Morgunblaðið - 23.02.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 2021
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
(HER) telur talsverðar líkur á því að
fyrirhuguð stækkun og landfylling í
Sundahöfn valdi neikvæðum áhrif-
um á samfélagið, bæði hvað varðar
sjónræna þætti og vegna hávaða-
mengunar.
Þetta kemur fram í umsögn heil-
brigðiseftirlitsins til Skipulagsstofn-
unar vegna matsáætlunar fyrir þró-
un Sundahafnar. Jafnframt bendir
eftirlitið á að skoða þurfi ítarlega
möguleg áhrif á lífríkið.
Eins bendir HER á þann valkost
að kanna aðra staðsetningu fyrir
vöruhöfn í nágrenni borgarinnar,
þar sem minni líkur eru á ónæði.
Þessu hafna fulltrúar meirihluta-
flokkanna í umhverfis- og heilbrigð-
isráði Reykjavíkur.
HER bendir á í umsögn sinni að
við tilfærslu hafnarbakka breytist sú
skermun sem núverandi aðstæður
veiti nærliggjandi íbúðabyggð. Þeg-
ar fyllt verði upp í núverandi hafn-
arstæði færist meginstarfsemin ut-
ar, sem opni fyrir að hljóð berist
frekar í nærliggjandi hverfi.
Á sama tíma séu skipin sem hing-
að sigla að stækka, fleiri gámahæðir
séu á þeim og þar með myndist
vinnuhljóð í meiri hæð en áður.
Einnig berist hávaði frá vélum,
ljósavélum, frystigámum og frá
vinnu við lestun og losun.
„HER hafa á síðustu árum borist
kvartanir um ónæði og hávaða sem
veldur næturtruflunum í Voga-
hverfi, Heimum, Laugarneshverfi,
Teigum og jafnvel Grafarvogi. Í lok
síðasta árs og í byrjun þessa fjölgaði
kvörtunum mjög mikið og hafa aldr-
ei verið fleiri. Uppruni ónæðis er
sagður vera frá vinnu á hafnarsvæði
og frá ljósavélum skipa og hafa íbúar
tekið upp myndbönd og birt á
hverfissíðum og sent HER,“ segir í
umsögninni. Stofnunin hefur byrjað
hljóðmælingar til að kanna hvort
ákvæði hávaðareglugerðar séu brot-
in og staðfesta uppruna hávaðans.
Telur hún að meta þurfi áhrif hávaða
sem berst frá breyttu hafnarsvæði
til íbúðabyggðar og gera grein fyrir
mótvægisaðgerðum.
Getur komið til árekstra
HER bendir á að íbúðasvæðum í
nágrenni Sundahafnar sé að fjölga
því uppbygging sé í gangi í Voga-
hverfi, Ártúnshöfða, Bryggjuhverfi
og Gufunesi. Fyrirséð sé að árekstr-
ar geti orðið vegna mengunar sem
berst frá hafnsækinni starfsemi.
„Hvað varðar aðra valkosti telur
HER að kanna ætti aðra staðsetn-
ingu í nágrenni borgarinnar, þar
sem minni líkur eru á ónæði frá
hafnarstarfsemi í íbúðabyggð,“ seg-
ir í umsögn heilbrigðiseftirlitsins.
Fulltrúar meirihlutaflokkanna,
Samfylkingar, Pírata og Vinstri
grænna, í umhverfis- og heilbrigð-
isráði benda á í bókun að Sunda-
höfnin sé meginflutningsgátt til og
frá landinu og nauðsynlegt sé að
þeir innviðir sem þar hafa byggst
upp nýtist til framtíðar. Það væri
hvorttveggja óumhverfisvænt og
samfélagslega óhagkvæmt að leggja
niður núverandi starfsemi og
myndu ótímabærar afskriftir fjár-
festinga og aukinn akstur fara út í
verðlag.
Á sama tíma þurfi að lágmarka
ónæði í nærliggjandi byggðum og
tryggja að starfsemin skerði ekki
lífsgæði íbúa. Í því skyni þurfi að
efla hljóðvarnir, bæta ásýnd og
tryggja að starfsleyfum sé fylgt.
Fyrirhuguð hafnargerð í Sunda-
höfn á vegum Faxaflóahafna felur
m.a. í sér lengingu Skarfabakka til
suðurs að Kleppsbakka, uppfyllingu
og landgerð og aflagningu eldri
bakka í Vatnagörðum.
Viðamesta verkið verður landfyll-
ing fyrir framan vöruhótel Eim-
skips. Áætlað er að í fyllinguna fari
1.125.000 rúmmetrar efnis. Við
þessa framkvæmd verður til 300
metra langur nýr hafnarbakki en
eldri bakkar, alls um 770 metrar,
leggjast af. Með landgerðinni verður
til 75 þúsund fermetra svæði fyrir
gáma og aðra hafnarstarfsemi. Efni
í landgerðina mun að mestu fást með
dælingu af hafsbotni en einnig mun
hluti þess koma frá námum á landi.
Áætlað er að hefja framkvæmdir
haustið 2022. Fyrir liggur samþykkt
aðalskipulag.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Nýi Dettifoss Skipin í kaupskipaflotanum hafa farið stækkandi undanfarið.
Morgunblaðið/Eggert
Sundahöfn Það verður mikið verkefni að fylla höfnina fyrir framan vöruhótel Eimskips við Vatnagarðabakka.
Óttast aukinn hávaða frá Sundahöfn
Önnur staðsetning vöruhafnar verði könnuð Fulltrúar meirihluta segja flutning óhagkvæman