Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2021, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2021, Side 20
„Ég var líka að velta fyrir mér sannleiksgildi ljósmyndarinnar þar sem ég er með ljósmynd eða afrit af manneskju og svo raunefni, lifandi hár. Þannig tvinnast saman afrit og raunefni, þátíð og nútíð,“ segir Kaja Sigvaldadóttir. Morgunblaðið/Ásdís Það skapar óþæginda- tilfinningu að sjá hár saumað í auga. Ég hef alltaf haft áhuga á sjón-rænum miðlum eins og ljós-myndun en það var ekki fyrr en á unglingsárum sem ég byrjaði að taka myndir,“ segir Kar- ítas Sigvaldadóttir, ávallt kölluð Kaja. Hún er nýútskrifaður ljósmynd- ari úr Ljósmyndaskólanum, en áð- ur hafði hún klárað háskólanám í mannfræði. „Eftir að ég kláraði háskólanám- ið langaði mig að gefa mér rými í að öðlast færni og þekkingu á ljós- myndamiðlinum. Þá lá leiðin í Ljós- myndaskólann. Mig langaði í skap- andi nám þar sem ég gæti tvinnað saman ljósmyndun og mannfræði. Þegar ég var í mannfræðináminu fannst mér svo heillandi þegar sjónrænir miðlar voru notaðir í miðlun á rannsóknum, greinum eða öðru. Mig langaði líka að kafa meira ofan í listrænu hliðina á mér sem ég held að hafi alltaf ver- ið til staðar. Ljósmyndamiðillinn veitir mér mikla útrás, bæði til- finningalega og á einhvern annan hátt sem erfitt er að útskýra.“ Geymdi hár í krukkum Fyrir einu og hálfu ári byrjaði Kaja að vinna með mannshár og tvinna það saman við verk sín. „Mér finnst hár áhugavert fyrir- bæri, bæði út frá félagslegu og list- rænu sjónarhorni. Það eru margir vinklar; hár hefur gríðarlegt menn- ingarlegt og sögulegt gildi. Þá er einnig svo margt sem býr í hárinu, þar má meðal annars finna DNA manneskju. Þá er líka áhugavert að spá í persónulega tengingu og tím- ann þar sem sumir geyma hárlokka til dæmis,“ segir hún. „Ég skoðaði líka hvernig viðhorf okkar breytist til hárs eftir að við tökum það af, og þá úr samhengi. Fyrir einu og hálfu ári var ég með mjaðmasítt hár. Ferlið byrjaði með að ég klippti hár mitt og frysti það. Ég fór að íhuga hvernig hægt væri að frysta lifandi hluta af sjálfum sér. Út frá því fór ég að skoða hvernig hár hefur áhrif á sjálfs- myndina. Þá tók ég sjálfsmyndir þar sem Helga vinkona mín breytti hárinu mínu, litaði það og klippti á nokkurra vikna fresti. Ég fór að geyma lokka úr mínu eigin hári og seinna fór ég að geyma neglur. Það er áhugavert að spá í það að þegar hár og neglur eru enn föst við lík- amann teljast þau oftast falleg, fólk vill oft næra hárið og lakka negl- urnar, en um leið og búið er að klippa það af telst það frekar ógeð- fellt. Ég fór síðan í það að raka lík- amshár af öðru fólki, eins og úr handarkrika og skegg, og geymdi í krukkum.“ Þátíð og nútíð Eftir miklar tilraunir með hár hóf Kaja að sauma það í ljósmyndir. „Fyrst prófaði ég að líma það á myndir eða á mig sjálfa. Ég prófaði líka að sauma hár í puttann á mér,“ segir Kaja og blaðamaður grípur inn í og spyr hvort það hafi ekki verið vont. „Jú, það er svolítið vont. En líka áhugavert,“ segir hún. „Svo byrjaði ég að sauma hár í ljósmyndirnar mínar. Ég þurfti að prófa mig áfram og þetta var mikið tilraunaferli og þolinmæðisvinna. Einnig þurfti ég mikið hár,“ segir Kaja en hún notaði sitt eigið hár og frá öðru fólki. „Ég var líka að velta fyrir mér sannleiksgildi ljósmyndarinnar þar sem ég er með ljósmynd eða afrit af manneskju og svo raunefni, lifandi hár. Þannig tvinnast saman afrit og raunefni, þátíð og nútíð. Ég leik mér einnig með að sauma hár á staði sem það á ekki að vera á, eins og á augastein, sem getur skapað óþægindatilfinningu. Hár getur ver- ið óþægilegt og ógeðslegt ef það er tekið úr samhengi.“ Hvað er fram undan hjá þér? „Góð spurning. Mig langar að leigja vinnurými og halda áfram að mynda og skapa list, en ég þarf að fá mér fasta vinnu með því. Ef ein- hver er að leita að ljósmyndara er ég laus,“ segir Kaja og brosir. Sýning Ljósmyndaskólans er opin um helgina og síðustu forvöð að sjá hana sunnudaginn 31. janúar. Þar má sjá verk þrettán nemenda og eru þau afar ólík og öll áhugaverð. Margt býr í hárinu Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur stendur yfir útskriftarsýning nemenda Ljósmyndaskólans. Karítas Sigvaldadóttir er ljósmyndari sem vinnur með mannshár. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Kaja gerði margar tilraunir með að sauma hár í ljósmyndir. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.1. 2021 LÍFSSTÍLL DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.