Morgunblaðið - 23.02.2021, Blaðsíða 19
mér sem bróðir. Væntumþykja
okkar umvefur stelpurnar hans,
Hófí, Ásu Karen og Unu, móður
og aðra ástvini sem aftur þurfa að
takast á við svo mikinn missi.
Blessun fylgi minningunum um
feðgana fallegu, Jón Börk og Jón
Ólaf, sem fóru svo alltof snemma.
Guðrún Pétursdóttir.
Kær vinur og samstarfsmaður
er fallinn frá. Við minnumst
Jónsa sem áhugasams nemanda í
námskeiðum í lífeðlisfræði. Hann
var hrókur alls fagnaðar í þéttum
hópi líffræðinema sem voru uppá-
tækjasamir og gengu hratt um
gleðinnar dyr. Að loknu BS-námi
í lífræði byrjaði hann að kenna
verklega lífeðlisfræði. Hann tók
einnig þátt í ýmsum rannsókn-
arverkefnum við Rannsóknar-
stofu HÍ í lífeðlisfræði, meðal
annars samanburðarrannsókn á
áhættuþáttum hjartasjúkdóma
meðal Héraðsbúa og afkomenda
þeirra sem fluttust frá Héraði til
Kanada um aldamótin 1900.
Jónsi fór í framhaldsnám til
Gautaborgar. Þar vann hann á
rannsóknarstofu í lífeðlisfræði,
þar sem áhersla var lögð á rann-
sóknir á stjórn hjarta og æða-
kerfis. Jónsi og hans fjölskylda
nutu dvalarinnar í Svíþjóð. Hann
mat mikils hið faglega umhverfi
og eftir að hann kom til Íslands
hélt hann góðum tengslum við
fyrrverandi samstarfsmenn á
rannsóknarstofunni.
Þegar heim var komið að dokt-
orsnámi loknu setti Jónsi upp eig-
in rannsóknarstofu á Lífeðlis-
fræðistofnun HÍ. Þar hélt hann
áfram rannsóknum á sama sviði
og hann hafði unnið við í Svíþjóð.
Hann var mjög fingrafimur við
aðgerðir á tilraunadýrum, eins og
að þræða slöngur í grannar æðar
og erta taugar og skrá frá þeim.
Einnig var hann alltaf reiðubúinn
til að leiðbeina nemendum og
samstarfsmönnum við þessar að-
gerðir. Við eigum góðar minn-
ingar frá þeim tíma þegar við
unnum saman að verkefni um
stjórn fæðutöku og líkamsþyngd-
ar. Þar nutum við færni Jónsa við
lyfjagjöf í heilahol.
Jónsi kenndi aðallega nemum í
hjúkrunarfræði og læknisfræði,
og lagði sig einnig allan fram við
að leiðbeina nemum í framhalds-
námi. Hann hafði áhuga á tölvum
og var alltaf reiðubúinn að miðla
þekkingu sinni á því sviði til sam-
starfsmanna. Hann átti frum-
kvæði að tölvuvæðingu verklegr-
ar kennslu í lífeðlisfræði.
Ennfremur hafði hann áhuga á
tölfræði og var reiðubúinn að að-
stoða okkur við hana. Hann sinnti
stjórnun við Háskóla Íslands af
mikilli alúð. Hann var forstöðu-
maður Lífeðlisfræðistofnunarinn-
ar um árabil, tók virkan þátt í
stjórnunarstörfum í hjúkrunar-
fræðideild og sat um tíma sem
fulltrúi Félags háskólakennara í
háskólaráði. Jónsi hafði ákveðnar
skoðanir og var tilbúinn að verja
þær, hvort heldur þær voru fag-
legs eðlis eða um málefni líðandi
stundar.
Við minnumst góðra samveru-
stunda með Jónsa og fjölskyldu.
Ekki síst í tengslum við að Jón
Börkur og Hrund dóttir okkar
voru saman í sveit hjá Önnu
Birnu og Sigga í Varmahlíð und-
ir Eyjafjöllum í tvö sumur. Eft-
irminnilegar eru veiðiferðir í
Holtsós á sumarkvöldum þar
sem hefðbundnum eyfellskum
veiðiaðferðum var beitt. Það var
mikið áfall fyrir fjölskyldu Jónsa
þegar Jón Börkur féll frá í kjöl-
far flugslysins í Skerjafirði árið
2000. Við komum til með að
sakna þess að hitta ekki lengur
Jónsa með hundinn sinn á göngu
með Ægisíðunni og spjalla við
hann. Oftar en ekki barst talið
að Hófi og dætrum þeirra sem
hann var mjög stoltur af.
Við, dætur okkar og þeirra
fjölskyldur vottum Hófí, Unu
Björk, Ásu Karen og öðrum að-
standendum okkar dýpstu sam-
úð.
Guðrún og Logi.
Jón Ólafur Skarphéðinsson
hefur nú kvatt þennan heim eftir
snarpa baráttu við illvígan sjúk-
dóm. Ég varð þeirrar gæfu að-
njótandi að fá að vera honum
samferða stóran hluta ævinnar en
hafði vænst þess að fá að gera
það töluvert lengur. Þetta sam-
ferðalag okkar hófst í bekk 7 ára
B hjá Ásu í Hlíðaskóla og vorum
við bekkjarbræður allt þar til við
útskrifuðumst úr 23ja ára bekk í
líffræði frá Háskóla Íslands.
Jónsi bar strax höfuð og herðar
yfir okkur hina, og gnæfði hátt
upp úr beinu röðinni sem skylda
var að mynda í þá daga áður en
börnum var hleypt inn í skólann.
Þrátt fyrir talsverða fjarlægð og
mýrarfenið Kringlumýri sem
skildi að okkur Hvassaleitinga og
Hlíðabúa, tókst fljótt náinn vin-
skapur milli okkar Jónsa, og
myndaðist þá klíkan okkar sem
átti eftir að endast til æviloka.
Jónsi mátti eins og aðrir þola
ýmsar raunir í lífinu, en sú lang-
stærsta var auðvitað flugslysið
hræðilega í Skerjafirði þegar son-
urinn Jón Börkur var hrifinn
brott í blóma lífsins. Slíkt áfall
fyrir fjölskyldu er ómögulegt fyr-
ir utanaðkomandi að gera að fullu
sér í hugarlund, en slysið ásamt
löngum eftirmálum þess höfðu
ævilöng, djúpstæð áhrif á Jón.
Þrátt fyrir þungar raunir á köfl-
um væru það hrein öfugmæli að
lýsa Jónsa sem blúsuðum karakt-
er, en hann var hins vegar blús-
maður af guðs náð. Við gengum
saman gegnum ýmsar tónlistar-
stefnur, poppið og síðan þunga-
rokkið á unglingsárunum, pro-
grokk, jass o.fl. á
menntaskólaárunum, en síðan
varð blúsáhuginn hæstráðandi
hjá Jónsa. Eins og flest annað á
þeim bænum var blúsinn tekinn
föstum tökum og var Jón ekki
spar á að leyfa félögunum að
njóta með sér, í tóndæmum og
frásögnum, ýmiss konar jaðar-
þekkingu sem hann hafið grafið
upp á því sviði. Og tóndæmin
voru ekki leikin af neinni hóg-
værð, hvort sem var í veiðitúrum
eða heima hjá honum, því Jón var
græjukarl fram í fingurgóma.
Síðustu tóndæmin, ásamt tilheyr-
andi fróðleiksmolum um nýjasta
nýtt í tæknimálum sem við Gunni
fengum að njóta frá Jónsa, komu
úr splunkunýju tæki í stofunni
heima hjá honum fyrir örfáum
vikum.
Jón valdi lífeðlisfræði sem sér-
grein innan líffræðinnar, og þar
var ekki síður farið í dýptina af
mikilli ákefð, sem skilaði sér fljótt
og vel í doktorsprófi, prófessors-
stöðu og síðan farsælum starfs-
ferli. Jónsi var mikill veiðimaður
og náttúruunnandi. Kannski hafa
sumardvalirnar í nálægð við
sandana miklu á Suðurlandi ýtt
undir mikinn áhuga hans á land-
græðslu, og Jónsi tók þar harða
afstöðu með vinkonu sinni lúp-
ínunni. En hann skilur líka eftir
sig alvöru vinkonur sem hann
elskaði út af lífinu, Hófí, dæt-
urnar Unu Björk og Ásu Karen
og móður sína Höllu. Skarðið
stóra sem höggvið er í vinahópinn
okkar strákanna bliknar í sam-
anburði við þann mikla harm sem
kveðinn er að þessum konum í lífi
Jóns Ólafs Skarphéðinssonar og
bræðrum hans fjórum.
Gísli Arnór Víkingsson.
„Það að vera lifandi, er í sjálfu
sér banvænt,“ sagðirðu í framhjá-
hlaupi í Vatnsdalnum í fyrra. Þar
gafstu í skyn að þig grunaði að
eitthvað væri að heilsu þinni sem
gæti skipt sköpum. U.þ.b. 8 mán-
uðum síðar, um mánuði fyrir and-
lát þitt, talaðirðu undir rós við
okkur Gilla, þegar þú sættir ann-
arri geislameðferð, keikur. Sagðir
u.þ.b. þetta: „Næsta skref er
sennilega líknardeildin.“ Enginn
sagði neitt fyrr en þú sagðir:
„Hva, það fara allir, þið líka! Þið
vitið bara ekki alveg hvenær, enn
þá.“ Svo bauðstu meira kaffi.
Þú varst svo margt; stór, flók-
inn, traustur, ósérhlífinn. Sjálfs-
elskur en samt ást- og skilnings-
ríkur við óvæntustu skilyrði.
Stemningsmaður. Sterkur en
samt veikur á svellinu. Óhræddur
og upplitsdjarfur. Særandi en
stundum svo yndislegur vinur að
ég hefði tekið utan um hálsinn á
þér ef ég næði upp. Tók utan um
brjóstkassann í staðinn. Nema
þegar þú mundir að beygja þig á
móti. Sem þú áttir raunar oft erf-
itt með út af bakinu. Það var
gjaldið fyrir að vera stór, og bera
þungt höfuð.
Með fáum nákomnum hef ég
varið meiri tíma en þér í mínum
frístundum. Með fjölskyldum,
MH-vinunum, þínum vinahópi,
eða mínum eftir atvikum. Oftar
en ekki í veiði. Margoft hefur þú
verið eins og fjórði bróðir okkar
bræðra þriggja. Sjálfur sagðist
þú vera stærsti bróðirinn, sem
var óumdeilt. Eða þá myndarleg-
asti bróðirinn, sem var umdeilt.
Þið Hófí fóruð til útlanda og þú
lærðir þína lífeðlisfræði. Þar til
þú vissir næstum allt um næstum
ekki neitt, svo ég vitni í þig sjálf-
an. Aldrei heimsóttum við Ásdís
ykkur Hófí þar. En þegar þú
komst heim eftir sjö ár tókum við
upp þráðinn á sama stað og við
skildum hann eftir. Það var eins
og hefði einungis liðið vika.
Þú varðst doktor frá HÍ 32 ára
og prófessor nokkrum árum síð-
ar. Fyrstur í vinahópnum af
þremur doktorum og tveimur
prófessorum. Fáir hafa orðið
doktorar yngri en þú, trúi ég.
Þú hafðir nánast alla hjúkr-
unarfræði- og marga líf-, mat-
væla-, læknis- og tannlæknis-
fræðinema þessa lands í læri í
áratugi. Þ.á m. allar þrjár dætur
mínar. Þær hugsa til þín með
miklum hlýhug og fannst þú frá-
bær kennari sem hvatti nemend-
ur sína til að hugsa sjálfstætt,
rökrétt og gagnrýnið. Engan
Trumpisma, takk.
En þetta var bara vinnan þín.
Stelpurnar þekktu þig líka per-
sónulega og muna hve klár,
hnyttinn, hvetjandi og fræðandi
þú gast verið. Semsé góður kenn-
ari í húð og hár. Vita skaltu að
þeim þykir vænt um þig.
Þú áttir líka til að bresta í
miklar fræðilegar pælingalang-
ferðir við lágstemmdan blúsund-
irleik þegar við vorum úti að aka
á vegum landsins. Á leið á veiði-
slóð eða á gangi milli veiðistaða.
Það var alltaf stutt í kennarann í
þér.
Ásdís man að þú tókst að þér
að hjálpa henni og Hófí að búa
sig undir stærðfræðipróf í MH.
Ásdís náði. Hófí náði líka – í þig.
Alla vega stóð hún við hlið þér og
studdi við bakið á þér, í blíðu og
stríðu í gegnum lífið uns yfir lauk.
Kennarinn aftur. Örlagavaldur.
Þín verður sárt saknað kæri
vinur. Það verður ekkert eins. Við
Ásdís og restin af Hoffsfjölskyld-
unni hugsum hlýtt til ykkar; Hófí,
Una, Ása, Halla og Baddi. Send-
um ykkur af alefli okkar bestu
strauma.
Gunnar Oddur Rósarsson.
Við Jón Ólafur vorum sam-
stúdentar frá MH. Ég þekkti
hann ekki mikið á menntaskóla-
árunum en við vorum málkunnug.
Það breyttist því við réðum okkur
bæði um svipað leyti til starfa við
Hjúkrunarfræðideild HÍ og átt-
um þar farsælt samstarf í rúm 30
ár. Jón Ólafur var stór og glæsi-
legur maður með sterka nærveru
og sterkar skoðanir. Rannsókn-
arsvið hans var lífeðlisfræði og
lutu flestar rannsóknir hans að
áhrifum ósjálfráða taugakerfisins
á starfsemi hjarta og æða og
stjórn blóðþrýstings, blóðflæðis
og blóðþurrðar og margvíslegra
áhrifa lyfja á þessa þætti. Rann-
sóknir sínar stundaði hann með
samstarfsfólki hjá Lífeðlisfræði-
stofnun HÍ. Samstarf okkar sneri
hins vegar að mestu að lífeðl-
isfræðikennslu hjúkrunarfræði-
nema. Hann hafði mikinn metnað
fyrir menntun hjúkrunarfræðinga
og það var gæfa hjúkrunarfræði-
deildar að fá hann til starfa.
Hann gerði miklar kröfur til
kunnáttu í lífeðlisfræði en leitaði
jafnframt leiða til að auðvelda
nemendum að skilja efnið og
tengja það við flókin störf hjúkr-
unarfræðinga við umönnun sjúk-
linga. Þá var hann frumkvöðull í
að nota vefsíðuna kuracloud í
kennslu en í gegnum þá síðu
unnu nemendur ýmis verkefni
tengd lífeðlisfræðinni sem auð-
velduðu þeim að tileinka sér
tengsl lífeðlisfræðinnar við virkni
mannslíkamans. Við Jón Ólafur
vorum ekki alltaf sammála um
vægi lífeðlisfræðinnar í kennslu
hjúkrunarfræðinema. Hefði hann
ráðið væru allir hjúkrunarfræð-
ingar „mini“ lífeðlisfræðingar og
við gátum tekist hraustlega á um
hvað væri mikilvægt að kenna og
hvaða rými við hreinlega hefðum
í kennsluskránni. En þegar
grundvallargildi fara saman eins
og í okkar tilfelli þá náðist alltaf
niðurstaða sem allir voru sáttir
við.
Jón Ólafur og kona hans
Hólmfríður urðu fyrir því skelfi-
lega áfalli að missa son sinn Jón
Börk árið 2001 í kjölfar flugslyss í
Skerjafirði. Við í hjúkrunarfræði-
deildinni fylgdumst náið með
framvindu Jóns Barkar það tæpa
ár sem hann lifði eftir slysið en
Jón Ólafur ræddi við okkur reglu-
lega um líðan sonar síns, aðbúnað
hans, hjúkrun sem hann fékk og
eigin líðan. Hann fékk þarna
meiri reynslu af þjónustu heil-
brigðiskerfisins og hjúkrunar-
fræðinga en flestir á hans aldri
höfðu og nýtti þá reynslu í
kennslu og við almenn stjórnun-
arstörf í deildinni til að byggja
upp færa einstaklinga til starfa
við hjúkrun sjúklinga.
Jón Ólafur hafði mikinn áhuga
á að leiðbeina hjúkrunarfræðing-
um í rannsóknum þeirra og
tengja viðfangsefni hjúkrunar líf-
eðlisfræðinni í gegnum rann-
sóknaverkefnin. Þar átti hann
mikið verkefni óunnið en aðrir
munu halda starfi hans áfram.
Jón Ólafur kenndi flestöllum
nemendum á Heilbrigðisvísinda-
sviði HÍ lífeðlisfræði. Hann var
virtur og vel metinn kennari og
það er mikill missir að slíkum
samstarfsmanni. Við samstarfs-
fólk hans í hjúkrunarfræðideild
sjáum á bak góðum félaga sem
hafði mikinn metnað fyrir hönd
hjúkrunar. Mestur er þó missir
Hólmfríðar, Unu Bjarkar og Ásu
Karenar og færi ég þeim inni-
legar samúðarkveðjur fyrir hönd
hjúkrunarfræðideildar og heil-
brigðisvísindasviðs.
Blessuð sé minning góðs
manns.
Herdís Sveinsdóttir,
deildarforseti Hjúkr-
unarfræðideildar HÍ.
Ég skrifa þessar línur til að
minnast kærs vinar, Jóns Ólafs
Skarphéðinssonar eða Jónsa eins
og hann var oftast kallaður. Nú
þegar kveðjustund er runnin upp
stingur það mig hvað okkar dýr-
mætustu tilfinningar, ást og vin-
átta, gera okkur mannfólkið síðar
berskjölduð gagnvart sorg og
söknuði. Það er tilfellið jafnt í
mannlegu sem landfræðilegu
samhengi að hæstu tindunum
fylgja dýpstu dalir.
Ég vissi fyrst af Jónsa í Hlíða-
skóla á barnaskólaárunum og
hann því verið innan minnar rat-
sjár í yfir hálfa öld. Leiðir okkar
lágu samsíða á unglingsárunum
og vinahóparnir tengdir. Þegar
hann og mín nánasta vinkona
Hófí rugluðu saman reytum urðu
samskiptin enn nánari. Ég á
margar hamingjuminningar frá
þessari vegferð. Auk fjölskyldu-
stunda áttum við Jónsi saman
áhuga á stangveiði og fórum ótal
ferðir í slíkum erindagjörðum. Til
að byrja með með Skarphéðni
föður Jónsa í Sogið en síðan víða
um land í ár og fjallavötn. Ef það
er eitthvað eitt sem ég tengi
Jónsa sérlega við, þá er það sum-
arnóttin. Við vöktum gjarnan
fram á morgun á þessum ferðum
okkar, ekki vegna veiðidellu held-
ur vegna þess hvað íslenska sum-
arnóttin er dásamleg. Þá var ekki
skrafað mikið, heldur bara notið
kyrrðar, birtu og fugla.
Ég er þakklátur fyrir þær
stundir sem Jónsi gaf mér og
allan þann fróðleik sem hann
miðlaði. Hann var jú doktor og
prófessor í lífeðlisfræði og hafði
af rannsóknum í þeim fræðum
margar magnaðar sögur að
segja. Þegar kom að því að
meta lífsins spurningar hafði
hann báða fætur á jörðinni, al-
gerlega raunsær og gaf ekki
mikið fyrir skýringar sem
byggjast á annarra heima mátt-
arvöldum. Nú þegar endi hefur
verið bundinn á þessar sam-
verustundir verður dýrmæti
stundarinnar skýrt.
Við Jónsi eigum að hluta ræt-
ur í sjöunda áratugnum og þeir
sem eru þaðan komnir eru
gjarnan annaðhvort Bítla- eða
Stones-menn. Jónsi var Stones-
maður. Blús litaði þeirra verk
og blús var Jónsa tónlist.
Það er því viðeigandi við
ferðalok að fá að láni hluta
kveðjuorða sameiginlegs félaga
og blús geggjara, KK, úr ljóð-
inu „Englar himins grétu í
dag“, sem ort er í minningu
Jóns Barkar, sonar Jóns og
Hólmfríðar:
Allt var kyrrt og allt varð hljótt
Miður dagur varð sem nótt
Sorgin bjó sig heiman að
Englar himins grétu í dag
Elsku Hófí, Una Björk og Ása
Karen, við Laufey og börnin okk-
ar sendum ykkur okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Megi gæfa
og góðar vættir varða veginn
ykkar alla tíð.
Bergur Þórisson.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 2021
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
RAFN MAGNÚSSON
vélfræðingur og kennari,
Löngulínu 7, Garðabæ,
lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ
mánudaginn 15. febrúar. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju
fimmtudaginn 25. febrúar klukkan 13.
Innilegustu þakkir til alls starfsfólks dvalarheimilisins Ísafoldar
í Garðabæ.
Eva Guðmundsdóttir
Vilborg Rafnsdóttir
Kristinn Rafnsson Sólborg Tryggvadóttir
Elsa Rafnsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÚLÍUS RÚNAR HÖGNASON,
Júlli Högna,
Kirkjuvegi 11, Keflavík,
varð bráðkvaddur á heimili sínu
laugardaginn 13. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju
föstudaginn 26. febrúar klukkan 11:00. Í ljósi aðstæðna verða
einungis nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina.
Athöfninni verður streymt á
https://www.facebook.com/groups/jullihogna
Hlekk á streymi er hægt að nálgast mbl.is/andlat
Guðmunda Kristín Reimarsdóttir
Júlíana Guðrún Júlíusdóttir Árni Jens Einarsson
Jóhann Reimar Júlíusson María Jóhannesdóttir
Regína Júlíusd. Buchanan Alexander Eugene Buchanan
Högni Þorsteinn Júlíusson Amy Greenberg
Hulda María Einarsdóttir Einar Már Atlason
afabörn og langafabörn
Okkar elskaði,
HANNES HALL,
Stigahlíð 43,
lést á Landspítalanum Fossvogi
þriðjudaginn 16. febrúar.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni
föstudaginn 26. febrúar klukkan 13.
Ragnheiður Hall
Steinunn Hall
Jón Ingi Jónsson Jóhanna Sveinsdóttir
María Eir og Anna Sigríður
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
HALLDÓRA G. J. HALLDÓRSDÓTTIR,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
sunnudaginn 14. febrúar. Útförin fer fram
frá Landakotskirkju föstudaginn
26. febrúar klukkan 15. Þar sem takmarka þarf fjölda kirkjugesta
verður útförinni streymt á Facebook-viðburðinum „Jarðarför
Halldóru Halldórsdóttur (Dóu)“.
Davíð Marinósson
Jón Viðar Viðarsson Ragna Gróa Steingrímsdóttir
Heiða Karen Viðarsdóttir Adrian Hansen
Friðrik Jósef Viðarsson Sigurlaug Rúnarsdóttir
Hildur Karen Jónsdóttir Sóley Jónsdóttir
Frosti Jónsson