Morgunblaðið - 23.02.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.02.2021, Blaðsíða 14
Þróun á trausti nokkurra stofnana Samkvæmt mælingu Gallup frá 2005 til 2021 Heimild; Gallup 0% 20% 40% 60% 80% 100% ’21’20’19’18’17’16’15’14’13’12’11’10’09’08’07’06’05 Landhelgisgæslan Forseti Íslands Heilbrigðiskerfið Háskóli Íslands Lögreglan Seðlabankinn Dómskerfið Alþingi Bankakerfið Borgarstjórn Reykjavíkur BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is Það er óhætt að segja aðtraust í samfélaginu hafiminnkað mikið í banka-hruninu 2008, mætti jafn- vel segja að víðtækt vantraust hafi grafið um sig á fjölmörgum sviðum. Það má glöggt sjá á mælingum Gall- up á trausti til ýmissa stofnana þjóð- félagsins, sem gefur að líta hér að ofan. Varla kemur á óvart að þar féll traust á bankakerfinu og Alþingi eins og steinn og ekki er óvarlegt að gera ráð fyrir því að traust á Seðla- bankanum hafi líka fallið þá, þótt þar liggi raunar ekki fyrir mæling til samanburðar frá því fyrir hrun. Ýmsar aðrar stofnanir misstu líka traust upp úr hruni, þó í minni mæli væri. Þar má til dæmis nefna Háskóla Íslands, sem og nokkrar aðrar sem ekki eru sýndar að ofan, svo sem þjóðkirkjuna, ríkis- sáttasemjara og umboðsmann Al- þingis, sem tæplega áttu hlut að hruni. Ýmsar aðrar stofnanir stóðu þetta vel af sér. Heilbrigðiskerfið er þar á meðal, en þó ekki síður lög- reglan. Ósennilegt má líka telja að Landhelgisgæslan hafi fallið í áliti í hruninu, en hún hefur ævinlega not- ið mests trausts allra stofnana, sem Gallup spyr um, frá því að hún var tekin með í reikninginn 2011. Heilbrigðiskerfið átti að vísu eftir að missa nokkurt traust 2016, þegar rekstrarvandi Landspítalans var ofarlega á baugi. Það hefur hins vegar tekið undir sig stökk upp á við í heimsfaraldrinum og er í fremstu röð þetta árið. Umdeildir embættismenn Embætti forseta Íslands sker sig einnig nokkuð úr í þessum mæl- ingum, sem eðli máls samkvæmt er nátengt einni persónu. Af þróuninni má vel ráða hve umdeildur Ólafur Ragnar Grímsson var í embætti, en eftir að Guðni Th. Jóhannesson tók við þaut traustið upp í um 80% þar sem það hefur verið síðan. Hugsanlega er svipað á ferðinni þegar litið er til Seðlabanka Íslands, enda bankastjóri hans sennilega valdamesti ókjörni embættismaður landsins. Sjá má að traust á bank- anum þokaðist upp á við eftir hrun, en náði rétt þriðjungi meðan Már Guðmundsson sat í Svörtuloftum, sem hlýtur að teljast óviðunandi. Traustið tók hins vegar stökk upp á við eftir að dr. Ásgeir Jónsson var ráðinn seðlabankastjóri og hefur tvöfaldast á aðeins tveimur árum, sem hlýtur jafnframt að vera traustsyfirlýsing við krónuna og peningastefnu bankans. Áhrifa hrunsins gætti einna lengst í óróa á stjórnmálasviðinu, en vera má að loks sjái fyrir enda hans. Um það hefur verið rætt að ekkert bendi til annars en að ríkis- stjórn Katrínar Jakobsdóttur verði hin fyrsta í nokkurn tíma sem situr til enda kjörtímabilsins. Heita má að það hafi ekki gerst síðan þriðja ráðuneyti Davíðs Oddssonar lauk störfum vorið 2003. Það stjórnar- samstarf hélt raunar áfram, en þrír forsætisráðherrar störfuðu á því kjörtímabili og segja má að sífellt hafi molnað undan trausti til stjórn- mála næsta áratug á eftir. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar- dóttur sat vissulega út kjörtímabilið 2009-2013, en segja má að seinni hlutann hafi ríkt stjórnarkreppa, meirihlutinn þrotinn og enginn ann- ar meirihluti í þinginu. Aukið traust til stjórnmála Gallup mælir raunar ekki traust til ríkisstjórnarinnar með sama hætti, en fylgi við ríkisstjórn Katrínar hefur verið vel yfir 50% mestallt kjörtímabilið og reyndar aldrei verið minna en 45%, sem er langt yfir meðaltali næstu ríkis- stjórna á undan. Það hlýtur að mega teljast merki um aukið traust til stjórnmálanna, jafnvel svo ræða megi um endurreisn stjórnfestu í landinu. Það endurspeglast líka í trausti til Alþingis. Það var raunar hóflegt fyrir hrun (í kringum 40%), en hrap- aði þá niður í 13%. Það jókst tals- vert með nýju þingi 2013 og hefur legið skrykkjótt upp á við síðan. Síð- ustu tvö ár má hins vegar tala um stökk, en í ár nýtur Alþingi trausts 34% svarenda og er ekki víðs fjarri stöðunni fyrir hrun. Það hlýtur að vera góðs viti. Traust í þjóðfélaginu eykst hröðum skrefum 14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það varfrægt íkosninga- baráttunni í Bandaríkjunum á síðasta ári að Biden núverandi forseti varð að biðjast afsök- unar á ýmsum ummælum sínum, misalvarlegum þó, og sama gilti auðvitað um fyrrverandi forseta, sem var ekki alltaf viljugur til þess. Í hörðum slag, þar sem menn hafa mikla yfirferð og eru stanslaust mataðir á upplýsingum sem ráð- gjafagerið telur líklegt að geti orðið efst á baugi næstu klukkustundirnar eða svo, er slysahættan mikil. Biden var reyndar þekkt- ari fyrir mistök og mis- minni en hinn og eins að endurtaka fullyrðingar sem hann hafði margoft sætt leiðréttingum á, enda verið áratugum saman í hringekju stjórnmálanna, á meðan hinn var nánast ný- græðingur þar. En það flækti einnig stöðuna fyrir þann sem hafði verið lengi að þegar tími og smekkur var kom- inn í umbreytingarham. Reiði braust út í fyrsta sinn þegar Biden hélt því bratt- ur fram að sá blökkumaður sem ekki léti sitt atkvæði falla á sig og aðra demó- krata væri í raun og veru ekki blökkumaður! Áratug- um saman hafði Biden átt hlátur og klapp víst þegar þessi yfirlýsing kom. En á árinu 2020 vakti hún reiði, pú og hróp, og sögð niður- lægjandi fyrir blökku- menn, sem hún var og hafði reyndar alltaf verið. Biden baðst afsökunar að ráðum „vitringa“ sinna en fullyrt var að hann sæi ekk- ert athugavert við orð sín, enda notað þau reglubund- ið áratugum saman með „góðum árangri“. En auð- vitað báru þau virðingar- leysið með sér þegar á það hafði verið bent. En þó er fjarri því að vera víst að Biden hafi meint þau illa. Jafnvel þvert á móti. Hann hafði að þessu leyti misst af þessum tiltekna strætis- vagni og því orðið á eftir breytingum í rétta átt. Sama gildir um svo margt annað í tilverunni. Sá maður sem hefur einurð til að líta um öxl til sjálfs sín „í góðra vina hópi“, hlæja með eða segja sjálfur hluti sem aðrir hlógu dátt að um samkynhneigt fólk og gjarnan þá látið eins og um rósamál væri að tefla, því það þótti enn „fyndnara“. Fáir slíkra myndu gerast sekir um slíkt núna. Ekki vegna þess að það tal sé fellt undir bannhelgi tíðar- andans. Ástæðan er miklu fremur sú að slíkt er al- gjörlega hætt að vera fynd- ið án þess að nokkur hafi gert kröfu um það. Það dró ský frá sólu að þessu leyti. Sá sem telur sér trú um annað situr berrassaður eftir í nýliðinni fortíð og kemst hvorki lönd né strönd. Í tilgerðartali nútímans er vaxandi belgingur um ótæka „orðræðu“ sem sí- fellt fleira tekur til og eru gerðar tilraunir til að kæfa allt slíkt með hótunum og hrópum, og jafnvel veifað svipu refsivalds yfir höfð- um manna eða töngum til að brennimerkja. Eins og jafnan gengur þetta tilbúna réttlæti sífellt lengra og nú nálgast markið þar sem „orðræða“ sem góða fólk- inu hugnast ekki og tryllist jafnvel yfir sé í raun ekki annað en annarra manna skoðanir sem beri að út- rýma. Þá styttist í að að- gerðirnar verði orðnar miklu verri en aðeins gagnslausar. Dæmið um fyndnina sem fauk út í buskann kom ekki til vegna þess að löghlýðnir menn gættu sín betur í um- ræðu á almannafæri. Ef svo væri þrifist „fyndnin“ enn víða á bak við byrgða glugga. Fyrirbærið varð óvænt fyrir geisla frá eins konar upplýsingaöld sem átti leið framhjá og það rofaði til. Þeir sem ljósið náði ekki til sátu eftir með falleinkunn í fyndni. Sú var allt í einu ekki lengur þar og hafði sennilega aldrei verið þar. Sumir segjast hafa ríkari réttlætis- kennd en náunginn. Þá gæti verið rétt að taka stóran sveig hjá þeim} Lagasafninu fer aftur Í íslenskum skólum er gríðarlegur kraft- ur og vilji til góðra verka, bæði meðal nemenda og starfsfólks. Við viljum samt alltaf gera betur og þar vinnur margt með okkur. Þekking á skóla- starfi hefur aukist, rannsóknir eru betri og fleiri, tæknin skapar tækifæri. Staða og náms- árangur lesblindra barna er eitt þeirra mála sem hafa verið mér hvað hugleiknust frá því ég tók við embætti mennta- og menningar- málaráðherra árið 2017. Ég trúi því af öllu hjarta að læsi sé lykillinn að lífsgæðum og end- urspegli hæfni okkar til að skynja og skilja um- hverfið og samfélagið á gagnrýninn hátt. Þess vegna leggjum við höfuðáherslu á að efla læsi, og á mikilvægi þess að mæta öllum nemendum sem glíma við lesblindu og lestrarörðugleika. Skilningur á eðli lesblindu og áhrifa hennar hefur aukist og það viðhorf fer hverfandi að sumir geti ein- faldlega ekki lært. Það er skylda og vilji stjórnvalda að hjálpa öllum börnum að finna leið til þess að læra, vaxa og blómstra. Það dugar ekki að tala um slíkan vilja, heldur þurfum við að setja okkur markmið og láta hendur standa fram úr erm- um. Þess vegna er brýnt að setja metnaðarfulla mennta- stefnu til ársins 2030, og innleiðingin er hafin með skýrum markmiðum og aðgerðum til að ná árangri! Í menntastefn- unni er börnum og ungmennum heitið stuðningi við hæfi sem fyrst á námsferlinum. Því fyrr sem stuðningurinn er veittur, því betri árangurs má vænta. Stuðningur getur beinst að nemandanum sjálfum eða umhverfi hans og mikilvægt er að laga stuðninginn að þörfum viðkvæmra einstaklinga og hópa. Á næstu vikum mun ég leggja til allsherjar- átaksverkefni ríkis og sveitarfélaga, sem felst í því að öll börn á Íslandi fái viðeigandi stuðning fyrir 7 ára aldur. Það er forgangsmál og sam- taka er það raunhæft markmið. Þrautseigja og hugrekki liggja til grundvall- ar menntastefnunni. Við megum ekki við því að horfa fram hjá kröftum og hæfileikum allra, því samfélagið þarf sannarlega á þeim að halda til að vaxa og dafna. Nú á fimmtudaginn verð- ur ný íslensk heimildarmynd um ungt fólk og lesblindu sýnd á RÚV. Myndin er fróðleg og hvetjandi og vonir standa til að hún muni vekja umræðu um eðli og algengi lesblindu, þau úr- ræði sem standa til boða og mikilvægi þraut- seigjunnar fyrir persónulegan árangur í námi. Við höfum áorkað miklu og sjáum strax jákvæðar breyt- ingar, t.d. með fjölgun umsókna í iðnnám, fjölgun kenn- aranema og hækkun brautskráningarhlutfalls í fram- haldsskólum. Það er nóg af verkefnum fram undan, en við getum engu að síður verið stolt af nemendum í íslenskum skólum, hugviti þeirra og hugmyndaflugi, færni og aug- ljósum sköpunarkrafti. Ef byggt er á styrkleikum barna og ungmenna, og við finnum leiðina sem hentar hverjum og einum, þá höfum við engu að kvíða. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Allir geta lært – en það læra ekki allir eins Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.