum svo þeir gætu mælt bet- ur hvernig nýjungar sem þeir prófa við kennslu skila árangri. Ég hef hitt marga kennara sem eru að prófa spennandi hluti en það er oft í ákveðnu tómarúmi og óvissu. Af framangreindu má ráða að það er kannski ekkert skrýtið að drengir upplifi stundum til- gangsleysi yfir námi í samanburðinum við t.d. leikina sem þeir spila ef þeir skilja illa tilgang námsins, átta sig ekki á sínu hlut- verki í sögunni, fá takmörkuð tækifæri til að læra í gegnum verk- lega framkvæmd og skilja ekki hvaða „verðlaun“ eru í boði fyrir góðan árangur í námi.“ Tryggvi bendir á að nú þegar séu til staðar virkilega jákvæðir þættir í menntakerfinu sem byggi að mörgu leyti á framan- greindum styrkleikum til kennslu sem birtast í tölvuleikjum nú- tímans. „Ég tel að það sé engin tilviljun að svokallaðir þemadagar mælist vel fyrir í skólum. Á þemadögum fá nemendur að velja sér hópa og fást við eitthvað sem er nálægt áhugasviði þeirra, hvort sem það er að hanna fatnað, smíða eldflaug, setja upp dansatriði eða eitthvað allt annað. Þetta skorar hátt fyrir tilgang. „Síðan út- skýrir leiðbeinandinn hvert hlutverk nemandans er, sagan, og hann lærir alla vikuna gegnum það að framkvæma og gera. Að lokum er einhverskonar afurð sem eru þá verðlaunin sem styrkja enn betur tilganginn. Þannig finnur nemandinn sig í verkefninu og námið verður skilvirkt. Ég hef aldrei heyrt nokkurn nemenda eða kennara lýsa því yfir að þemadagar séu glataðir.“ Tryggvi segir mikilvægt að beisla orku drengja á uppbyggilegan hátt. Sumir kennarar segja að drengir trufli gjarnan kennslu meira en stúlkur, meðan aðrir kennarar hafa bent Tryggva á leiðir sem þeir hafa prófað til að láta þá eyða orkunni. En það stendur ekki bara upp á kennara og skólana að koma drengjunum okkar á réttan kjöl. Ábyrgð foreldra er t.a.m. mikil. Nýlega fékk Tryggvi þau skilaboð frá bókaútgefanda að ekki þýddi að skrifa bækur handa drengjum á ákveðnu aldursbili þrátt fyrir mikinn skort í þeim efnum þar sem foreldrar keyptu þær einfaldlega ekki fyrir þá, allt að 2,5 sinnum meiri sala er á bókum fyrir stúlkur. „Það er ótrúlega dapurleg staðreynd.“ Þegar Tryggvi byrjaði að kynna sér vanda drengja í skólakerf- inu áttaði hann sig á því að mikið er til af gögnum en minna hefur verið um aðgerðir. Nú nemur hann hinsvegar ákveðin vatnaskil í þessum efnum. sem birtast m.a. í auknum áhuga fjölmiðla og stjórnmálamanna ásamt því að ljóst er að fjöldi kennara er með- vitaður um vandamálið og er að prófa nýjar nálganir, þó oft hver í sínu horni. „Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn, það er mikið af öflugu og yndislegu fólki byrjað að huga að þessu vandamáli.“ Brýnt að beisla orkuna Tryggvi Hjaltason, faðir, formaður Hugverkaráðs og starfsmaður tölvuleikjafyrirtækis- ins CCP, hefur rætt mikið og ritað um vanda drengja í skólakerfinu undanfarin þrjú ár. Tryggvi Hjaltason vill sjá breyttar áherslur í kennslu. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson hægt að nota sömu tækni og fyrir fólk sem fæddist árið 1970. Það er einfaldlega ekki að virka. Fræðimenn eins og Hermundur Sig- mundsson eru búnir að hrópa þetta árum sam- an í eyðimörkinni. Hvenær ætlum við að brjóta odd af oflæti okkar og hlusta á slíkar raddir og fjölmargar aðrar? Treysta á innihald þeirra rannsókna sem við höfum fyrir framan okkur?“ – Ertu bjartsýn á að við náum að snúa þess- ari þróun við? „Já, ég er það. Við þurfum að setja þetta mál í forgang og mikilvægt er að samráð sé haft við alla sem koma að málinu, það sé sem víðtækast og byggt á gögnum og nýjustu þekkingu. Það er ekki bara framtíð drengjanna okkar sem er í húfi heldur stúlknanna líka.“ Líffræðilegar skýringar Fáir hafa kynnt sér þessi mál betur en Her- mundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálarfræði við Háskólann í Reykjavík og Norska tækni- og vísindaháskólann í Þránd- heimi. Að hans sögn eru líffræðilegar skýr- ingar á því hvers vegna drengir eru fyrirferð- armeiri í leikskóla en stúlkur. Rannsóknir sýna að það tengist meðal annars testósteróni, sem drengir hafa meira af en stúlkur, en það hefur mikil áhrif á þeirra atferli. Testósterón hefur áhrif á þróun vinstri hluta heila drengja i fóst- urlífi. Testósteron er ein af ástæðum fyrir því að drengir eiga oftar í vanda með málþroska, hreyfiþroska, glíma oftar við lestrarerfiðleika, ADHD og einhverfu. Testósterón gerir það einnig að verkum að þeir eiga þeir erfiðara með að einbeita sér en stúlkurnar, sem eru betri í flestum atriðum sem tengjast fínhreyfingum, málþroska og læsi. Þarna eru línurnar strax lagðar. „Drengir eru með öðruvísi litninga, taugakerfi, grá og hvít efni heilans, og meiri virkni af mikilvægum hormónum. Þetta hljótum við að þurfa að taka með í reikninginn. Það er til dæmis gífurlega mikilvægt að drengir fái ríkulegt aðhald, eins og að talað sé við þá jafn mikið og talað er við stúlkur. En rannsóknir sýna að meira er talað við stúlkur en drengi frá fæðingu. Mikilvægt er að baða börnin í tungumálinu, skapa örvandi og ögrandi en samt öruggt umhverfi fyrir börnin. Íslensk rannsókn frá 1998 á 18 mánaða göml- um börnum sýndi fram á að drengir kunnu 36 orð en stúlkur 97 orð.“ Hermundur segir áhugavert að í Finnlandi hefjist grunnskólagangan við sjö ára aldur, finnskir fræðimenn haldi því fram að börn séu upp til hópa ekki tilbúin fyrr, sérstaklega drengirnir. Þess vegna byrja börn þar í skóla sjö ára. Finnskt skólakerfi hefur hlotið mikið lof og er öðrum löndum fyrirmynd, auk þess sem þeir eru meðal hæstu þjóða í alþjóðlegu PISA-könnununum, að sögn Hermundar. „Rétt eins og hér þá eru drengir í Finnlandi langt á eftir stúlkunum í lesskilningi en samt eru finnsku drengirnir á undan stúlkunum okk- ar. Það segir sína sögu.“ Hreyfing á hverjum degi Hermundur segir mjög mikilvægt að kennslu- stundir séu ekki of langar í yngstu bekkjunum og að boðið sé upp á hreyfingu alla daga sem börnin eru í skólanum. Svokallaður ástríðutími skiptir líka miklu máli, það er að börnin geti valið þema eins og myndlist, tónlist, leiklist, skák eða eitthvað annað sem höfðar til þeirra til að brjóta daginn upp. „Rannsóknir sýna að þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir drengina svo þeir tengi betur við námið.“ Því fyrr sem börn finna fjölina sína, þeim mun betra, segir Hermundur. Finna og styrkja áhuga- sviðið. Fyrir vikið furðar hann sig á því hvað sum- ir séu viðkvæmir fyrir því að hossa þeim sem skara fram úr. Í Noregi, þar sem hann hefur lengi búið og starfað, er ekki mikið rætt um fram- úrskarandi nemendur sem skjóti skökku við í ljósi þess hversu vænt Norðmönnum þyki um skákmeistarann Magnus Carlsen og kvenna- landsliðið sitt í handbolta, sem unnið hefur til fjölda verðlauna á stórmótum. „Lykillinn er að allir fái áskoranir miðað við færni. En þá þarf markvissa þjálfun og eftirfylgni. Gífurlega mik- ilvægt er að hafa góð matstæki. Við verðum að vita stöðu hvers og eins til að geta gefið réttar áskoranir í sambandi við þróun á grunnfærni.“ Meðal þess sem Hermundur hefur skoðað í sínum rannsóknum er kynjamismunur þegar kemur að árangri sem rekja má til ástríðu. Nýstúdentar Kvennaskól- ans í Reykjavík brosa fram- an í heiminn og framtíðina á þessum tímamótum. Morgunblaðið/Hari ’Rétt eins og hér þá erudrengir í Finnlandi langt áeftir stúlkunum í lesskilningien samt eru finnsku drengirnir á undan stúlkunum okkar. Það segir sína sögu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.